Morgunblaðið - 09.08.2017, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017
Ronnie Wood, gítarleikari hljóm-
sveitarinnar Rolling Stones,
greindist með lungnakrabbamein
fyrr á árinu. Frá þessu er greint á
vefsíðu The Guardian. Í læknis-
skoðun lýsti Wood fyrir lækni sín-
um verkjum sem hann líkti við
„brennandi sprengistjörnu í
vinstra lunganu“. Eftir fimm
klukkustunda aðgerð var lungað
fjarlægt úr Wood og þar sem æxl-
ið hafði ekki breiðst meira út er
hann nú talinn heilbrigður.
Wood segist aldrei hafa tekið til
greina að fara í efnameðferð
gegn krabbameininu, ekki þó
vegna þess að hann teldi það ekki
geta virkað heldur því hann gat
ekki hugsað sér að missa hárið.
„Þetta hár var aldrei að fara
neitt,“ sagði Wood við blaðamann
Daily Mail. „Kemur ekki til
greina. Ég treysti því bara að allt
yrði í lagi.“ Wood segist hafa
þurft að bíða í viku eftir niður-
stöðum úr læknisskoðuninni og að
mikil spenna hafi ríkt á meðan
hann beið. „Í heila viku hékk allt
á bláþræði og öllu hefði getað
verið lokið; tími kominn til að
segja bless.“ Jafnframt brýnir
Wood fyrir fólki að nauðsynlegt
sé að fara reglulega í lækn-
isskoðun til að fyrirbyggja upp-
byggingu krabbameins. „Fólk
verður að fara í skoðun. Virkilega
verður að fara í skoðun. Ég var
helvíti heppinn en ég hef líka allt-
af átt magnaðan verndarengil
sem vakir yfir mér. Í raun ætti ég
ekki einu sinni að vera hér
lengur.“ Gítarleikarinn hafði ver-
ið reykingamaður í um fimmtíu ár
en hafði hætt reykingum þegar
hann varð faðir tvíbura. Wood
skrifaði á Twitter að sér liði vel
og væri tilbúinn að hitta aðdá-
endur sína á tónleikaferðalagi í
næsta mánuði. Rolling Stones fer
á stúfana um Evrópu í september
og mun halda 14 tónleika. Engir
tónleikar verða þó haldnir í Bret-
landi vegna skorts á hentugum
tónleikastöðum því hinir ákjósan-
legustu hafa verið teknir frá í
tengslum við íþróttaviðburði.
Krabbinn úr Wood
AFP
Hárfagur Ronnie Wood gat ekki
hugsað sér að missa hárið.
Jazzhátíð Reykjavíkur 2017
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hið kunna og margverðlaunaða tríó
bandaríska djasspíanistans Freds
Hersch kemur fram á tónleikum á
Jazzhátíð Reykjavíkur í Eldborgar-
sal Hörpu á laugardagskvöldið kem-
ur, klukkan 20.30.
Fred Hersch er einn virtasti
djasspíanisti samtímans, fjölhæfur
og afar persónulegur túlkandi tón-
smíða annarra auk þess að vera
sjálfur mikilvirkur lagasmiður. Á
dögunum völdu gagnrýnendur
Downbeat-tímaritsins hann næst-
besta djasspíanista ársins, plötu
tríósins Sunday Night at the Van-
guard völdu þeir þriðju bestu djass-
plötu ársins og þá var tríóið sjálft
valið fjórða besta djasshljómsveitin.
Og til marks um aðrar viðurkenn-
ingar sem Hersch hefur hlotið á síð-
ustu misserum valdi Jazz Magazine
í Frakklandi hann „erlenda lista-
mann ársins“ og í fyrra hlaut hann
merk verðlaun, Doris Duke Artist
Award og 30 milljón króna verð-
launafé.
Hersch hefur verið í framvarðar-
sveit djassleikara í New York-borg
undanfarna áratugi en hann er ekki
bara þekktur fyrir hæfileika við
slaghörpuna heldur einnig fyrir bar-
áttu fyrir réttindum samkyn-
hneigðra. Hann er fyrsta djass-
stjarnan sem kemur út úr skápnum,
hann er HIV-smitaður og hefur
haldið fjölda fyrirlestra í skólum og
á öðrum vettvangi um þau mál. Eft-
ir mánuð gefur hið virta forlag Ran-
dom House út sjálfsævisögu hans,
Good Things Happen Slowly – A
Life In and Out of Jazz. Þar fjallar
Hersch auk tónlistarinnar um veik-
indi sín, en árið 2007 var hann í dái í
tvo mánuði af þeim sökum.
Lesum hugsanir hver annars
Þegar Hersch er spurður í símtali
hvað gestir muni upplifa á tónleik-
unum í Hörpu segir hann að þeir fé-
lagarnir, bassaleikarinn John
Hébert og trymbillinn Eric Mc-
Pherson, hafi nú leikið saman í átta
ár og þróað afar sterkt samband
skilnings og þekkingar á mögu-
leikum í samleik og á leik hver ann-
ars.
„Við lesum hugsanir hver annars.
Félagar mínir hafa báðir hæfileika
til að leika það sem mætti kalla
„beinlínu-djass“ yfir í meira ab-
strakt verk sem og fallegar ball-
öður. Í raun leikum við í tríóinu
býsna fjölbreytilega tónlist. Og ég
sem líka fjölbreytileg verk. Á tón-
leikunum verður góð blanda af mín-
um eigin lagasmíðum, við leikum
alltaf eitt lag eftir Monk, alltaf ein-
hverja ballöðu, stundum einhverja
standarda úr amerísku söngvabók-
inni og enn fremur stundum verk
eftir aðra mikilvæga djassleikara,
eins og Ornette Coleman eða
Wayne Shorter.
Ég ákveð ekki lagalistann fyrr en
við erum komnir á svið og byrjaðir
að spila – við vitum á hvaða lagi við
byrjum og annað ekki. Tónleikarnir
þróast þaðan, út frá stemningunni
og því hvað okkur langar að gera.“
– Meirihluti verkanna sem þið
flytjið venjulega er þínar eigin tón-
smíðar; ertu sífellt að semja?
„Já, það má segja það. Ég er
nýbúinn að semja nýjan skammt
fyrir tríóið, tólf eða þrettán lög, og
við prufuðum þau á tónleikum í síð-
ustu viku í Village Vanguard-
klúbbnum. Ég held þau hafi öll tek-
ist nokkuð vel. Og býst við því að við
munum leika einhver þeirra á Ís-
landi.“
Gæti leikið þau með
byssu við höfuðið
– Þú minntist á ameríska söngva-
safnið, „The American Songbook“-
svokallaða. Er það náma sem enda-
laust er hægt að sækja í?
„Ég leik ekki
á neinum aula-
tónleikum“
Tríó eins þekktasta djasspíanista
Bandaríkjanna, Freds Hersch, kemur
fram í Eldborgarsal Hörpu á laugardag
Hersch er þekktur baráttumaður
fyrir réttindum samkynhneigðra
Djassmaðurinn „Á tónleikunum verður góð blanda af mínum
eigin lagasmíðum, við leikum alltaf eitt lag eftir Monk, alltaf
einhverja ballöðu, stundum einhverja standarda úr amerísku
söngvabókinni,“ segir Fred Hersch um tónleikana í Hörpu.