Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Einar Jón Pálsson, Jónína Magnúsdóttir og Jónína Holm verða fulltrúar Sveitarfélagsins Garðs í nefnd sem hefur það verkefni að undirbúa sameiningu Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar. Ólafur Þór Ólafsson, Hólm- fríður Skarphéðinsdóttir og Daði Bergþórsson verða fulltrúar Sandgerðis í nefndinni. Undirbúningur að stofnun nýs sveitarfélags, sbr. 122. gr. sveitarstjórnarlaga, er nú að fara í gang eftir að sameining Garðs og Sandgerðis var samþykkt í íbúakosningum í sveitarfélögunum þann 11. nóvember sl. Sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli skulu hver um sig velja tvo til þrjá fulltrúa til setu í sérstakri stjórn til undirbúnings að stofnun hins nýja sveitarfélags. Sveitarfélagið Garður hefur fengið úthlutað byggðakvóta vegna fisk- veiðiársins 2017 til 2018. Með bréfi dagsettu 21. nóvember sl. tilkynnti Atvinnuvega-og ný- sköpunarráðuneytið að Sveitarfélagið Garður fái úthlutað byggðakvóta 300 þorsk- ígildistonnum fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. 50% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði reglugerðar 604/2017 og lönduðu botnfiskafla á fisk- veiðiárinu 2016/2017 og 50% verði skipt hlut- fallslega, til sömu skipa, miðað við landaðan botn- fiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tíma- bilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Jafnframt er ítrekað að þar sem ekki er löndunarhöfn í Garði verði fullgilt að fiskiskip landi afla í öðru sveitarfélagi, en til vinnslu í Garði. Í kjölfar bilunar í flutningskerfi Landsnets sunnudags- kvöldið 5. nóvember 2017, sem olli víðtæku rafmagns- leysi á Suðurnesjum, ítrekar bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs eftirfarandi bókun sem gerð var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2016, en þar var skorað á ráðherra að beita sér fyrir auknu öryggi í raforkumálum á Suðurnesjum: „Mikilvægt er að Suðurnesjalína 2 verði reist sem fyrst. Flutningsgeta núverandi línu er fullnýtt og hamlar nú- verandi kerfi uppbyggingu á svæðinu. Suðurnesjalína 1 er eina tenging Reykjanesskagans við meginflutningskerfi Landsnets og hafa bilanir á henni valdið straumleysi. Það er ekki ásættanlegt m.a. með tilliti til þess að eini alþjóðaflugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum. Mikið álag veldur enn frekari hættu á truflunum á raforku- flutningum, sem og getur valdið tjóni hjá notendum. Það er brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst.“ Í erindi frá Hollvinafélagi Unu Guðmundsdóttur til bæjarstjórnar Garðs, dagsettu 12. nóvember sl., er lögð áhersla á að hið fyrsta verði lokið við endurbætur á Sjólyst og unnið að úrbótum á umhverfi hússins. Sjólyst var heimili Unu Guðmunds- dóttur, oft nefnd Völva Suðurnesja. Húsið stendur í Gerðum í Garði en undanfarin misseri hefur verið unnið að uppbyggingu menningar- seturs í anda Unu. Samþykkt var samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðs að fela bæjarstjóra og skipulags- og bygg- ingarfulltrúa að sjá til þess að fram- kvæmdum við húsið verði lokið hið fyrsta. Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að bifreiðir þeirra skullu saman á Reykja- nesbraut skammt vestan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Báðir fundu til verkja í höndum og hnjám en höggið var það mikið að líknarbelgir í báðum bílunum sprungu út. Bílarnir voru óökufærir og fjarlægðir með dráttarbifreið. Brimið sverfur klettastálið við Valahnjúk VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON Ljúka framkvæmdum við Sjólyst hið fyrsta Sjólyst í Garði á árum áður. Una Guðmundsdóttir í dyragættinni. 300 tonna byggða- kvóti í Garðinn Óöruggt flutningskerfi raforku á Suðurnesjum Undirbúa sameiningu Garðs og Sandgerðis Harður árekstur við flugstöðina Frá árekstrinum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. VF-myndir: Hilmar Bragi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.