Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 16
16 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. „Við megum ekki borða kjöt á aðfangadag. Við erum með þrettán rétti á borðinu og þurfum að smakka alla þessa rétti,“ segir Karolina Krawczuk um pólskar hefðir á jólunum hjá fjölskyldunni sinni, en stórfjölskyldan ver jólunum saman. Aðspurð hvernig mat þau borði á að- fangadag nefnir hún meðal annars steikta ýsu og einhvers konar „kál- rétt“. „Þetta er allt gott, nema síldin, ég borða hana aldrei, en aðrir í fjöl- skyldunni gera það.“ Einnig er boðið upp á einhvers konar jarðarberjagraut og þá er heldur ekki leyfilegt að neyta áfengis á aðfangadag. Áður en fjölskyldan borðar segja fjöl- skyldumeðlimir við hvert annað hvers vegna þau séu þakklát fyrir hvert annað. „Elsta manneskjan á borðinu fer svo með bæn og þá megum við borða.“ Á hverju ári stillir fjölskyldan upp auka diskasetti á borðinu ef ske kynni að óvæntur gestur banki upp á. „Í gamla daga var víst labbað á milli þorpanna og þegar veðrið var slæmt var bankað. Ef ske kynni að einhver banki, þá erum við með laust diska- sett á borðinu og eigum að segja já. En það er enginn að fara að banka á Íslandi.“ Karolina segist ekki mjög trúuð, en þetta séu hefðir sem hún var alin upp við. „Amma býr hér og hún er geðveikt trúuð. Hún fylgir þessum reglum ennþá.“ Eftir matinn fer Karolina, þar sem hún er næst elst af ungmennunum, fram með börnin og þau horfa á myndbönd saman. Á meðan mætir jólasveinninn á heimilið og setur allar gjafirnar undir tréð. Á jóladag hittist fjölskyldan svo aftur nýtur þess að vera saman. „Það er bara eins og matarboð. Við spilum saman og megum borða það sem við viljum, þá eru engar reglur varðandi matinn.“ Eftir það horfir fjölskylda Karolinu á jólamyndina Home Alone, en það er orðin árleg hefð. VF -m yn d: Só lbo rg Karolina Krawczuk hefur búið á Íslandi í ellefu ár en fjölskyldan hennar fylgir hefðum heimalandsins, Póllands, yfir hátíðirnar Þrettán réttir á boðstólum á aðfangadag ❱❱ Engin Þorláksmessa ❱❱ Þrettán grænmetis- og fiskréttir ❱❱ Auka diskasett á borðinu fyrir óvæntan gest ❱❱ Jólasveinninn setur pakkana undir tréð eftir matinn Gunnar Hörður Gunnarsson er menntaður stjórnmálafræðingur og almannatengill, en hann segist þó fyrst og fremst vera FS-ingur. Síðan í febrúar 2017 hefur hann starfað við stafræna miðlun og almannatengsl fyrir Markaðsstofu Reykjaness. Gunnari finnst jólin snúast um bland af samveru með fjöl- skyldunni og góðum mat. Hann ætlar að verja jólunum með tengdafjölskyldu sinni og gefa til góðgerðamála. Hvar ætlar þú að verja aðfanga- degi? „Ég og Perla, kærastan mín, munum eyða aðfangadeg- inum í Kópavoginum heima hjá foreldrum hennar. Tengda- mamma gerir truflaða sveppa- sósu með hamborgarhryggnum og er alltaf með heimagerðan ís í eftirrétt. Rosalega kósý og ég hlakka mikið til.“ Ertu byrjaður að kaupa jóla- gjafir? „Já, byrjaður en ekki búinn. Ég gef ekki margar gjafir og þetta tekur vanalega ekki mjög langan tíma.“ Ertu með einhverjar hefðir um jólin? „Hefðirnar hafa tekið svolitlum breytingum síðustu ár. Lengst af horfðum ég og bróðir minn á einhverja jólateiknimynd, oftar en ekki var Mickey’s Christmas Carol fyrir valinu. Þegar ég vann í Bláa Lóninu fannst mér svo mjög næs að vinna fyrir hádegi í gestamóttökunni, þá komu ekki mjög margir en þeir sem komu voru mjög glaðir, ætli fjöldi gesta hafi ekki eitthvað aukist síðan það var. Í dag höfum við Perla farið með tengdó í heimsókn í kirkju- garðinn og svo farið og fengið okkur heitt kakó með fjölskyld- unni. Það er mjög hátíðleg og jólaleg hefð sem ég hef komið mér inn í.“ Hvað verður í matinn á að- fangadag? „Geri ráð fyrir að það verði hamborgarhryggur og heimagerður jólaís í eftir- rétt. En átta mig núna á því að ég hef ekki fengið það staðfest. Fer kannski að spyrjast fyrir…“ Er eitthvað hér á Suðurnesjum sem þú mælir með að fólk nýti sér/geri um jólin? „Það er nátt- úrulega ótrúlega margt spenn- andi í gangi. Duus húsin eru orðin sérstaklega jólaleg og ég mæli með því að kíkja þangað í heimsókn ef það vantar upp á jólaskapið. Annars er ég líka mikill matgæðingur og finnst jólin svolítið snúast um bland af samveru með fjölskyldu og vinum og rosa góðum mat. Ég geri ráð fyrir að fara út að borða einhvern góðan jólamat yfir hátíðarnar með fjölskyld- unni hér á Suðurnesjum, mæli sterklega með því.“ Ætlarðu að láta eitthvað gott af þér leiða um jólin? Ef svo er, hvernig? „Ég hef vanalega gefið til góðgerðarmála, mál- efni flóttamanna hafa verið mér mjög hugleikin síðustu tvö ár svo ég mun finna einhverja leið í ár til þess að styðja við verkefni sem aðstoða flótta- menn á einhvern hátt. Að gefa peninga er þó ekki eina svarið en mörg félög hér á Íslandi taka glöð á móti sjálfboðaliðum í kringum hátíðarnar, sjálfur hef ég nokkrum sinnum aðstoðað við úthlutanir hjá Mæðra- styrksnefnd en það er ekki erfitt verk en mjög gefandi. Svo er ég mjög mikið jólabarn og reyni að smita jólagleðina ótrú- lega mikið frá mér, það hlýtur að leiða til einhvers góðs.“ Reynir að smita frá sér jóla- gleði og aðstoða flóttamenn Sama dag og tendrunin átti sér stað, sl. sunnudag 3. des., voru tuttugu og sjö ár frá því Sandgerði fékk kaupstaðaréttindi. Sigrún Árnadóttir, bæjar- stjóri Sandgerðis, fór að- eins yfir sögu Sandgerðis sem er merkilegt. „Við eigum góðan bæ sem í býr gott fólk. Fólkinu hefur fjölgað mikið á síðustu misserum og ég vil bjóða nýja íbúa sem hér eru sérstaklega velkomna og óska þess að hér líði ykkur vel. En eins og allir vita er samfélagið hér mun eldra en 27 ára, fólk hefur búið hér öldum saman. Í gegnum tíðina hafa bæði bæjarmörkin og stærð bæjarins breyst nokkuð og nafn bæjarins líka. Einu sinni hét sveitarfélagið Rosm- hvalaneshreppur og náði þá alla leið frá Garðskaga inn að Vogastapa. Fyrir 421 ári síðan, árið 1596 var bærinn, eða hreppurinn, minnkaður en hét þó áfram Rosmhvalaneshreppur næstu 290 árin. Fyrir 131 ári síðan, árið 1886 var Rosmhvalaneshreppi skipt í tvennt eftir endilangri Miðnes- heiði. Hét nyrðri hlutinn áfram Rosmhvalanes- hreppur, en syðri hlutinn Miðneshreppur. Fyrir 27 árum síðan var Miðneshreppi breytt í Sandgerðisbæ þann 3. desember 1990. Og fyrir aðeins nokkrum dögum síðan var samþykkt í kosningum meðal íbúanna að breyta stærð sveitarfélagsins og verður þá gamli Rosmhvalaneshreppurinn sam- einaður á ný og verðum við þá næst stærsta bæjarfélagið á Suðurnesjum. Þetta eru áhugaverðir tímar og von- andi verður ánægjulegt fyrir okkur að vera þátttakendur í því að byggja upp nýtt, stórt og öflugt sveitarfélag. Og það er mjög mikilvægt að við stöndum öll saman um að búa til samfélag þar sem okkur getur öllum liðið vel og sem við getum verið stolt af. Þrátt fyrir að við sameinumst Garði þá búum við sem hér erum áfram í Sand- gerði og þeir sem eiga heima í Garði búa í Garði. En þegar við hittumst hér aftur eftir ár verður komið nýtt nafn á sveitarfélagið okkar,“ sagði Sigrún. -Löng samfélagssaga í Rosmhvalaneshreppi Nýtt nafn að ári Frá tendrun jólatrésins í Sandgerði. VIÐTAL Sólborg Guðbrandsdóttirsolborg@vf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.