Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Page 64
64 Helgarblað 15. desember 2017 Kannski ert þú týpan sem lítur svo á að það megi pakka jólagjöfinni inn í helgarblað DV kringum hádegi á aðfangadegi og henda svo undir tréð? Það er gott og blessað (og vissulega heiður fyrir blaðamenn DV) en gerir kannski ekki eins mikið fyrir jólastemninguna. Ef þú ert að fara að elda ofan í tuttugu manns þá ert þú löglega afsökuð eða afsakaður og það sama gildir fyrir ykkur klaufana. Maður getur víst ekki allt en vittu að það er blessunarlega hægt að leita sér að- stoðar með þetta mál líkt og önnur. Birta fór á stúfana og heimsótti þrjár blóma- búðir á höfuðborgar- svæðinu enda tilvalið að leita ráða hjá fagurkerum sem sérhæfa sig í hvers konar skreytingum á degi hverjum. Hrafnhildur hjá Blómagalleríi við Hagamel 67 segir upplagt að fólk komi með gjafapoka með góðum fyrirvara og svo sé hægt að sækja pakkana næsta dag. „Verðið fyrir innpökkunina getur rokkað frá 1.200 krónum og upp úr, en það fer eftir stærð og umfangi hlutar- ins sem á að pakka inn,“ útskýrir Hrafnhildur en Auður í Blóma- búðinni á Garðatorgi og Nanna hjá Breiðholtsblómum segja verðið svipað hjá þeim, eða sirka frá 1.200 og upp úr. Blómakonur útBúa hinn fullkomna jólapakka Birta heimsótti þrjár blómabúðir og fékk aðstoð við innpökkun jólagjafa Vanar hendur Þær kunna réttu handtökin á Hagamelnum. Snotur Það má gera litla gjöf stærri með svona fallegum umbúðum. Silfur Yndislega fallegur silfurpakki frá Blómagalleríinu á Hagamel. hringlaga aSkja Auður á öskjur í alls konar stærðum og gerðum sem henta vel undir hvers konar pakka sem gæti verið erfitt að pakka inn í pappír. Krúttlegi kransinn getur fylgt með. fyrir Virðulegan afa Þessi virðulegi pakki sem pakkað var inn af Nönnu hjá Breiðholtsblómum er ákaf- lega jólalegur með könglum og greni. Gæti t.d. hentað virðulegum eldri manni. gullfallegar gjafir Falleg gjöf á það skilið að vera afhent í fallegum umbúðum. auður á blóma- VerkStæðinu Auður sérhæfir sig í blómaskreytingum og hún fer einnig létt með að útbúa fallega pakka. myndir sigtryggur ari jólaSVeinn Sem pakkaSkraut Þessi sæti pakki kemur úr blómabúð Auðar á Garðatorgi 4 í Garðabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.