Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017
Sigurður Gylfi Magn-ússon, prófessor viðsagnfræði- og heim-
spekideild Háskóla Íslands,
á 60 ára afmæli í dag. Hann
er þekktastur fyrir ein-
sögurannsóknir sínar en í
þeim er lögð áhersla að
rannsaka smá samfélög,
einstaka atburði eða ein-
staklinga, og þá oftast of-
urvenjulegt fólk eða ofur-
óvenjulegt fólk. Það má
segja að námskeiðin tvö
sem Sigurður Gylfi verður
með í HÍ í haust tengist ein-
sögunni og fræðilegum
áherslum hans á umliðnum árum:
„Annað námskeiðið heitir því óvenjulega nafni „Fríkfræði; af-
brigðilegir, úrhrök og jaðarhópar – rannsóknir á hinu óvenjulega.“
Það fjallar eins og nafnið bendir til um fólk sem hefur átt við einhvers
konar fötlun að stríða eða hefur kosið að binda bagga sína öðrum
hnútum en samferðamennirnir. Horft er sérstaklega til 19. aldar og
fram á þá 20. Á því tímabili í sögunni var víða að finna í Evrópu og í
Bandaríkjunum það sem var nefnt „Freak shows“ þar sem fólk sem
var á einhvern hátt óvenjulegt var hreinlega haft til sýnis, öðrum til
skemmtunar en vísindin fengu einnig mikinn áhuga á fólki sem var of
stórt eða of lítið, samvaxið eða hvernig sem það nú var. Við höldum
oft að samtíminn standi mikið sterkar siðferðilega en fortíðin en í dag
höldum við enn sýningar á fólki eins og vinsælir sjónvarpsþættir
sanna.
Hitt námskeiðið heitir „Menning og blekking – vald, samfélag,
fólk.“ Það fjallar um átök um menninguna, um hvað er deilt í því sam-
bandi og hvaða hagsmunir eru í húfi. Það er alltaf verið að blekkja
með frásögnum um fortíðina og sagnfræðingar hafa vissulega tekið
þátt í slíkum blekkingarleik.“
Sigurður Gylfi er á leiðinni til Helsinki með fjölskyldunni, eigin-
konu sinni, Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur, prófessor í hagfræði við
HÍ, og fóstursyni sínum Pétri Bjarna, 15 ára, til að fylgjast með ís-
lenska karlalandsliðinu, bæði í fótbolta og körfubolta. „Pétur Bjarni
spilar körfubolta með KR og við erum báðir miklir KR-ingar. Ég hélt
afmælisveislu um síðustu helgi og fékk frá þeim mæðginum hand-
prjónaða lopapeysu sem lítur út eins og KR-búningur með KR-
merkinu framan á. Þetta er algjör kjörgripur og listaverk sem Sonía
Egilsdóttir, formaður Kvenfélags Hringsins, prjónaði. Ég hlakka til
að fara á KR-völlinn í henni, á næsta heimaleik.“
KR-ingur Sigurður Gylfi í KR-peysunni.
Heldur áhugaverð
námskeið í haust
Sigurður Gylfi Magnússon er sextugur í dag
V
algarður Hilmarsson
fæddist á Fremstagili í
Langadal 29.8. 1947 og
ólst þar upp við öll al-
menn sveitastörf. Hann
gekk í farskóla Engihlíðarhrepps en
að öðru leyti í skóla lífsins, hefur sótt
nokkur námskeið og stjórnunarnám
í Háskólanum á Akureyri.
Valgarður var bóndi á Fremstagili
á árunum 1970-2004 en þá fluttu þau
hjónin til Blönduóss og hafa búið þar
síðan.
Valgarður fékk ungur áhuga á fé-
lagsmálum. Hann var formaður ung-
mennafélagsins Vorboðans og Bún-
aðarfélags Engihlíðarhrepps,
gegndi síðan formennsku í Ung-
mennasambandi Austur-Húnvetn-
inga og í stjórn Búnaðarsambands
Austur-Húnavatnssýslu. Þá stjórn-
aði hann slátrun í sláturhúsi SAH á
Blönduósi í nokkur ár.
Valgarður varð oddviti Engihlíð-
arhrepps 1974 og þar til sveitarfé-
lagið sameinaðist Blönduósbæ árið
2002, en eftir sameininguna varð
hann forseti bæjarstjórnar í hinu
sameinaða sveitarfélagi og hefur
verið það síðan, með fjögurra ára
hléi. Hann hyggst því ljúka 40 ára
sveitarstjórnarstarfi næsta vor.
Valgarður var oddviti og fram-
kvæmdastjóri Héraðsnefndar Aust-
ur-Húnvetninga um langt árabil og
sat í sýslunefnd þar á undan. Hann
var formaður rekstrarnefndar
Húnavallaskóla um nokkurn tíma,
skólanefndarformaður Tónlistar-
skóla Austur-Húnvetninga í mörg
ár, formaður sjúkrahússtjórnar í
nokkur ár, starfaði lengi að mál-
efnum fatlaðra, var formaður svæð-
isstjórnar málaflokksins á Norður-
landi vestra og formaður byggða-
samlagsins Róta. Auk þess hefur
Valgarður starfað í ýmsum nefndum
innan héraðs.
Valgarður sat í stjórn Sambands
íslenskra sveitarfélaga í 12 ár og í
ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveit-
arfélaga í 20 ár en því fylgdu störf í
Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstj. Blönduósbæjar – 70 ára
Hjónin Hér eru þau Valgarður og Vilborg í stóðsmölun á Laxárdal.
Syngjandi bóndi, gæfu-
og félagsmálamaður
Fjölskyldan Valgarður og Vilborg með börnum, tengda- og barnabörnum.
Mosfellsbær Elsa María
Björnsdóttir fæddist á
Landspítalanum 16. febr-
úar 2017 kl. 20.48. Hún
vó 3.750 grömm og var
50 cm löng. Foreldrar
hennar eru Sólbjört Ósk
Jensdóttir og Björn
Gunnar Rafnsson. Á
myndinni er Elsa María
með stóru systur sinni,
Emelíu Ósk.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.iswww.gilbert.is
SJÓN ER SÖGU RÍKARI !