Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 50
50 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. „Þetta er krefjandi en skemmtilegt og mikið að gerast,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmda- stjóri Airport Associates en á tutt- ugu ára afmæli fyrirtækisins tók það í notkun nýja 2600 fermetra glæsibyggingu á þremur hæðum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Í nýja húsnæðinu eru skrifstofur Airport Associates og UPS. Í því er einnig góð aðstaða fyrir starfsfólk og veglegt mötuneyti, auk ýmiss annars sem tengist starfsemi fyrirtækjanna. „Við hönnun byggingarinnar var lögð áhersla á að hafa góða aðstöðu fyrir starfsfólkið, meðal annars gott mötu- neyti. Við erum t.d. með sturtur inn af öllum salernum, þurrkherbergi fyrir hlaðdeildir og hvíldaraðstöðu fyrir ræstideild og hlaðdeild, kennslu- stofu og lager. Þá er betri stofa fyrir flugáhafnir og gesti og aðstaða fyrir starfsfólk í flugumsjón („load cont- rol“). Með nýja húsnæðinu er hús- næði fyrirtækisins um sjö þúsund fermetrar í þremur byggingum auk þess sem fyrirtækið leigir aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir starfs- fólk í farþegaþjónustu, starfsfólk í töskusal og í farangursþjónustu. Sigþór segir mikið vatn runnið til sjávar á tuttugu árum í starfsem- inni. Í sumar voru starfsmenn um sex hundruð, á háanna tíma, en eru nú um 500. Um helmingur starfs- manna fyrirtækisins eru af erlendu bergi brotnir. Talsvert af þeim fjölda dvelur í fjórum fjölbýlishúsum á Ásbrú sem fyrirtækið keypti, lang flestir Pólverjar. „Það hefur gengið vonum framar. Þetta er duglegt fólk og er ánægt hérna. Það fær fimm til sex sinnum hærri laun hér en í heimalandinu. Þetta verkefni, að fá starfsfólk frá útlöndum, hefur gengið vel. Við gætum þetta ekki án þeirra í þessum mikla vexti í starfseminni,“ segir Sigþór. Tölurnar í rekstri Airport Associates eru ótrúlegar. „Fyrir tíu árum síðan afgreiddum við þrettán hundruð flug- vélar á ári en á þessu ári afgreiðum við þrettán þúsund vélar og þjónustum rétt um 65 flugfélög. Mesta aukningin var eftir árið 2011 og eitt erfiðasta árið var 2016 en þá tókum við á móti miklum hluta af þessum erlendu starfsmönnum og þurftum að koma þeim fyrir á svæðinu. Í þessari miklu aukningu hefur það líka verið áskorun að kaupa ný flugafgreiðslutæki og vélar og í tengslum við það. Þá erum við með sex starfsmenn á verkstæði til að sinna viðhaldi á flugafgreiðslu- tækjum og tólum.“ Hvernig leggst framtíðin í þig í fjör- ugri ferðaþjónustu á vinsælu Íslandi? „Mjög vel. Isavia hefur gefið út farþe- gaspár og þær eru alltaf að verða betri og nákvæmari. Það er mikil áskorun að taka við 18% aukningu á næsta ári samkvæmt nýjustu spám ofan á alla þessa viðbót undanfarinna ára. Það er gríðarlega mikill vöxtur og þekk- ist ekki í nágrannalöndunum en við tökum á móti honum og stefnum að sjálfsögðu að því að standa okkur vel eins og hingað til.“ Krefjandi en skemmtilegt í miklum vexti AIRPORT ASSOCIATES Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI HEFUR VAXIÐ MIKIÐ Á TUTTUGU ÁRUM. FYRIR TÍU ÁRUM AFGREIDDI FYRIRTÆKIÐ 1300 FLUGVÉLAR Á ÁRI EN FJÖLDINN HEFUR TÍFALDAST. NÝTT 2600 FERMETRA HÚSNÆÐI TEKIÐ Í NOTKUN. Eigendur fyrirtækisins á góðri stundu: f.v.: Heidi Johannsen, Sigþór K. Skúlason, Guðbjörg Astrid Skúladóttiir, Skúli Skúlason og Sigrún Faulk Úr starfsmannaaðstöðunni. Víkurfréttamyndir: Páll Ketilsson - segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates „Þetta er krefjandi en skemmtilegt og mikið að gerast,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates en á tuttugu ára afmæli fyrirtækisins tók það í notkun nýja 2600 fermetra glæsibyggingu á þremur hæðum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.