Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 61

Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 61
61ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Ingibjörg Sigurðardóttir komin til Svíþjóðar ÆTLAÐI ALLTAF AÐ VERÐA ATVINNUMAÐUR - Hlakkar til að takast á við verkefni atvinnumennskunnar Knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir skrifaði undir samning við sænska liðið Djurgården á dögunum, en að sögn Ingibjargar ætlar liðið sér stóra hluti í sænsku deildinni á næsta ári. Ingibjörg ólst upp í Grindavík og lék með liðinu til ársins 2011 en aðeins þrettán ára gömul lék hún sína fyrstu leiki með meistaraflokki Grindavíkur. Síðastliðin sex ár hefur hún leikið með Breiðablik í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Þegar Ingibjörg er spurð hvers vegna hún valdi það að fara til Svíþjóðar segir hún að Djurgården sé metnaðarfullur klúbbur. „Þau ætla sér stóra hluti í sænsku deildinni á næsta ári en deildin er mjög sterk. Ég er viss um að þarna er gott umhverfi fyrir mig til að bæta mig sem leikmaður og þróa minn leik en á sama tíma get ég hjálpað liðinu að ná sínum markmiðum.“ Framundan eru stífar æfingar hjá Ingibjörgu en í desember mun hún halda áfram að æfa með Breiðablik ásamt því að æfa sjálf. „Ég fer til Sví- þjóðar í byrjun janúar, hitti liðið og þá fer allt að rúlla. Mér skilst að bikarkeppninni byrji í febrúar þannig það er ekkert svo langt í að þetta byrji allt saman sem er bara spennandi. EM ævintýri landsliðsins stendur upp úr hjá Ingibjörgu í ár, það var mikil reynsla fyrir hana og allt landsliðið að taka þátt í því móti. „Sigurinn á Þýska- landi stóð líka frekar mikið upp úr hjá mér því þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem við vinnum Þýskaland og það var mögnuð tilfinning. En ég verð líka að minnast á tímabilið með Breiðablik sem var mitt síðasta með þeim í bili en það verður alltaf eftirminnilegt. Við misstum marga leikmenn í lok tímabils og þetta leit ekkert vel út á tímabili hjá okkur en karakterinn og samstaðan í liðinu skilaði okkur ágætis árangri. Maður er samt aldrei sáttur með annað sætið en ég er þrátt fyrir það ótrúlega stolt af liðinu mínu.“ Ingibjörg stefndi alltaf á atvinnumennsku og hefur það verið markmiðið hennar frá því hún var lítil. „Þetta er mjög spennandi fyrir mig.“ Ingibjörg ætlar að æfa vel um jólin og koma sér í gott stand. „Svo ætla ég að eyða góðum stundum með fjöl- skyldu og vinum áður en ég flyt svo út í byrjun janúar.“ Fótboltanámskeið 2017 27., 28. og 29. desember 2017 Fyrir 6-13 ára (krakkar fæddir 2004-2011) Á milli jóla og nýárs, dagana 27., 28. og 29. desember, ætlar knattspyrnudeild Keflavíkur, í samstarfi við Lindex, Nettó og Soho veitingaþjónustu, að halda fótboltanámskeið fyrir stelpur og stráka á aldrinum 6-13 ára. Námskeiðið verður haldið í Reykjaneshöll og má sjá nánari dagskrá námskeiðsins hér fyrir neðan. Þetta verður skemmtilegt og fróðlegt námskeið sem samanstendur af markvissum fótboltaæfingum, skemmtilegum og fræðandi fyrirlestrum, heimsóknum frá góðum gestum, gleði og gaman. Meistaraflokkur karla mun sjá um uppsetningu og þjálfun á fótboltaæfingunum og fáum við góða gesti til að tala um markmiðasetningu, næringu, leikgreiningu, styrktarþjálfun, landslið, atvinnumennsku o.fl. Dagskrá Verð og skráning Takmarkaður fjöldi plássa er í boði! • Skemmtilegar fótboltaæfingar • Fræðandi fyrirlestrar • Hressing frá Nettó • Hádegismatur frá Soho • Heimsókn frá atvinnumönnum • Þátttökugjöf frá Lindex 6. og 7. flokkur (2008-2011) 10:00 – 12:00 Æfing 12:00 – 12:30 Frjáls tími 12:30 – 13:00 Hádegismatur 13:00 – 13:30 Fyrirlestur 4. og 5. flokkur (2004-2007) 11:00 – 12:00 Fyrirlestur 12:00 – 12:30 Hádegismatur 12:30 – 13:00 Frjáls tími 13:00 – 15:00 Æfing Yngri (6. og 7. flokkur) 12.000 kr. Eldri (4. og 5. flokkur) 14.000 kr. Systkinaafsláttur er 50% af gjaldi yngri iðkanda Skráning fer fram á lindexnamskeid@gmail.com Greiðsla staðfestir skráningu: Reikn.nr. 0121-26-5488 Kt. 541094-3269 Elías Már IFK Göteborg Samúel Kári Vålerenga Arnór Ingvi Malmö FF Stefán Ljubicic Brighton & Hove Albion Meistaraflokkur karla Helgi Jónas Styrktarþjálfari Unnar Sigurðsson Þjálfari 2.fl.kk Helga Margrét Heilsu þjàlfi Eysteinn Hauksson Meistaraflokksþjálfari Guðlaugur Baldursson Meistaraflokksþjálfari Arnór Ingvi kominn til Malmö Knattsspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur skrifað undir samning við sænska meistaraliðið Malmö í Svíþjóð en samningurinn gildir til ársins 2021. Arnór kannast vel við sig í Svíþjóð en hann varð meistari með sænska liðinu Norr- köping árið 2015. Arnór gekk í raðir Rapid í Vín í Austurríki í kjölfarið og fór svo þaðan á lánssamning til AEK í Aþenu. Hann fékk þó lítið að spila þar og sagði m.a. í samtali við fótbolti.net að sama hvað hann gerði væri ekkert nógu gott og að hugur hans leitaði annað. Leikmaðurinn knái er alinn upp hjá Njarðvík og Keflavík en með landsliði Íslands hefur hann leikið fimmtán leiki og skorað fimm mörk. Arnór segir í viðtali á heimasíðu sænska liðsins að Malmö sé stærsti klúbburinn í Skandínavíu og þegar að hann hafi heyrt af áhuga þeirra hafi hann strax viljað koma til þeirra. Hann hafi spilað gegn þeim nokkrum sinnum, viti hvernig þeir spili og hversu gott liðið og stuðningsmenn þeirra séu. Þá segist hann vera glaður að vera kominn aftur til Svíþjóðar. Myndir frá heimasíðu Malmö Sæunn Alda Magnúsdóttir er búsett í Keflavík og starfar í farþega- þjónstu Airport As- sociates í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hún ætlar frekar að nýta tímann í það að njóta heldur en að eyða honum í stress. Hnetusteikin verður fyrir valinu á aðfangadag og að sögn Sæunnar á maður hik- laust að reyna að gera eitthvað sem getur glatt aðra yfir hátíðirnar. Hvar ætlar þú að verja að- fangadegi? „Við verðum hjá tengdamömmu á aðfangadag.“ Ertu byrjuð að kaupa jóla- gjafir? „Ég er búin að reyna að kaupa þær allar á netinu. Ég nenni nánast engu búðar- rápi og stressi yfir jólin. Ég ætla frekar að nýta tímann og njóta. Það gleymist oft. Nema á Þorláksmessu. Þá er alltaf gott að rölta Hafnargötuna og kaupa síðustu gjafirnar.“ Ertu með einhverjar hefðir um jólin? „Ég er ekki ennþá búin að mynda mér neinar hefðir en möndlugrauturinn heima hjá mömmu er mjög mikil- vægur.“ Hvað verður í matinn á að- fangadag? „Hnetusteikin frá Sollu verður aftur í ár. Hún er snilld!“ Er eitthvað hér á Suðurnesjum sem þú mælir með að fólk nýti sér/geri um jólin? „Alla- vega sérverslanirnar sem við höfum hérna á Suðurnesjum.“ Ætlar þú að láta eitthvað gott af þér leiða um jólin? Ef svo er, hvernig? „Ég tek mömmu þvílíkt til fyrirmyndar en hún ætlar að vera í hjálparstarfi á aðfangadag. En í fyrra og hitt í fyrra fór ég með litlar gjafir í kirkjuna sem jólasveinninn gat nýtt sér. Ég býst við að ég geri það aftur í ár. Þegar maður hefur það gott fyrir og getur gert eitthvað lítið sem gleður aðra þá ætti maður hik- laust að gera það. Er það ekki það sem jólin snúast um?“ Aðstoðar jólasvein- inn og gefur kirkj- unni gjafir „Sæunn ásamt dóttur sinni Írisi Lind og dó ttur kærasta síns, Matthildi Eygló.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.