Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Qupperneq 70

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Qupperneq 70
70 fólk Helgarblað 15. desember 2017 Óþekkt ættar- tengsl hin hliðin Þekkir hugarheim kvenna betur en nokkur annar Sparkspekingurinn geðþekki Hjörvar Hafliðason hefur síðustu misserin haslað sér völl sem útvarpsmaður en hann ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni stýrir morgunþættinum „Brennslan“ á FM 957 við miklar vinsældir. Hjörvar samþykkti að sýna lesendum DV á sér hina hliðina. Ef þú þyrftir að breyta, hvað mynd- irðu vilja heita eða vera annað en þú ert? Ég myndi helst vilja vera Kani af suður-amerískum ættum og vera kallaður Tony Rodriguez. Hverjum líkist þú mest? Hef heyrt marga segja að ég og Brad Pitt séum óþægilega líkir. Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Að mér sé illa við Færeyinga. Það er fjarri sannleikanum, margir af mínum bestu vinum eiga skyldfólk í Færeyjum. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Mannasiði. Hvað viltu að standi skrifað á leg- steininum þínum? Hér hvílir Vörðvar, maður þjóðarinnar, síðasti vinur Suðurnesj- anna, vinur litla mannsins, Dr. Football og The Hardest Working man in Showbiz. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? „Return of the Mack“ með Mark Morrison. Lag frá 96. Hvað ætti ævisagan þín að heita? Númer eitt. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? „The Last Boy Scout“ frá árinu 1991. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Rendur á gallabuxum. Hverjum geturðu best hermt eftir? Ég er frábær sem Dr. Phil, Lars Lagerback og Ólafur Ragnar. En mín besta er Guðmundur Þ. Harðarson sundlýsir. Hverjum geturðu ekki hermt eftir? Bubba Morthens. Alveg glatað. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Rússi að tala ensku. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Syni mínum að tala ensku við ömmu sína. Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest? Ekkert. Ég þekki hugarheim kvenna betur en nokkur annar. Les þær eins og opna bók. Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma? Þegar fótboltamarkmönnum var bannað að taka boltann upp með höndum eftir sendingu frá samherja. Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Roxette í Kaupmanna- höfn fyrir nokkrum árum. Þá hafði Marie heilsu. En ekki lengur. Þetta tækifæri er farið. Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt? Ekki er jakki frakki nema síður sé. Aldrei fundist þetta fyndið. Hver eru þín helstu afrek í útvarpi? Ég er mjög stoltur af þeim Kittí Magg, Brjáni Breka og Auðunni Guðrúnarsyni. Fyndnast finnst mér þó þegar ég tók fyrir sögu Buttercup. Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik? Starship Troopers. Í hverju ertu góður sem þú vilt kannski ekki monta þig af? Ég get drukkið marga Guinness á stuttum tíma. Hef ekki heyrt að neinum finnist það frábært. sigurvin@dv.is A lþingi Íslendinga var sett með pomp og prakt í vik- unni. Alls taka nítján nýir þingmenn sæti á löggjaf- arþinginu en þrettán þeirra hafa aldrei gegnt þingmennsku áður. Einn hinna splunkunýju þing- manna er Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir. Halla Signý er fædd á Fla- teyri en hefur frá árinu 2005 gegnt stöðu fjármálastjóra Bolungarvík- ur. Hún skaust óvænt inn á þing á loka- metrum alþing- iskosninganna og óskaði eftir ársleyfi frá störfum sínum í fram- haldi af því. Sögðu gárungar að í ljósi tíðra þingkosninga undan- farið þá hafi Halla Signý ákveðið að fara öllu með gát. Það sem færri vita er að Halla Signý er systir Jóhannesar Krist- jánssonar, dáðustu eftirhermu landsins, en systkinin eru frá bænum Brekku á Ingjaldssandi. Jóhannes hefur gert mörgum þjóðþekktum einstaklingum skil en ein frægasta túlkun hans er eflaust dáðasti sonur Fram- sóknarflokksins, Guðni Ágústs- son. Það kom því skemmtilega á óvart þegar Jóhannes og Guðni tóku höndum saman og fóru að bjóða upp á skemmtidagskrá undir yfirskriftinni „Orginalinn og eftirherman“. Sýningar tví- menninganna hafa notið mik- illa vinsælda um allt land og virðist ekkert lát vera á. Eftirherman og þingmaðurinn Halla Signý Kristjánsdóttir Hundar Jóhönnu fastráðnir starfsmenn n Íbúar á Sóltúni hæstánægðir n Hundarnir sinna mikilvægu starfi J óhanna Bjarndís Arapinowicz hefur starfað sem sjúkraliði á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í tæp fjórtán ár. Undanfar- in misseri hafa hundarnir hennar tekið virkan þátt í starfinu og eru tveir þeirra orðnir fastráðnir starfs- menn á Sóltúni. „Það var íslensk tík í iðjuþjálfun- inni áður en hún starfaði bara á þeirri deild. Svo vildi það til að ég tók að mér Chihuahua-tík sem hét Móna en hún kom af hræði- legu heimili og fékk ég leyfi hjá yf- irmanni mínum til þess að taka hana með mér í vinnuna til þess að kenna henni að vinna upp traust. Sýna henni að það væru ekki allir vondir í heiminum,“ segir Jóhanna Bjarndís í viðtali við DV. Jóhanna segir að íbúar Sóltúns hafi fallið kylliflatir fyrir Mónu og andrúmsloftið á vinnu- staðnum lifnað við. „Þetta var því ekki bara endurhæfing fyr- ir Mónu heldur einnig íbúana. Margir sem búa á Sóltúni eru með Alzheimer og hafa ekki verið í beinum samskiptum lengi og eru því orðnir fjarrænir, en þegar Móna kom fóru þeir allt í einu að horfa á hundinn, klappa henni, snerta og strjúka.“ Stuttu síðar drapst tíkin sem hafði verið í iðjuþjálfuninni og fékk Jóhanna þá leyfi til þess að mæta reglulega með Mónu með sér í vinnuna og fékk hún í kjölfarið starfshundaskírteini og varð ein af mikilvægu starfsteymi Sóltúns. „Hún fékk svona hundakerru og á morgnana svaf hún á með- an við vorum í „rapporti“ og kom svo með mér inn á ganginn og þegar hún vildi og ef íbúarnir voru þannig stemmdir þá fór hún mjög oft upp í rúm til þeirra á morgnana og vakti þá með kossum og knúsi. Það var yndislegt.“ Móna fann vel á sér ef íbúarnir voru veikir og sóttist þá mikið í að vera hjá þeim. „Ég græjaði svona koll svo hún gæti hoppað sjálf upp í rúm og það veitti svo mikla hugarró fyrir íbú- ana þegar hún lá hjá þeim, yfirleitt með snertingu þannig að íbúinn gat sett höndina á hana og fundið fyrir henni.“ Huggun fyrir aðstandendur „Eitt skipti voru aðstandend- ur sem sátu á dánarbeði sem spurðu hvort þau mættu fá Mónu lánaða og fann hún það strax á sér að eitt- hvað væri að. Hún fór bara til þeirra og var hjá þeim í góðan klukku- tíma, bara sem huggun fyrir þau. Þannig að viðvera hundanna hefur einnig veitt aðstandendum mikið.“ Því miður veiktist Móna af floga- veiki og neyddist Jóhanna til þess að láta svæfa hana og fylgdi því mikill söknuður af starfsfólki og íbúum Sóltúns. Jóhanna tók svo við annarri Chihuahua-tík sem heitir Sunna en hún hafði einnig búið við erfið- ar aðstæður. Gekk Sunnu svo vel í starfi að haldin var afmælisveisla fyrir hana á Sóltúni þar sem öllum íbúum var boðið. „Það var útbúið boðskort handa íbúunum og þá sagði nú ein kon- an: „Jæja, nú hef ég upplifað allt, ég er að fara í hundaafmæli.“ Ég bak- aði kökur sem litu út eins og hund- ar, allt var skreytt og hundurinn var í kjól. Þetta var mikil hátíð. Því mið- ur er Sunna með bæklaða fætur og hefur því ekki úthald í allt labbið sem vinnan krefst svo þá bættist við sú þriðja, hún Emma litla.“ Emma litla er tveggja ára Chihu- ahua-tík og verður hún framtíðar- starfsmaður Sóltúns. Jóhanna segist í samtali við DV vinna fjóra daga í viku og mæt- ir Emma á aðra hverja vakt með- an verið er að venja hana við. Svo muni hún mæta á hverja vakt þegar aðlöguninni verður lokið. Hún seg- ir að allir íbúar hafi tekið vel í þetta fyrirkomulag enda veiti hundarnir annars konar félagsskap. „Ég vona að þetta verði miklu algengara og ég held það muni verða það. Mér finnst Sóltún vera magnað heim- ili að taka svona vel á móti dýrum. Á svona sambýlum verður fólk oft mjög innilokað og er starf hunds- ins svo mikilvægt. Hann lækkar blóðþrýsting, veitir íbúum gleði og hlátur, skapar endurminningar og örvar hug og líkama.“ n Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.