Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 27
27MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Kolbrún Marelsdóttir, eða Kolla eins og hún er kölluð, er mikið jólabarn. Henni finnst fjöl- skyldan ómissandi á jólunum og heldur fast í gamlar hefðir. Hún bakar sörur og finnst fátt notalegra en að njóta alls þess góða á aðventunni og í kringum jólin. Ertu mikið jólabarn? Já, heldur betur. Ég elska allt við jólin, gleðina, kærleikann, fegurðina og að ógleymdum öllum fallegu ljósunum. Mamma var alltaf mikið jólabarn og ég er alin upp við það að jólin séu mikil gleði- hátíð og ég hef haldið í það. Heldur þú fast í gamlar jóla- hefðir? Já, það geri ég. Til dæmis bökum við alltaf laufa- brauð og sörur með fjölskyld- unni og höfum gert í mörg ár. Á aðfangadag er alltaf kveikt á útvarpinu rétt fyrir kl. 18 og hlustað á jólaklukkurnar hringja jólin inn, þegar því er lokið hefst borðhald. Ég fer alltaf í kirkjugarðinn með fjölskyldunni, kveiki á kertum fyrir þá sem ég á þar og á nota- lega stund. Svo má ekki gleyma púrtvíninu á aðventunni sem er algerlega ómissandi. Hvað er ómissandi á jólunum? Fyrst og fremst er það fjöl- skyldan og fólkið mitt. Svo auðvitað að njóta alls þess góða sem er í kring um jólin, laufa- brauðið, sörurnar og fleira. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólahátíðina? Það er eigin- lega allt bara, knúsið, keleríið, allur góði maturinn og öll nota- legheitin sem eru á aðventunni og í kringum jólin. Mér finnst líka mjög gaman að fara á tón- leika á aðventunni, það er alltaf svo hátíðlegt. Bakar þú smákökur fyrir jólin? Nei, ég baka eiginlega bara sörur. Hvenær kláraðir þú að kaupa jólagjafirnar? Ég var á góðum tíma þetta árið og kláraði þær í nóvember. Hvenær setur þú upp jólatréð? Það er ekki föst hefð hjá okkur með dag en það fer yfirleitt upp um 22. desember. Hvað er eftirminnilegasta jólagjöfin? Eftirminnilegasta jólagjöfin þegar ég var barn var þegar afi og amma gáfu mér dúkku sem gat grátið og dúkkuvagn. Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Fyrir mér eru jólin fólkið mitt og samvera með þeim, en ekki pakkar, glansmynd eða glingur. Mér finnst jólin því vera komin þegar ég er komin með allt fólkið mitt í mat og við eigum notalega stund. „Púrtvínið alger- lega ómissandi á aðventunni“ AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 Sönghópur Suðurnesja, undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, stóð fyrir glæsilegum aðventutónleikum í Stapa í vikunni sem leið. Á dagskrá voru vönduð og skemmtileg jólalög og viðeigandi efni í léttum dúr í anda sönghópsins. Undirleikarar á aðventutónleikunum voru þeir Ingólfur Magnússon á bassa, Þorvaldur Halldórsson á trommum og Agnar Már Magnússon á píanó. Auk Sönghóps Suðurnesja þá komu fjórir einsögnvarar fram á tónleikunum. Þau Jana María Guðmundsdóttir, Guð- mundur Hreinsson, Guðmundur Her- mannsson og Sólmundur Friðriksson. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi myndum á tónleikunum. Glæsilegir aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja Tónleikarnir voru vel sóttir. VF-myndir: Hilmar Bragi BárðarsonJana María Guðmundsdóttir var meðal þeirra sem söng einsöng á tónleikunum. Sönghópur Suðurnesja á sviði ásamt undirleikurum og stjórnanda sínum. LAUS STÖRF Minnum á Facebook síðuna Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á vef Reykjanesbæjar: Stjórnsýsla: Laus störf. Umsóknum er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. Stefna Reykjanesbæjar er að hafa á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Vinnustaðir Reykjanesbæjar eru fjölmargir og hafa hver sitt einkenni og umhverfi. Stjórnendur á hverjum stað fara yfir umsóknir og kalla hæfa umsækjendur í viðtöl. VIÐBURÐIR BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Jólasveinaratleikur fyrir fjölskylduna í Bryggjuhúsi fram að jólum. Gömlu jólasveinarnir hafa falið sig hingað og þangað um húsið. Ókeypis aðgangur. DUUS SAFNAHÚS Undirskrift getur bjargað mannslífi. Bréfamaraþon Amnesty International stendur til 16. desember í safninu. GJALDTAKA Í INNANBÆJARSTRÆTÓ Gjaldtaka í innanbæjarstrætó hefst um áramótin. Sala strætókorta er á eftirtöldum stöðum: Bókasafni Reykjanesbæjar, Duus Safna- húsum, Hljómahöll, Sundmiðstöð og Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Almennt kort kostar 5000 kr. Kort fyrir eldri borgara, öryrkjar og börn 6-18 ára kostar 2000 kr. Stakur miði kostar 300 kr. en engin skiptimynt né skiptimiðar verða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.