Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 68
68 lífsstíll - ferðalög Helgarblað 15. desember 2017 Uppáhaldsborgin mín Flest höfum við gaman af því að ferðast og fara ófáir Íslendingar í borgarferðir á hverju ári. DV leitaði til nokkurra þekktra Ís- lendinga og fékk þá til að segja frá uppáhaldsborginni sinni. einar@dv.is Stekkur bara upp í næstu vél Ellý Ármanns fjölmiðlakona „Kaupmannahöfn er uppáhalds erlenda borgin mín. Ég þarf enga áætlun þegar ég fer þangað. Stekk bara upp í vél og það klikkar ekki að allt í borginni gleður mig. Danir eru yndislega „ligeglad“ og þeir sýna mér aðdá- unarverða þolinmæði þegar ég tala við þá á dönsku. Ég elska að ganga um borgina, skoða mannlífið, byggingarnar, söfnin og ég tala nú ekki um að fara í skoðunarferðir um Íslendingaslóðir. Svo er fátt eins rómantískt og að upplifa Tívolí í desember með manneskju sem er manni kær. Ég mæli með að fólk líti til himins þegar það gengur um borgina og gefi sér tíma til að skoða þökin á byggingunum í borginni. Það er góð skemmtun. Strikið, Nýhöfn og Kongens Nytorv eru æðislegir staðir. Svo er kaffið þar himneskt og maturinn líka. Notaleg stórborg Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona „Uppáhaldsborgin mín er Kaupmannahöfn. Hún nær einhvern veginn að vera afskaplega notaleg stór- borg sem býr yfir einhverri dásamlegri blöndu af menningu, góðum mat og verslunum. Þar er auðvelt að njóta lífsins, slaka á í bland við að fara og kíkja á áhuga- verða og sögulega staði og að rölta um á fjölmennu Strikinu.“ Gleymir aldrei fyrstu heimsókninni Helgi Ómarsson, ljósmyndari og fyrirsæta „Uppáhaldsborgin mín hlýtur að vera Bangkok. Fyrst kom París upp í hugann, mér finnst hún æðisleg, en í hvert skipti sem ég lendi í Bangkok, þá fæ ég fiðrildi í magann og ég hlakka til og veit ég mun fá helling til baka frá borginni. Ég elska Taíland og ferðast þangað mikið. Ég mun bara aldrei gleyma þegar ég fór fyrst þangað. Ég fór þangað hálf brotinn í fyrsta skiptið í janúar 2016 eftir frekar traumatískt ár og var í Bangkok í nokkra daga áður en ég ferðaðist áfram á Taílandi. Einhvern veginn gladdi mig allt þarna. Fólkið var einlægt og brosandi, ég rölti bara um endalaust og borðaði á hverju horni, svo kom ég heim sem glænýr maður. Bangkok er kannski ekki sú fallegasta, en hún er stútfull af kúltúr og menningu. Fólkið þar er einstakt og maturinn er náttúrlega ótrúlegur. Ég mundi alltaf mæla með að til dæmis bara taka metro og láta borgina koma sér á óvart, það er alls konar þarna á hverju horni. Ef maður leyfir sér, þá getur maður sogað í sig alveg magnaðan kúltúr og ég tel mig hafa gert það í fyrsta skipti sem ég heimsótti Bangkok og það er kannski þess vegna sem ég get ekki fengið nóg af borginni. En ég er að fara í fjórða skiptið á tveimur árum núna í febrúar. Ég mæli með að borða, endalaust. Að versla hitt og þetta. Drekka kokteil á flottu „rooftoppi“ og fyrst og fremst rölta um og taka á móti brosunum og brosa til baka.“ Fullkomin blanda af slökun og borgarferð Björn Bragi Arnarson, uppistandari og fjölmiðlamaður „Barcelona er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þaðan á ég frábærar minningar. Mér finnst fullkomin blanda af borgarferð og slökun að fara til Barcelona. Hún býður upp á svo ótrúlega margt – þar eru góðir veitinga- staðir, litríkt mannlíf og enda- laust af skemmtilegum hlutum sem hægt er að gera. Svo er geggjað að fara bara á ströndina að gera ekki neitt. Ég á reyndar ennþá eftir að fara á Nou Camp að sjá Barcelona spila. Það er á dagskrá næst þegar ég heimsæki borgina. Ég gæti vel hugsað mér að búa í Barcelona í einhvern tíma í náinni framtíð. Mæli klárlega með henni sem áfangastað fyrir þá sem eiga eftir að fara þangað.“ Gæti vel hugsað sér að búa í Boston Egill Helgason fjölmiðlamaður „Það er breytingum undirorpið hvaða borgum maður er hrifinn af, bæði breytist maður sjálfur og borgirnar breytast – og svo fer þetta líka eftir því hvað er efst í minningunni. Einu sinni hefði ég sagt París, en svo fór mér að finnast Berlín skemmtilegri og þá borgir í Bandaríkjunum og líka Istanbul. Núna er mér Boston efst í huga, fjölskyldan dvaldi þar síðasta sumar, við leigðum íbúð í Back Bay-hverfinu og leið afar vel. Boston er ekki sérlega stór borg, maður getur hæglega gengið um miðbæinn þveran og endilangan. Hún er þægileg, góðar almenningssamgöngur, það er engin þörf á að vera á bíl. Þetta er ein mesta háskólaborg í heiminum, það er mikið af ungu fólki sem færir borginni líf og kraft. Það þýðir ekki lengur að spyrja mig um næturlíf í borgum og hvað varðar veitingahús þá hef ég ekki mikinn áhuga á dýrum eða snobbuðum stöðum. Í Boston er hins vegar mikið tónlistarlíf – á því hef ég áhuga og þar lifa enn góðar bókabúðir þar sem er gaman að gramsa. Þetta er borg sem ég gæti vel hugsað mér að búa í.“ Ástfangin af London og San Diego Edda Björgvinsdóttir leikkona „Uppáhaldsborgin mín er London. Þar bjó ég með fjölskyldunni minni og kynntist allt annarri hlið á dásemdinni en til dæmis blasir við túristum. Uppáhaldsstaðirnir mínir eru Hampstead Heath sem er undurfallegt hverfi sem minnir helst á lítið sveitaþorp með gömlum tignarlegu húsunum og ósnertum gróðursælum svæðum. Þar eru pínulitlar búðir og yndisleg veitingahús að ógleymdum pönnukökuvagninum sem selur bestu pönnukökur í heimi! Ég elska líka Camden-markaðinn, Covent Garden-markaðinn, Portobello-mark- aðinn og Old Spitalfields-markaðinn. Uppáhalds veitingastaðurinn minn í London er May Flower, kínverskur staður á Shaftsbury Avenue. Hann er ekkert sérlega fallegur og smá hlandlykt alltaf í forstofunni – en ég fæ aldrei nóg af „Aromatic Crispy Duck“ sem er sú besta sem ég hef smakkað – og hef ég þó prófað þennan rétt víða. Það er allt á sig leggjandi fyrir þessa útgáfu af brabra, jafnvel að þjónarnir hreyti í mann og fleygi hnífapörunum í fangið á manni! Ég er líka ástfangin af San Diego í Kaliforníu. Þar bjó ég um tíma og fékk aldrei nóg af fallegu ströndinni, La Jolla Cove-hverfinu sem ég sakna óendanlega mikið. Dásamlega fallegt gamalt aristókratahverfi og eitt besta köfunarsvæði í Bandaríkjunum. Gaslamp Quarter og Seaport Village eru líka staðir sem ég verð að fá að heimsækja aftur og Old Town San Diego er heimur sem hægt er að drekka í sig endalaust.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.