Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg.
Einar Jón Pálsson, Jónína Magnúsdóttir og Jónína Holm
verða fulltrúar Sveitarfélagsins Garðs í nefnd sem hefur
það verkefni að undirbúa sameiningu Sveitarfélagsins
Garðs og Sandgerðisbæjar. Ólafur Þór Ólafsson, Hólm-
fríður Skarphéðinsdóttir og Daði Bergþórsson verða
fulltrúar Sandgerðis í nefndinni.
Undirbúningur að stofnun nýs sveitarfélags, sbr. 122. gr.
sveitarstjórnarlaga, er nú að fara í gang eftir að sameining
Garðs og Sandgerðis var samþykkt í íbúakosningum í
sveitarfélögunum þann 11. nóvember sl.
Sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli skulu hver um sig
velja tvo til þrjá
fulltrúa til setu í sérstakri stjórn til undirbúnings að
stofnun hins nýja sveitarfélags.
Sveitarfélagið Garður
hefur fengið úthlutað
byggðakvóta vegna fisk-
veiðiársins 2017 til 2018.
Með bréfi dagsettu 21.
nóvember sl. tilkynnti
Atvinnuvega-og ný-
sköpunarráðuneytið að
Sveitarfélagið Garður fái
úthlutað byggðakvóta 300 þorsk-
ígildistonnum fyrir yfirstandandi
fiskveiðiár.
50% úthlutaðs byggðakvóta verði
skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa
sem uppfylla skilyrði reglugerðar
604/2017 og lönduðu
botnfiskafla á fisk-
veiðiárinu 2016/2017
og 50% verði skipt hlut-
fallslega, til sömu skipa,
miðað við landaðan botn-
fiskafla í tegundum sem
hafa þorskígildisstuðla, í
þorskígildum talið á tíma-
bilinu 1. september 2016 til 31. ágúst
2017. Jafnframt er ítrekað að þar
sem ekki er löndunarhöfn í Garði
verði fullgilt að fiskiskip landi afla
í öðru sveitarfélagi, en til vinnslu
í Garði.
Í kjölfar bilunar í flutningskerfi Landsnets sunnudags-
kvöldið 5. nóvember 2017, sem olli víðtæku rafmagns-
leysi á Suðurnesjum, ítrekar bæjarráð Sveitarfélagsins
Garðs eftirfarandi bókun sem gerð var á aðalfundi
Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016, en þar
var skorað á ráðherra að beita sér fyrir auknu öryggi
í raforkumálum á Suðurnesjum:
„Mikilvægt er að Suðurnesjalína 2 verði reist sem fyrst.
Flutningsgeta núverandi línu er fullnýtt og hamlar nú-
verandi kerfi uppbyggingu á svæðinu. Suðurnesjalína 1 er
eina tenging Reykjanesskagans við meginflutningskerfi
Landsnets og hafa bilanir á henni valdið straumleysi.
Það er ekki ásættanlegt m.a. með tilliti til þess að eini
alþjóðaflugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum.
Mikið álag veldur enn frekari hættu á truflunum á raforku-
flutningum, sem og getur valdið tjóni hjá notendum. Það
er brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi
að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst.“
Í erindi frá Hollvinafélagi Unu
Guðmundsdóttur til bæjarstjórnar
Garðs, dagsettu 12. nóvember sl.,
er lögð áhersla á að hið fyrsta verði
lokið við endurbætur á Sjólyst og
unnið að úrbótum á umhverfi
hússins.
Sjólyst var heimili Unu Guðmunds-
dóttur, oft nefnd Völva Suðurnesja.
Húsið stendur í Gerðum í Garði en
undanfarin misseri hefur verið
unnið að uppbyggingu menningar-
seturs í anda Unu.
Samþykkt var samhljóða á síðasta
fundi bæjarstjórnar Garðs að fela
bæjarstjóra og skipulags- og bygg-
ingarfulltrúa að sjá til þess að fram-
kvæmdum við húsið verði lokið hið
fyrsta.
Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja eftir að bifreiðir þeirra skullu saman á Reykja-
nesbraut skammt vestan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar
í liðinni viku.
Báðir fundu til verkja í höndum og hnjám en höggið var
það mikið að líknarbelgir í báðum bílunum sprungu út.
Bílarnir voru óökufærir og fjarlægðir með dráttarbifreið.
Brimið sverfur klettastálið við Valahnjúk VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Ljúka framkvæmdum
við Sjólyst hið fyrsta
Sjólyst í Garði á árum áður. Una Guðmundsdóttir í dyragættinni.
300 tonna byggða-
kvóti í Garðinn
Óöruggt flutningskerfi
raforku á Suðurnesjum
Undirbúa sameiningu Garðs og Sandgerðis
Harður árekstur við flugstöðina
Frá árekstrinum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. VF-myndir: Hilmar Bragi