Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 59
59ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg.
Aðspurður um hvernig upplifun
hans af Íslandi hefði verið þegar
hann kom fyrst sagði Hooley;
„Veðrið á íslandi var öðruvísi en ég
hafði gert ráð fyrir. Það var minni
snjór en þetta var í fyrsta skipti á æv-
inni sem ég hafði séð lárétta rigningu.
Það var oft ótrúlega vindasamt og
furðulegar aðstæður til knattspyrnu-
iðkunar. En gæðin í leikmönnunum
voru mjög góð og betri en ég hafði
gert ráð fyrir“.
Þróaðri aðferðir en þekktust
Hooley var þekktur fyrir að vera mjög
taktískur þjálfari og leggja mikið upp
úr því að æfa föst leikatriði. Undir
hans stjórn voru allar hreyfingar leik-
manna inná vellinum æfðar fyrir leik
og innköst og hornspyrnur sköpuðu
fjölmörg mörk og hættuleg færi. „Eftir
að hafa kynnt mér allt það sem var
að gerast í þjálfun í Englandi og víðar
hafði ég fastmótað hugmyndir um
hvernig mætti ná árangri í fótbolta
og þá þarf liðið að virka sem ein heild.
Að mínu mati voru þjálfunaraðferðir
mínar þróaðri heldur en flest allt
annað sem var að gerast í fótbolt-
anum á þessum tíma“. Á þeim tíma
sem Hooley kom til landsins vissu
allir að það væri mikill efniviður í
liðinu en með komu Englendingsins
tóku menn eftir stakkaskiptum á
liðinu. Fyrir mótið 1973 voru allir
fjölmiðlar vissir um að Keflavíkurliðið
yrði meistari um sumarið.
Ekki voru allir sáttir við þá ákvörðun
stjórnar Keflavíkur að fá erlendan
þjálfara til liðsins og fannst það
móðgun við íslenska knattspyrnu og
íslenska þjálfara en álit manna breytt-
ist fljótt eftir að Hooley hóf störf.
„Íslenskir þjálfarar á þessum tíma
voru margir hverjir frekar takmark-
aðir. Eingangrun landsins var meiri á
þessum tíma og því dýrt og erfitt fyrir
þjálfara að sækja sér reynslu og þekk-
ingu erlendis. Ég krafðist hundrað
prósent einbeitingar af mínum leik-
mönnum og að þeir höguðu sér eins
og atvinnumenn þar sem allir væru
að vinna að sama takmarki. Tilfinning
mín var sú að það væri ekki endilega
þannig alls staðar. Góður árangur í
föstum leikatriðum var að mörgu
leyti því að þakka að við hugsuðum
meira um þessa hluti en önnur lið.
Fótbolti er ekki síður andleg íþrótt
en líkamleg og leikmenn verða að
sýna andlegan styrk á æfingum og
leikjum til þess að ná árangri.
„Völlurinn er um 100 metrar á lengd
og 50 á breidd. Það eru bara 11 leik-
menn í hvoru liði og því er umtalsvert
pláss sem þarf að vinna á í hverjum
leik. Ég horfði þannig á að ef við
pressum liðin ofarlega þá minnkum
við plássið sem þeir hafa til að spila
á. Ef við færum svo liðið skipulega
á milli hlíðarlína þá minnkum við
völlinn enn meira sem eykur lík-
urnar á því að við vinnum boltann
á hættulegum stað. Ef við vinnum
boltann inná vallarhelmingi and-
stæðinganna þá er mun auðveldara
að setja upp hættulegar sóknir sem
eykur líkurnar á að skora mörk. En
til að svona leikaðferð gangi upp þarf
liðið allt að vinna saman og menn
þurfa að þekkja sín hlutverk.“
Tóku verkefnið alla leið
Áhrif Hooley á þá leikmenn sem voru
að spila á þessum tíma voru mikil og
einn fyrrum leikmaður sagði að hann
hefði áttað sig á því að hann vissi ekki
hvað fótbolti var fyrr en Hooley kom.
Sjálfur sagði Hooley við leikmennina
á sínum tíma að hann kynni ekki að
þjálfa annað en atvinnumenn og því
yrðu þeir að haga sér þannig ellegar
gera eitthvað annað. „Leikmennirnir
voru frábærir 1973. Þeir lögðu mikið
á sig til að ná þeim árangri sem þeir
náðu og sýndu það líka í sínu persónu-
lega lífi að þeir væru til í að taka verk-
efnið alla leið. Ég var mjög ánægður
með viðhorfið hjá þeim“.
En hvaða leikmenn standa upp úr
nú 44 árum eftir að hann var með
liðið? „Hryggjasúlan í liðinu var mjög
sterk. Þorsteinn markvörður var yfir-
burðamarkvörður á þessum tíma og
gat náð eins langt og hann vildi. Mið-
verðirnir voru sterkir og Steinar (Jó-
hannsson) í fremstu víglínu skoraði
að vild. Þetta er leikmaður sem lið í
dag eru að borga 100 milljónir punda
fyrir þó hann gerði ekkert nema að
skora mörk. Hann hafði náttúrulegt
markanef. Hann var alltaf mættur
á rétta staði, eins og hann finndi á
sér hvert boltinn kæmi. Svo kláraði
hann þau færi sem hann fékk, það
sem við köllum í Englandi „Johnny
on the Spot“. Besti leikmaðurinn var
þó líklega Guðni Kjartansson. Hann
var alger fyrirmyndar leikmaður og
hagaði sér eins og atvinnumaður
og hafði mjög góða fótboltahugsun.
Hann skildi leikinn betur en flestir.
En allt liðið var frábært, það var mikil
eining í þeim og liðsheildin til fyrir-
myndar. Það voru sjö leikmenn liðsins
í íslenska landsliðinu á þessum tíma
sem sýnir gæðin.
Hooley mundi ekki öll nöfnin á leik-
mönnunum en þessi tími er honum
þó augljóslega ennþá í fersku minni.
Hápunkturinn á ferlinum
- segir Þorsteinn Ólafsson, markvörður Keflvíkinga um árið með Hooley
„Hooley hafði yfirburðaþekkingu á knattspyrnu og nýtti sér
það til fullnustu þegar hann þjálfaði Keflavíkurliðið. Hann
var magnaður persónuleiki og mjög ákveðinn,“ segir Þor-
steinn Ólafsson, aðal markvörður Keflavíkurliðsins á gull-
aldarárum þess.
Þorsteinn varð fastamaður í Kefla-
víkurmarkinu þegar liðið varð Ís-
landsmeistari í annað skiptið, árið
1969. Hólmbert Friðjónsson, þjálfari
var ekki alveg sáttur með gang mála
í markinu hjá liðinu í byrjun tímabils
og gerði Þorstein að aðal markverði
en hann var þá aðeins 18 ára gamall.
Þorsteinn segir að þetta ár þegar Joe
Hooley þjálfaði Keflavíkurliðið sé
líklega eftirminnilegasta árið hans
í knattspyrnunni. „Hann kom með
nýja nálgun á knattspyrnuna, var
mjög einbeittur og kenndi okkur
mjög margt nýtt. Hluti sem þekktust
ekki í íslenskri knattspyrnu,“ segir
Steini þegar hann er beðinn um að
rifja upp tímann með enska þjálfar-
anum.
Skipulag og föst leikatriði
skilu árangri
Hooley var ekki heldur með neina
aukvisa í höndunum heldur lið sem
hafði verið í topbaráttunni meira
og minna í áratug og orðið Íslands-
meistari í þrígang á níu árum. Skipu-
lag, agi og miklar æfingar var það
sem Keflvíkingar fengu
frá þeim enska. „Hann
skipulagði allan okkar leik,
sérstaklega í vörn og föstum leik-
atriðum. Það vissu allir hvar þeir
áttu að vera og hvað þeir áttu að
gera. Árangurinn skilaði sér mjög
fljótt. Við vorum með gríðar sterka
vörn og við skoruðum flest mörkin
okkar eftir hornspyrnur eða auka-
spyrnur. Ólafur Júlíusson tók nær
allar spyrnur og þótti vera með ná-
kvæmnina og spyrnugetuna enda
nákvæmur málari,“ segir Þorsteinn
og hlær og bætir við: „Hann þjálfaði
okkur eins og við værum atvinnu-
menn, bætti við æfingum og tók
ekki tillit til þess hvort það voru há-
tíðisdagar eða frídagar eða hvort við
þyrftum að stunda vinnu eða nám.
Við tókum því eins og karlmenn og
árangurinn lét ekki á sér standa.“
Strunsaði heim í fýlu
Þorsteinn segir að Hooley hafi kennt
sér mikið í markvörslu. „Mér fór
mikið fram hjá honum. Hann kom
með nýjungar í markvörslu eins
og svo mörgu fleiru. Hann
tók aukaæfingar með mér
og kenndi mér mikið. Ég
man t.d. að hann vildi
að ég stæði ekki á mark-
línunni í hornspyrnum
eins og tíðkaðist, heldur
vildi að ég færi nokkur skref
út í teig. Þannig gæti ég bæði
hlaupið inn í markið ef boltinn kæmi
þangað en hefði einnig betri mögu-
leika á að grípa boltann lengra úti
í teig.
Þetta ár var magnað en endirinn
var ekki nógu skemmtilegur. Við
gerðum 4-4 jafntefli við Breiðablik,
neðsta liðið í deildinni, í lokaleiknum
í Keflavík. Við fengum jafn mörg
mörk á okkur eins og allt tímabilið.
Þetta var bara einbeitingarleysi hjá
okkur því við vorum löngu búnir
að vinna mótið. Kallinn varð brjál-
aður og strunsaði heim, var ekki
viðstaddur verðlaunaafhendinguna
og tók ekki þátt í meistarafagnað-
inum um kvöldið. En þetta var frá-
bær tími og hápunktur á mínum
ferli og hjá Keflavíkurliðinu. Við
unnum alla leiki og mót ársins
nema bikarkeppnina en þar töp-
uðum við í framlengdum úrslita-
leik á Laugardalsvelli og Framarar
skoruðu sigurmarkið þegar komið
var fram í myrkur. “
Kallinn varð brjálaður og
strunsaði heim, var ekki
viðstaddur verðlaunaaf-
hendinguna og tók ekki
þátt í meistarafagnaðinum
um kvöldið.
Hooley einbeittur á svip.
+ Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS
fyrir 15. janúar 2018 I www.igs.is
Icelandair Ground Service er hjartað sem knýr æðakerfi Keflavíkurflugvallar. Við tökum á móti
farþegum alls staðar að úr heiminum. Hlutirnir þurfa að ganga fljótt og vel fyrir sig á fjölfarinni,
alþjóðlegri skiptistöð og hver einasti starfsmaður okkar skiptir þar miklu máli.
Okkur vantar kraftmikið og þjónustulundað fólk í fjölbreytt og skemmtileg störf við farþega
afgreiðslu. Unnið er á breytilegum vöktum.
Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að
sækja undirbúningsnámskeið.
HÆFNISKRÖFUR:
n 20 ára lágmarksaldur
n Stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði
n Almenn ökuréttindi
n Góð tungumála og tölvukunnátta
n Samskiptahæfni, reglusemi og stundvísi
VILTU VINNA ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR?
Störf í farþegaafgreiðslu IGS
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Helgihald og viðburðir í
Njarðvíkurprestakalli
Ytri-Njarðvíkurkirkja.
Samverustund fyrir syrgjendur
14. desember kl. 20 í umsjá
þjónandi presta á Suðurnesjum.
Stefán H. Kristinsson leikur á orgel
kirkjunnar. Allir velkomnir.
Jólaball 17. desember kl.11.
Dansað í kringum jólatré.
Jólasveinn mætir og gefur
börnunum eitt hollt og gott.
Allir velkomnir, stórir og smáir.
Aðventusamkoma 17. desember
kl. 17. Fram koma m.a. Már
Gunnarsson sem m.a. eigin lög,
Karitas Harpa syngur, kór kirkjunnar
syngur og leiðir söng við undirleik
Stefáns Helga Kristinssonar
organista ásamt fleiri atriðum.
Frítt inn og allir velkomnir.
njardvikurkirkja.is