Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 43

Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 43
43VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinn- ar þarf varla að kynna fyrir okkur Íslendingum en hann ásamt hljóm- sveit sinni mun stíga á stokk á Fish House þann 16. desember nk. klukkan 22. Jónas sjálfur kom fyrst fram með Sólstrandagæjunum sem nutu mikilla vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar en hann, ásamt Ritvélum framtíðar- innar, hafa getið af sér gott orð og eru þekkt fyrir lifandi flutning, texta sem lætur engan ósnortinn og tónlist sem hrífur fólk með sér. Hljómsveitin gaf út „live“ plötu í vor og mun hún taka ýmis lög sveitarinnar á tónleikum sínum á Fish House. „Þetta verður svakalega gaman, þau munu eflaust taka sín vinsæl- ustu lög, Jónas er með bakraddir og blásturshljóðfæraleikara og eru þau átta saman í hljómsveitinni. Við ákváðum að halda þessa tónleika í byrjun nóvember þannig að fyrirvar- inn var frekar stuttur. Hljómsveitin hefur komið einu sinni áður fram í Grindavík en það var á Sjóaranum Síkáta, þá kom hún fram ásamt Fjalla- bræðrum, lúðrasveit Þorlákshafnar og kór Vestmannaeyja. Þeir tónleikar voru risastórir og flottir, þau eru svo hress og skemmtileg á sviði og ég bíð spenntur,“ segir Kári. Stebbi Jak, söngvari Dimmu, og Andri Ívars gítarleikari koma fram á Fish House þann 14. desember. Þar munu þeir spila jólalög, þungarokk, hug- ljúfar ballöður, poppmúsík og allt þar á milli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar koma fram á Fish House og hefur alltaf myndast skemmtileg stemning þegar þeir mæta til Grinda- víkur. Hreindýraborgarinn hans Kára hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og margir hafa beðið spenntir eftir komu hans og hefur verið ágætis jólatraffík hjá Kára og félögum í desember. Þann 30. desember nk. mætir grind- víska hljómsveitin Hált í Sleipu á Fish House en í henni eru gamalreyndir tónlistarmenn úr Grindavík sem nutu mikilla vinsælda á meðal bæjarbúa fyrir „nokkrum“ árum síðan. Þar munu þeir rifja upp gamla takta og halda uppi skemmtilegri stemningu. Á gamlárskvöld verður síðan opið hús og DJ á staðnum til að halda uppi fjörinu. Miðasala er í fullum gangi á tónleika Jónasar og Ritvéla framtíðarinnar á midi.is. Á tónleikunum verður einnig hægt að kaupa „best of“ plötu sem inniheldur öll vinsælustu lög Jónasar ásamt lifandi upptökum og áður óút- gefnu efni. Hreindýr og tónleikahald á Fish House Fish House hefur fengið létta yfir- halningu en staðurinn geymir margar góðar minningar í hjörtum íbúa Grindavíkur og jafnvel annarra Suðurnesjamanna. Kári Guðmundsson hefur verið duglegur að halda tón- leika á árinu og hefur meðal annars Mugison, Greta Salóme, Stebbi Jak, Valdimar og fleiri stigið á stokk á staðnum. Jólavertíðin er á fullu núna og hinn sívinsæli hreindýraborgari er á matseðlinum og mun hann vera það á meðan á jólahátíðinni stendur eða fram að þrettándanum. Blaða- maður Víkurfrétta hitti Kára, eiganda Fish House í Grindavík, snemma að morgni en kvöldið áður hafði Kári eldað mat fyrir hundrað hressar kvenfélagkonur í Grindavík. Þetta verður svaka- lega gaman, þau munu eflaust taka sín vinsælustu lög. VIÐTAL Rannveig Jónína Guðmundsdóttirrannveig@vf.is - lægra verð Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í desember Apótekarinn Keflavík Suðurgötu 2 S: 421 3200 Apótekarinn Fitjum Fitjum 2 S: 534 3010 Apótekarinn Keflavík Þorláksmessa 23. desember kl. 10–23 Aðfangadagur 24. desember kl. 10–12 Jóladagur 25. desember LOKAÐ Annar í jólum 26. desember kl. 10–14 27. desember kl. 10–19 Gamlársdagur 31. desember kl. 10–12 Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ Þriðjudagur 2. janúar 2018 kl. 10–19 Apótekarinn Fitjum Þorláksmessa 23. desember kl. 12–16 Aðfangadagur 24. desember LOKAÐ Jóladagur 25. desember LOKAÐ Annar í jólum 26. desember LOKAÐ Gamlársdagur 31. desember LOKAÐ Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ Þriðjudagur 2. janúar 2018 kl. 10–18 Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í desember. Fjöldi glæsilegra tilboða og kaupauka fyrir jólin. Hlökkum til að sjá ykkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.