Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 60
60 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg.
Rauk heim í fýlu
Í lokaleik mótsins 1973 mætti Keflavík
liði Breiðbliks. Leikurinn endaði 4-4
og var Hooley mjög ósáttur við þá
niðurstöðu. „Að fá á sig fjögur mörk
í leik er bara ekki ásættanlegt. Ég
var mjög óánægður með strákana í
þessum leik“. Að öðru leyti vildi hann
ekki tjá sig um leikinn þegar hann var
spurður um hann. Keflavíkurliðið
skoraði 68 mörk í öllum keppnum
1973 og fékk eingöngu á sig ellefu.
Þessi fjögur mörk á móti Breiðablik
sátu því greinilega í Hooley sem eftir
leik rauk í burtu af vellinum og þaðan
heim til sín. Þegar leikmennirnir fóru
heim til hans til að reyna að sann-
færa hann um að koma á lokahófið
sem haldið var í boðið bæjarstjórans
um kvöldið sagði konan hans að það
þýddi ekkert að reyna að ræða við
hann. Þetta sýnir ágætlega það mikla
keppnisskap sem Hooley bjó yfir en
gefur líka ágæta mynd af þeim skap-
gerðarbrestum sem fylgdu.
Hooley var í raun ennþá ósáttur við
liðið þegar kom að lokaleikjum tíma-
bilsins sem voru Evrópuleikir gegn
Hibernian. Hann fór á undan liðinu til
Englands og að sögn var hann ennþá
hálf fúll og þurr á manninn þegar
hann kom til móts við liðið. Það varð
því úr að hann kæmi ekki með liðinu
til Íslands í seinni leikinn. Samkvæmt
fréttum á þessum tíma gerði hann
munnnlegt samkomulag við KR inga
um að taka við liði þeirra fyrir tíma-
bilið 1974. Það gekk þó ekki eftir og
hann tók við þjálfun Molde í Noregi
og fannst mörgum KR ingum þeir
illa sviknir af því. Hann endist þó
ekki lengi hjá Molde og hætti á miðju
tímabili. Fyrir tímabilið 1975 tók hann
aftur við stjórn Keflavíkur enda höfðu
leikmenn margir sagt að þeir söknuðu
agans og fyrirkomulagsins sem Ho-
oley hafði unnið eftir. Hlutirnir gengu
þó ekki eins fyrir sig seinna skiptið
sem hann tók við Keflavík og hann
hætti með liðið fljótlega. „Það var
meiri afskiptasemi af liðinu frá stjórn-
endum þegar ég kom til baka og það
sætti ég mig ekki við. Stemningin í
kringum liðið var önnur en hún hafði
verið 1973. Ég horfi þannig á fótbolta
að menn eigi alltaf að stefna að því að
vera bestir. Ef þú vilt ekki vera bestur,
hvers vegna ertu þá að þessu?“ Hooley
hafði líka orð á því að hann hefði ekki
fengið krónu borgaða og það hefði
verið ástæða þess að hann hætti 1975
en erfitt er að fá það staðfest nú 44
árum seinna og forsvarsmenn Kefla-
víkur höfnuðu þessum ásökunum í
fjölmiðlum á sínum tíma. Óháð því
má augljóslega greina það á öllum
sem tala um Hooley í dag að hann
hafði mikil og jákvæð áhrif á knatt-
spyrnuna í Keflavík þegar hann kom
og staðreyndin situr eftir að hann er
síðasti þjálfarinn sem gerði liðið að
Íslandsmeisturum.
Hooley þjálfaði hjá Lilleström í Nor-
egi undir lok áttunda áratugarins
og gerði þá tvisvar að meisturum en
hætti á þriðja tímabilinu sínu vegna
ósættis við stjórn. Síðasta lið sem
hann þjálfaði var Skeid í Noregi en
þegar hann hætti þar 1986 hætti hann
afskiptum af þjálfun fyrir fullt og
allt. Hooley býr núna í Barnsley í
Englandi og virkaði ótrúlega hress í
samtölum miðað við 79 ára gamlan
mann. Hann hefur fylgst með íslenska
landsliðinu í fótbolta með miklum
áhuga síðustu ár og er afskaplega
hrifinn af því sem er að gerast hjá
liðinu um þessar mundir.
Eiginkonur gullaldarknattspyrnumanna Keflavíkur hafa verið saman í saumaklúbbi í tæpa hálfa öld.
Stofnuðu saumaklúbb í London fyrir leik gegn Tottenham. Stunda laufabrauðsgerð og baka smákökur
Presturinn stöðvaði æfingu á föstudaginn langa
Eiginkonur síðustu Íslandsmeistara
Keflavíkur 1973 muna vel eftir
Joe Hooley, þjálfara liðsins þetta
magnaða ár. „Þetta var skemmti-
legur tími en það gekk á ýmsu, hann
rauk heim í fýlu og mætti ekki í
fagnaðinn um kvöldið þegar liðið
varð Íslandsmeistari. Við munum
líka vel eftir því þegar hann var með
æfingu á föstudaginn langa og það
var ekki vinsælt í bæjarfélaginu og
gekk svo langt að sóknarpresturinn
okkar þá, hann Björn Jónsson, kom
og stöðvaði æfinguna,“ sögðu þær
stöllur í saumaklúbbi sem hefur
verið lýði í 46 ár. Þær skvísur voru
við laufabrauðsgerð á heimili
einnar þeirra, Þorbjargar Óskars-
dóttur, þegar Víkurfréttir litu við.
Með Þorbjörgu í saumaklúbbnum
eru þær Sigurbjörg (Bagga) Gunn-
arsdóttir, Svanlaug Jónsdóttir, Mar-
grét Lilja Valdimarsdóttir, Sigrún
Ólafsdóttir og Guðrún Aðalsteins-
dóttir.
„Tíminn þegar þeir voru í fótbolt-
anum var yndislegur. Við höfum hist
reglulega sem saumaklúbbur síðan
1971 og við vorum fleiri í honum
um tíma,“ segja þær aðspurðar eftir
nánari fréttum af fjörinu með fót-
boltastrákunum, gullaldardrengj-
unum í Keflavík. Saumaklúbburinn
var stofnaður í London þegar Kefla-
víkingar voru að mæta Tottenham
í Evrópukeppninni í knattspyrnu.
Þáverandi þjálfari, Einar Helgason,
vildi endilega líma konurnar saman í
klúbbi til að auka á samheldni hóps-
ins og það varð úr.
„En við fengum ekki að gista með
þeim á hóteli. Þjálfarinn vildi ekki
fá konurnar inn á hótel fyrir leik,“
segja þær og hlægja og ein bætir við:
„Við fórum í margar ferðir til útlanda
með strákunum í Evrópukeppni. Það
var mjög skemmtilegt en við héldum
svo hópinn og höfum í gegnum tíðina
farið víða hér heima. Á þessum árum
var sett upp fjölskylduferð á Laugar-
vatn þar sem aðstaða var til að taka
á móti öllum hópnum. Við höfum
líka farið í eftirminnilegar ferðir, t.d.
í Fljótavíkina vestur á fjörðum nú í
seinni tíð. Þar sigldum við í fjögurra
metra öldum en ferðin var frábær í
yndislegu umhverfi.“
Hooley besti þjálfarinn
- segir Jón Ólafur Jónsson, sóknarmaður í Keflavíkurliðinu en
hann vann allta Íslandsmeistaratitla með liðinu og var einnig
í bikarmeistaraliðinu 1975
„Hooley er besti þjálfari
sem ég hafði á ferlinum.
Það er engum blöðum
um það að fletta. Kall-
inn var stórkostlegur
og kenndi okkur mikið
í fótbolta,“ segir Jón
Ólafur Jónsson, einn
Gullaldarleikmanna Kefla-
víkur. Jón Ólafur var sókndjarfur
í Keflavíkurliðinu og lék lengst
allra á gullöld Keflavíkur. Hann
var í öllum Íslandsmeistaraliðum
Keflavíkur frá 1964 til 1973 og svo
var hann í bikarmeistaraliðinu
1975. Jón Óli lauk ferlinum sem
„afi“ í boltanum árið 1977 en þá var
hann orðinn 37 ára. Hann segir að
koma Englendingsins Hooley hafi
verið gæfuspor fyrir Keflvíkinga.
„Maðurinn var ótrúlega einbeittur,
hann var bara einn fótbolti. Hann
var jú skapmaður og rauk í fússi
eftir 4-4 jafntefli á móti Breiðabliki
sem var fallið úr deildinni, í síðasta
leiknum okkar þetta magnaða ár
1973. En hann vissi sínu viti. Við
töpuðum bara einum leik allt tíma-
bilið og það var úrslitaleikurinn
gegn Fram í bikarkeppninni. Hooley
var ekki svo ósáttur eftir
þann leik þó hann hafi
ekki verið ánægður að
tapa. Hann sagði að við
hefðum lagt okkur fram
en Framarar hefðu bara
leikið betur í þessum leik
sem endaði í myrkri. Hann
var mjög óánægður með
frammistöðu okkar gegn Blikum
og sagði að við hefðum sýnt knatt-
spyrnunni lítilsvirðingu með kæru-
leysi og frammistöðu okkar. Það má
taka undir það að við vorum ekki
með einbeitinguna í lagi en hluti
af þeirri ástæðu kann að vera sú
að við vorum búnir að vinna mótið
án þess að tapa leik og Blikar voru í
neðsta sæti og fallnir. Hann gat ekki
sætt sig við það og rauk þess vegna
í burtu. Það var upphafið að enda-
lokum þjálfunar hans hjá okkur,“
segir Jón Óli þegar hann rifjar þetta
upp fyrir blaðamanni Víkurfrétta
en bætir svo við: „Það er alltaf talað
um Joe Hooley þegar minnst er á
gullöld knattspyrnunnar í Keflavík.
Við vorum allir leikmennirnir sam-
mála því að við hefðum aldrei haft
annan eins þjálfara á ferlinum.“
Það er alltaf talað um Joe
Hooley þegar minnst er á
gullöld knattspyrnunnar
í Keflavík. Við vorum allir
leikmennirnir sammála
því að við hefðum aldrei
haft annan eins þjálfara á
ferlinum.
Platti upp á vegg hjá Þorbjörgu eiginkonu Einars Gunnarssonar, fyrirliða Keflavíkur 1975 þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn.
Einar skoraði sigurmarkið. Á stærri myndinni er verið að leika knattspyrnu á fótboltavelli við kirkjuna, nokkuð fyrr en þegar gullaldardrengir
Keflavíkur voru við æfingar. Presturinn þurfti þá að fara lengra til að stöðva æfingu hjá Joe Hooley og gullaldardrengjunum.
Gullaldarkonurnar, f.v.: Sigurbjörg (Bagga) Gunnarsdóttir, Svanlaug Jónsdóttir, Margrét Lilja
Valdimarsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Þorbjörg Óskarsdóttir.
Steinar Jóhannsson var markahrellir í gullaldarliði
Keflavíkur. Hér er hann með Jóhanni syni
sínum í félagsheimili Keflavíkur eftir útgáfu
Keflavíkurblaðsins sl. sumar þar sem viðtalið
við Hooley birtist fyrst.
Hooley leiðbeinir Ólafi Júlíussyni fyrir Evrópuleikinn í Edinborg í Skotlandi. Karl Hermansson fylgist með.
Bagga, Svanlaug og Guðrún í laufabrauðs-„skrautgerð“.
Þorbjörg og Svanlaug við steikingu í bílskúrnum.
Allt eftir kúnstarinnar reglum.