Morgunblaðið - 29.08.2017, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Kammerkórinn
Schola cantorum
hefur haldið
vikulega mið-
vikudagstónleika
í Hallgríms-
kirkju í sumar
undir stjórn
Harðar Áskels-
sonar. Í hádeg-
inu á morgun kl.
12 er komið að
lokatónleikum sumarsins. Á efnis-
skránni eru íslenskar kórperlur í
bland við uppáhaldsverk af verk-
efnaskrá kórsins.
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir
syngur einsöng í Ave María eftir
Sigvalda Kaldalóns við undirleik
Harðar og kórinn flytur Vökuró
eftir Jórunni Viðar í nýrri útsetn-
ingu eftir Hafstein Þórólfsson þar
sem Guðmundur Vignir Karlsson
tenór syngur einsöng.
Að tónleikunum loknum er gest-
um boðið upp á létta hressingu í
suðursal Hallgrímskirkju.
Lokatónleikar
sumars á morgun
Thelma Hrönn
Sigurdórsdóttir
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Ráðstefnan snýst um fræðigrein
sem á ensku kallast „Performance
Science“ þar sem meginviðfangsefnið
eru raunvísindarannsóknir á því fyr-
irbæri sem við köllum „perform-
ance“. Það er ekki auðvelt að færa
orðið „performance“ yfir á íslensku
en í þeim tilfellum sem það er notað
um sviðslistir, þ.e.
tónlist, leiklist og
dans, mætti
kannski nota orð-
ið „listflutn-
ingur“,“ segir
Pétur Jónasson
sem stendur að al-
þjóðlegu ráðstefn-
unni Inter-
national Sym-
posium on
Performance Science sem fram fer í
Hörpu dagana 30. ágúst til 2. sept-
ember. Ráðstefnan hefur verið haldin
á tveggja ára fresti frá árinu 2007 og
aðalskipuleggjandi hennar er rann-
sóknasetrið Centre for Performance
Science í Royal College of Music í
London, en það er starfrækt í sam-
vinnu við Imperial College London
og í ár verður Listaháskóli Íslands
gestgjafi.
Listir, íþróttir og læknisfræði
„Performance Science“ spannar
allt frá mjög nákvæmum og ítarleg-
um rannsóknum á því hvernig heilinn
starfar, taugalífeðlisfræði, og yfir í
það að skoða hvaða áhrif listflutn-
ingur hefur á samfélagið,“ útskýrir
Pétur. „Mest er þetta skoðað út frá
flytjendunum sjálfum og sérstök
áhersla lögð á þá sem ná lengst, með
það að markmiði að finna leiðir til að
þeir geti bætt sig enn meira. Hluti af
þessu snýr einnig að menntun og
hvernig flytjendur þróast í gegnum
ævina. Auk þess snúa þættir að
heilsufari, bæði andlegri og líkam-
legri heilsu, því fólk sem starfar við
þessar listgreinar er oft undir miklu
álagi.“
Pétur segir rannsóknirnar jafn-
framt hafa á undanförnum árum
færst yfir á önnur svið þar sem hlið-
stæður eru t.d. fundnar milli list-
greina og listflutnings, annars vegar
og íþrótta og læknisfræði, hins vegar.
Hvað fræðigreinina sjálfa varðar seg-
ir hann ekki vera langt síðan hún hafi
verið sérstaklega skilgreind.
90 fyrirlestrar á fjórum dögum
„Mér sýnist þetta vera rannsakað í
frekar litlum mæli ennþá hér heima
en ég er sem stendur í doktorsnámi
við Royal School of Music í London
og þannig tengist ég þessu. Ég er líka
sjálfur músíkant og kennari við
Listaháskóla Íslands svo ég er með
fæturna báðum megin. Prófessorinn
minn, Aaron Williamon, er sá sem
setti þessa ráðstefnu af stað fyrst árið
2007 og hún hefur síðan verið haldin á
tveggja ára fresti. Við stjórnum þess-
ari ráðstefnu hér saman,“ segir Pét-
ur.
Á ráðstefnunni verða haldnir 90
fyrirlestrar, 75 „poster“ kynningar,
sjö vinnustofur og þrjú málþing og
það allt á fjórum dögum.
„Það hefur aldrei verið meiri þátt-
taka, þarna verða 200 manns sem
eiga aðild að rannsóknum og þeir
koma frá 30 mismunandi löndum, alls
staðar að úr heiminum. Við verðum
með marga sali Hörpu í gangi -
Silfurberg A og B og Kaldalón, Rímu,
Stemmu og Vísu og þetta mun virka
þannig að það verða þrír fyrirlestrar í
gangi samhliða, nema þegar aðalfyr-
irlestrarnir fjórir eru í gangi, þá sam-
einast allir til þess að hlýða á þá,“
segir Pétur.
Keppnisróður og sjónrænn þátt-
ur tónlistarflutnings
Fyrsti aðalfyrirlesarinn er Íslend-
ingurinn Hilmar Bragi Janusson,
fyrrverandi forseti Verkfræði- og
raunvísindadeildar Háskóla Íslands,
og nefnist fyrirlestur hans „Assymm-
etry and symmetry of arts and
science“. „Hann ætlar að fjalla um
hliðstæðurnar í því hvernig listamenn
og vísindamenn hugsa, sem er afar
gott innlegg þarna alveg í byrjun.
Hann setur tóninn því þetta er í raun
vettvangur þar sem listir og vísindi
mætast,“ segir Pétur.
„Næsta dag er það Alison McGreg-
or, prófessor í lífaflfræði stoðkerf-
isins, frá Imperial College of London
sem ætlar að kynna 15 ára rannsókn
sem hún hefur gert á afreksfólki í
keppnisróðri. Rannsóknarteymið
hefur m.a. unnið með kvennaliðinu
breska sem vann gull á Ólympíu-
leikunum í Ríó og reynt að finna leiðir
til að hámarka árangur þess. Þau
skoða hvernig þetta afreksfólk fúnke-
rar bæði andlega og sérstaklega lík-
amlega og finna leiðir til að bæta ár-
angurinn og forðast meiðsli.
Þriðji fyrirlesarinn heitir Reinhard
Kopiez og er frá Hannover í Þýska-
landi. Hann fer inn á það hvernig við
metum tónlistarflutning og hvaða
áhrif sjónræni þátturinn hefur,
hvernig hægt er að mæla hvernig
fólk metur þegar það hlýðir á list-
viðburð,“ segir Pétur.
Prufuhljóðfærið er fiðlan
„Lokafyrirlesturinn er frá prófess-
or í Harvard sem heitir Steven
Schlozman. Hann líkir saman lækna-
vísindum og sviðslistum. Hann spyr
m.a: „Ef læknavísindi eru flutningur
(performance), hver er þá áhorfand-
inn?“ og stóra spurningin er hvernig
læknavísindin geta lært af listflytj-
endum.“
Pétur bendir á að enn hægt að skrá
sig á ráðstefnuna, bæði sé hægt að
skrá sig á hana alla eða einn og einn
dag. „Og meðan á þessu stendur
verður opin tilraunastofa fyrir al-
menning á fimmtudag og föstudag.
Þetta er mjög stórt þriggja ára al-
þjóðlegt rannsóknarverkefni um nýj-
ustu tækni við hljóðfærakennslu með
hljóð-, mynd-, vídeó- og hreyfitækni.
Prufuhljóðfærið er fiðlan og það á að
prufukeyra þetta allt þarna í Hörpu.
Fólki er velkomið að koma og þótt
það hafi aldrei spilað nótu á fiðlu má
taka upp eina slíka og prófa, þá sér
fólk strax hvernig það stendur sig,“
segir Pétur og hlær. „Þarna verða
tveir mjög frægir fiðluleikarar frá
London sem munu sýna þetta, auk
nokkurra fremstu fiðluleikara okkar
Íslendinga sem ætla að koma og
prófa.“
„Þar sem listir og vísindi mætast“
Ráðstefnan International Symposium on Performance Science hefst í Hörpu á morgun
90 fyrirlestrar, 75 kynningar, sjö vinnustofur og þrjú málþing á fjórum dögum
Sýndarveruleiki Fiðlunemi við Royal College of Music í London leikur fyrir „sýndar-áheyrendahóp“ í sérstökum hermi sem hefur verið útbúinn af vís-
indamönnum við Centre for Performance Science. Í honum geta nemendur æft sig ýmist í að leika á tónleikum eða fyrir sýndar-nefnd í áheyrnarprufu.
Tækin eru gagnvirk og öll umgjörð mjög raunveruleg, að sögn Péturs. Hann segir Imperial College Business School nýta sér þetta umhverfi til að þjálfa
nemendur í að koma fram á blaðamannafundum, kynningum, sjónvarpsviðtölum o.þ.h. Hermirinn nefnist á ensku Performance Simulator.
Pétur Jónasson