Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 26
26 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. „Ég sá auglýsingu frá unglingaleik- félaginu þegar ég var í 10. bekk og ákvað að prófa þetta bara og hef ekki losnað síðan,“ segir tón- listarmaðurinn og áhugaleikarinn Sigurður Smári Hansson, en síðustu ár hefur hann verið allt í öllu í menn- ingar- og félagslífinu á Suðurnesjum. Sigurður hefur tekið þátt í sjö upp- færslum hjá Leikfélagi Keflavíkur, bæði keppt og þjálfað í MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanna, og syngur einnig með sönghópnum Vox Felix, undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, sem keppti fyrir stuttu í úrslitum söngkeppninnar Kórar Íslands. Þess á milli kemur Sigurður Smári fram við alls kyns tilefni með gítarinn við hönd og segist ekki vera á leiðinni að hætta því neitt á næstunni. „Maður fær náttúrulega bara einhverja fáránlega unun við það að spila tónlist. Ef ég set tón- list í eyrun get ég gleymt mér í fleiri klukkutíma,“ segir hann. Þessa dagana tekur Smári, eins og hann er oftast kallaður, þátt í upp- færslu Leikfélags Keflavíkur á Dýr- unum í Hálsaskógi sem hefur fengið frábærar viðtökur. Þar fer hann með hlutverk Lilla klifurmúsar. „Þetta er örugglega skemmtilegasta sýning sem ég hef tekið þátt í. En ég leik oftast svo mikinn sprellikarl að mér finnst rosalega gaman að fá að breyta til stundum og fá að vera aðeins alvar- legri,“ segir hann. Litla Hryllings- búðin var síðasta leikrit sem Smári tók þátt í, en þar fór hann með hlut- verk Baldurs sem hann segir hafa verið mesta áskorunin fyrir hann síðan hann byrjaði í leikfélaginu. Í grunnskóla tók Smári þátt í alls kyns skemmtunum. „Maður var notaður í allt, árshátíðir og svoleiðis. Í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja var ég í nem- endaráðinu og þegar ég færði mig í Leikfélag Keflavíkur tók ég þátt í öllu þar.“ Aðspurður hvað heilli sig svona við leiklistina svarar Smári því að fólkið sem hann vinnur með sé svo skemmti- legt. „Ég ákvað að mæta og prófa fyrir mörgum árum og hef ekki farið út síðan.“ Aðeins 10 ára gamall eignaðist Smári gítar sem hann með tímanum lærði að spila á sjálfur. Í dag spilar hann einn- ig á píanó og trommur en kemur þó oftast fram með gítarinn. „Það hjálpar manni helling að vera sviðsvanur þegar maður kemur fram.“ Hann segir þó að söngurinn og leiklistin sé aðallega áhugamál og stefnir að því að verða húsasmiður. Smári starfar nú hjá Braga Guðmundssyni ehf. í Garðinum, en hann ákvað að byrja að læra húsasmíði eftir að hafa unnið hjá honum í nokkur sumur og líkað vel. Smári segist stefna að því einn daginn að semja tónlist sjálfur en það verði þó líklegast ekki fyrr en hann hefur fundið út úr því hvernig hægt sé að bæta fleiri klukkutímum við sólarhringinn. „Þá kannski reynir maður að setjast niður og búa eitthvað til. En þangað til, á meðan það eru 24 klukkutímar í sólarhringnum, þá gefst lítill tími í það.“ Hægt er að panta miða á Dýrin í Hálsaskógi eftir ára- mót í síma 421-2540. Þá er einnig hægt að bóka Sigurð Smára á viðburði í gegnum Facebook. Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is VIÐTAL Lilli klifurmús er ekki stór en smíðar hús og syngur í kór Dýrin í Hálsaskógi hafa slegið í gegn hjá Leikfélagi Keflavíkur - Sigurður Smári Hansson ákvað að mæta og prófa hjá Leikfélagi Keflavíkur fyrir nokkrum árum og hefur ekki farið út síðan Uppáhaldsmaturinn þinn: Lambalæri með Bernaise. Uppáhaldsdrykkur: Ískalt vatn er lúmskt, maður gleymir því alltaf hvað það er gott. Uppáhaldstónlistarmaður: Ed Sheeran. Uppáhaldsleikari: Hilmir Snær. Skemmtilegasta gigg sem þú hefur spilað: Brúðkaup sem ég spilaði í í sumar, safnaði saman hljómsveit. Það var mjög gaman. Ef þú værir fastur á eyðieyju, hvaða þrjá hluti myndirðu taka með þér? Gítar, íslenska vatnið og Hilmar Braga frænda. Ef þú ættir 500 kall, hvað mynd- irðu kaupa þér? Ég myndi kaupa nokkrar raðir í Lottó og athuga hvort ég næði ekki að búa til meiri pening. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Hvort ertu meiri söngvari eða leikari? Þetta er eins og að gera upp á milli barnanna minna. Hvað vildirðu verða þegar þú varst lítill? Fótboltamaður held ég. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég stefni á það að verða húsasmiður. Við byrjum bara á því og svo sér maður hvað gerist. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir... Vegan: Próteinskortur Peningur: Mánaðarmót Tónlist: Gítar Kvenmaður: Sólný Maður fær náttúrulega bara einhverja fáránlega unun við það að spila tónlist. Ef ég set tónlist í eyrun get ég gleymt mér í fleiri klukkutíma. Marteinn skógarmús, sem leikinn er af Höllu Kareni Guðjónsdóttur, og Smári í upphitun fyrir sýningu. Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi. Sigurður Smári rómantískur í Frumleikhúsinu í Keflavík. Gítar er eitt af þeim fjölmörgu hljóðfærum sem Smári leikur á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.