Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@
vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is
// Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Ásta
Kristín Hólmkelsdóttir, sími 421 0001, asta@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll
Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@
vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök
// Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið asta@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á
mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er
á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá
kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift
inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur
frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta.
Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á
vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM 01–15
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM 16–52
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM 53–55
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM 56–63
FJÁRMUNIR EKKI
VEITTIR FYRIR
HEILSUEFLANDI
SAMFÉLAG
Frístunda- og menningarnefnd
Grindavíkur lýsir yfir von-
brigðum sínum með að fjár-
munum sé ekki veitt í verkefnið
Heilsueflandi samfélag fyrir
árið 2018. Þetta kemur fram í
fundargerð nefndarinnar frá 1.
nóvember sl. Nefndin leggur til
að unnið verði að framgangi þess
innan þeirra stofnana sveitar-
félagsins sem geta tekið upp
hugmyndafræði Heilsueflandi
samfélags. Sviðstjóra er falið að
vinna áætlun um hvernig hægt
sé að vinna að framgangi verk-
efnisins þrátt fyrir skort á fjár-
munum og að sótt verði um til
landlæknisembættisins.
Með rúmt kíló af
kókaíni innvortis
Lögreglan á Suðurnesjum rann-
sakar nú fíkniefnamál þar sem í
hlut á erlendur karlmaður á fimm-
tugsaldri. Hann reyndist hafa inn-
vortis eitt mesta magn fíkniefna sem
lögregla hefur séð, eða rúmlega eitt
kíló af kókaíni í 106 pakkningum.
Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi.
Það var 22. nóvember síðastliðinn sem
tollgæslan stöðvaði manninn við kom-
una til landsins. Hann var þá að koma
frá Frankfurt. Lögregla var kvödd til
þar sem grunur lék á að maðurinn
væri með fíkniefni innvortis. Hann
var færður til röntgenmyndatöku og
kom þá í ljós að hann var með mikið
magn af aðskotahlutum innvortis sem
reyndust vera kókaínpakkningarnar
ofangreindu.
Umræddur maður hefur áður komið
við sögu lögreglu í Belgíu vegna fíkni-
efnamála þar.
Flugvél lent vegna
veiks ungbarns
Lenda þurfti flugvél á Kefla-
víkurflugvelli í vikunni sem
leið vegna veikinda ungbarns
sem var um borð í henni.
Vélin var á leið frá Þýskalandi til
Bandaríkjanna og voru læknar um
borð. Í öryggisskyni var ákveðið að
lenda henni hér og var barnið flutt
með sjúkrabifreið á vökudeild Barna-
spítalans í Reykjavík.
Landgöngubrú
ók á vinnuvél
Það óhapp varð á Keflavíkurflugvelli
að landgöngubrú var ekið á kyrr-
stæða og mannlausa vinnuvél. Verið
var að aka brúnni að flugstöð Leifs
Eiríkssonar þegar óhappið varð.
Atvikið átti sér stað í síðustu viku.
Vinnuvélin valt við áreksturinn og
brotnuðu við það framrúða og speg-
ill á henni. Einnig voru sjáanlegar
skemmdir á landgöngubrúnni.
Umsóknum eftir félagslegu húsnæði
í Reykjanes hefur fjölgað frá því í
fyrra. Árið 2016 voru 86 umsóknir
eftir félagslegu húsnæði en í ár eru
þær 98.
Í hópi einstaklinga sem bíða eftir fé-
lagslegu húsnæði í dag eru um tuttugu
á biðlista og búa þeir á heimilum að-
standenda, vina eða kunningja, en það
eru tímabundin úrræði þar til lausn
finnst að sögn Heru Óskar, sviðsstjóra
velferðarsviðs Reykjanesbæjar. „Það
er lítil hreyfing á íbúðum sem losna
í félagslega kerfinu og það er einn-
ig mikil samkeppni á leigumarkaði.
Mikil fólksfjölgun hefur átt sér stað
og því er erfitt að fá leigt,“ segir Hera
í samtali við Víkurfréttir.
Farið var yfir stöðuna á biðlistum eftir
félagslegu húnæði í Reykjanesbæ á
fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar
þann 27. nóvember sl. Þar kom fram
að 98 umsóknir séu á biðlista eftir
almennum íbúðum og 67 umsóknir
eftir íbúðum aldraðra. Fjöldi umsókna
aldraðra eru nánast sá sami á milli
ára, í október í fyrra voru umsókn-
irnar 69 en 67 í nóvember á þessu ári.
„Við bíðum núna eftir húsnæðistefnu
sveitarfélagsins en þeir sem eru í
mestu neyðinni á hverjum tíma eru
í forgangi,“ segir Hera. Velferðarráð
lagði einnig til að umsókn um stofn-
styrk til bygginga nemendaíbúða á
Ásbrú verði samþykkt þegar sam-
þykki Keilis liggur fyrir um stofnun
húsnæðissjálfseignarstofnunar.
Langir biðlistar eftir
félagslegu húsnæði
Aðstandendur áskorunar, um að
ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja verði opin allt árið um
kring, afhentu Halldóri Jónssyni,
forstjóra HSS, lista með rúmlega
2.500 undirskriftum íbúa svæðisins
fyrr í vikunni. Árskoruninni er beint
til HSS og Embættis landlæknis.
Í áskoruninni kemur fram að sumar-
lokun ljósmæðravaktarinnar valdi
barnshafandi konum og fjölskyldum
þeirra óöryggi, óþægindum og jafnvel
tekjuskerðingu. Það sé ólíðandi í svo
stóru heilbrigðisumdæmi og það að
vísa barnshafandi konum á svæðinu
til Reykjavíkur vegna sumarlokana sé
brot á lögum um heilbrigðisþjónustu.
„Við erum mjög ánægð með mót-
tökurnar sem við fengum á HSS og
jákvætt viðmót stjórnenda. Við von-
umst eftir því að sjá góðar breytingar
á næsta ári og að þessi þrýstingur skili
sér í heilsársopnun á fæðingardeild
HSS,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir,
sem er í forsvari fyrir áskorunina, í
samtali við Víkurfréttir.
Þá segir Halldór fullan skilning ríkja
í framkvæmdastjórn HSS gagnvart
umræddri kröfu og að við gerð rek-
staráætlunar HSS fyrir komandi
ár hafi verið lögð fram beiðni um
fjárveitingu til þess að þetta verði
að möguleika. „Ef það fæst í gegn í
fjárlögum og okkur gengur vel að fá
starfsfólk til starfa er allur vilji hjá
okkur að skerða ekki þjónustu ljós-
mæðravaktarinnar.“
Berglind vill hvetja íbúa til að skrá sig í
stuðningshóp ljósmæðravaktar HSS á
Facebook en þar verður haldið áfram
að skoða hvort og hvað hópurinn geri
næst.
Berglind Ásgeirsdóttir og Sigurlaug Arna Sævarsdóttir afhentu undirskriftalistann. Halldór Jónsson
forstjóri, Ingibjörg Steindórsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Jónína Birgisdóttir, deildarstjóri
Ljósmæðravaktar, veittu listanum viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar.
Þúsundir bæjarbúa skrif-
uðu undir áskorunina
-Brot á lögum að vísa barnshafandi konum
til Reykjavíkur vegna sumarlokana
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018 til og með 2022 var samþykkt
með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 5. desember
sl. Er þetta í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem full samstaða er um fjár-
hagsáætlun. Áætlunin er til 2022 til samræmis við aðlögunaráætlun
Reykjanesbæjar sem gildir til og með árinu 2022 og fjárhagsáætlun
þarf að taka mið af.
Nokkrar breytingar urðu á A hluta
bæjarsjóðs á milli fyrri umræðu
og seinni umræðu og fór Kjartan
Már Kjartansson bæjarstjóri yfir
þær breytingar á bæjarstjórnar-
fundinum. Áætlað er að tekjur
A-hluta bæjarsjóðs verði 13,905
milljarðar en gjaldaliðir 12,272 og
framlegðin því 1633 milljónir. Aðrir
liðir eru óbreyttir. Rekstrarniður-
staða A-hluta bæjarsjóðs eftir fjár-
magnsgjöld og afskriftir er áætluð
rúmlega 394 milljónir.
Forsendur fjárhagsáætlunar Reykja-
nesbæjar fyrir árin 2018 til og með
2022 eru að mestu leyti byggðar á
þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem
birtist í maí 2017.
Nokkrir óvissuþættir eru í áætlun,
s.s íbúaþróun til næstu ára, sem
hefur verið fordæmalaus á undan-
förnum mánuðum og meiri en
annarsstaðar, breytingar í starf-
semi Helguvík varðandi stóriðjur,
skipakomur og fleira henni tengdu.
Gert er ráð fyrir að helstu niður-
stöður í A og B hluta árið 2018 verði
þessar:
Að tekjur samstæðunnar verði
tæpur 21 milljarður króna. Að
gjöldin verði rúmlega 16 milljarða
króna. Framlegð verður því 4,6
milljarða króna. Afskriftir í sam-
stæðunni verði 1.333 milljónir
króna. Niðurstaða án fjármagnsliða
verði rúmlega 3,2 milljarða króna.
Að teknu tilliti til fjármagnsgjalda
og hlutdeildar minnihluta og óreglu-
legra liða og tekjuskatts þá verði
rekstrarniðurstaða samstæðunnar
934 milljónir í afgang.
Meðal helstu verkefna ársins 2018
eru:
Aukin áhersla á viðhald gatna.
Framkvæmdir við fyrsta áfanga
Stapaskóla í Dalshverfi. Ný vinnu-
brögð vegna breytingar á persónu-
verndarlöggjöf. Nýtt launakerfi. Efl-
ing þjónustu við aldraða, m.a. með
auknu samstarfi við heilbrigðis-
þjónustuna, Félag eldri borgara og
Öldungaráð Suðurnesja. Fjölgun
stíga, gönguleiða og opinna svæða.
Færa Rokksafn Íslands nær nútím-
anum. Flutningur heilsuleikskólans
Háaleitis í nýtt húsnæði og fjölgun
deilda. Stækkun Háaleitisskóla í
kjölfarið. Bætt þjónusta í íþrótta-
og tómstundarmálum, m.a. hærri
hvatagreiðslur og þjálfarastyrkir.
Aukið samstarf barnaverndar og
fræðsluskrifstofu vegna barna sem
glíma við skólaforðun. Innleiðingar,
þróun og eftirfylgni eignarskrár og
birgðakerfis.
GERT RÁÐ FYRIR 934
MILLJÓNUM Í AFGANG
HJÁ REYKJANESBÆ