Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 62
62 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg.
BENÓNÝ EINAR HLAUT GULLMERKI
Benóný Einar Færseth hlaut gull-
merki á boxmóti í Hafnarfirði sem
fram fór þann 2. desember síðast-
liðinn, en hann keppir fyrir Hnefa-
leikafélag Reykjaness.
Gullmerkið er hæsta viðurkenning
sem gefin er fyrir diploma hnefa-
leika. Benóný hefur stefnt að þessu
lengi en hann á ekki langt að sækja
hæfileikana þar sem pabbi hans,
Guðjón Vilhelm, er einn af helstu
frumkvöðlum boxhreyfingarinnar
á Íslandi. „Ég ætlaðist aldrei til þess
að Benóný myndi sækja í hnefaleika,
hann ákvað það alveg upp á eigin
spýtur,“ segir Guðjón, faðir hans.
Hin ellefu ára gamla Kara Valgarðs-
dóttir hlaut bronsmerkið eftir þrjár
lotur og er núna að safna upp í
silfurmerki. Hin fjórtán ára Lovísa
Sveinsdóttir er upprennandi boxari
og náði góðum árangri um helgina,
en hún byrjaði að æfa fyrir þremur
mánuðum síðan og er langt komin
að safna upp í bronsmerki.
Björn Björnsson (þjálfari), Benóný og Valgarður Magnússon (þjálfari).
Jóhanna Íslandsmeistari í CrossFit
Keflvíkingurinn Jóhanna Júlía
Júlíusdóttir varð Íslandsmeistari
í CrossFit eftir keppnina „Hleðsla
Iceland Throwdown 2017“, Íslands-
mótinu í CrossFit.
Keppnin hófst á föstudegi og var þá
keppt í fyrstu tveimur greinunum, 60
mínútum á þrekhjóli og 600 metra
sundi. Jóhanna endaði í fjórða sæti á
þrekhjólinu og í því fyrsta í sundinu,
en hún er einnig afrekskona í sundi
og æfði lengi með ÍRB.
Á laugardeginum og sunnudeginum
var keppnin haldin í HK húsinu í
Digranesi þar sem keppt var í alls kyns
CrossFit-greinum. Þá sigraði Jóhanna
í fimm af sex greinum og stóð uppi
sem Íslandsmeistari í CrossFit 2017.
„Ég var mjög vel stemmd fyrir þetta
mót og stóra markmiðið mitt var
að vinna. Þetta var hörð keppni og
margar sterkar stelpur, vel skipulagt
og skemmtilegt mót sem gerði helgina
frábæra,“ segir Jóhanna Júlía í sam-
tali við Víkurfréttir.
Brimfaxi hlaut æskulýðs-
bikar hestamanna
Hestamannafélag Brimfaxa í Grindavík hlaut æskulýðsbikar landsambands-
ins fyrir frábært æskulýðsstarf, en bikarinn var afhentur á formannafundi
Landsambands hestamanna. Brimfaxi býður upp á öflugt æskulýðsstarf
og er þetta því mikill heiður fyrir félagið en það stendur reglulega fyrir
mótum fyrir yngri iðkendur ásamt námskeiðum og fleiri uppákomum.
Meðfylgjandi mynd var tekin á fundi
frístunda- og menningarnefndar
Grindavíkur á dögunum þar sem
samstarfssamningur Brimfaxa og
Grindavíkurbæjar var til umræðu.
Þær Valgerður Söring og Jóhanna
Harðardóttir frá Brimfaxa mættu á
fundinn með bikarinn góða með sér.
Aron Ómarsson, vélhjólakappi frá Suðurnesjum, gerði sér lítið fyrir og
sigraði tvær Enduro-keppnir á Kýpur í byrjun desember. Eftir frábært
gengi í erfiðustu keppni í heimi í Rúmeníu fyrr í sumar, þar sem Aron vakti
mikla athygli, bauðst honum tækifæri á að keppa í þessari svokölluðu Left
N’ Ride Enduro-keppni. Keppnin var haldin í Limassol á vegum Redbull og
keppt var í tveimur keppnisgreinum.
Fyrri parts dags var keppt í fimm kíló-
metra langri braut með lítils háttar
hindrunum þar sem Aron sigraði allar
þrjár umferðir dagsins. Eftir hádegi
var svo keppt í „Hard Enduro” þar sem
keppendur voru sendir í ákveðnar
hindranir. Aron gerði sér lítið fyrir í
þeirri grein og stakk hina keppend-
urnar af og var sá eini sem komst
í gegnum brautina í fyrstu tilraun
áfallalaust.
Keppendur frá Þýskalandi, Frakk-
landi, Bretlandi, Grikklandi og Úkra-
ínu voru á meðal þátttakenda en Aron
var í algjörum sérflokki þennan dag.
Hann kom heim með þrenn verð-
laun í farteskinu eftir þessa keppni og
bætir við enn einum stórsigrinum á
erlendri grundu. Að sögn Arons hefur
honum nú þegar borist tvö tilboð um
að keppa í Bretlandi og Grikklandi
fljótlega eftir áramót.
DAVÍÐ HILDIBERG AÐALSTEINSSON
NORÐURLANDAMEISTARI Í 100M BAKSUNDI
Sundmenn ÍRB stóðu sig vel með íslenska
landsliðinu á Norðurlandamótinu í 25m
laug, en mótið fór fram á Íslandi um þar
síðustu helgi.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson gerði sér lítið
fyrir og varð Norðurlandameistari í 100m
baksundi á sínum besta tíma. Þess má geta
að Davíð var eini Norðurlandameistarinn
sem Ísland eignaðist á mótinu.
ÍRB átti fimm fulltrúa í landsliði Íslands og
stóðu þau sig mjög vel. Það voru þau Davíð
Hildiberg Aðalsteinsson, Baldvin Sigmars-
son, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist
Arngeirsdóttir og Sunneva Dögg Robertson.
Aðrir frá ÍRB sem unnu verðlaun fyrir
Íslands hönd voru, Eydís Ósk Kolbeins-
dóttir sem vann þrenn bronsverðlaun, í
800m skriðsundi, 400m fjórsundi, og með
kvennasveit Íslands í 4x200m skriðsundi og
Sunneva Dögg Robertson sem vann tvenn
bronsverðlaun, í 200m skriðsundi og með
kvennasveit Íslands í 4x200m skriðsundi.
Aron bestur í Enduro-keppni á Kýpur
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að líða
• Fitjabraut 30 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 •
Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að lí
• Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 •
Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti
Ef þú lendir í tjóni
þá sér Bílnet um málin !
Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á.
Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá
Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð.
Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í
samstarfi við Poulsen.
Þjónusta í boði hjá Bílnet
Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir
Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun
Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is