Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 44

Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 44
44 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Hvað ertu að gera úti og hvað ertu að læra? „Ég er í skiptinámi frá HÍ. Er að klára síðustu tvö fögin í viðskiptafræði og svo er ég að byrja í master í endur- skoðun samhliða því. Er í skóla sem heitir KU Leuven.“ Af hverju ákvaðstu að flytja til Belgíu? „Ég fékk tölvupóst frá skólanum um að umsóknafrestur um skiptinám á haustönn væri að renna út og ég ákvað á síðasta deginum að slá til og sækja um. Mér var bent á að þetta væri eftir- sóknarverður skóli af deildinni minni. Ég hélt reyndar fyrst að þessi skóli væri í Þýskalandi, en komst síðan að því, eftir að ég sótti um, að hann væri í raun í Belgíu.“ Hvað ætlarðu að vera lengi í Belgíu? „Ég er núna búin að vera í næstum þrjá mánuði og verð eitt ár, til að byrja með. Er ekki viss hvort eða hvenær ég kem heim aftur.“ Hefurðu kynnst mörgu nýju fólki? „Ég er búin að kynnast fullt af nýju fólki, við erum ellefu Íslendingar hérna í þessum hundrað þúsund manna bæ sem ég þekkti ekkert áður en ég kom út. Við erum öll orðin mjög náin og það er mjög gott að hafa það öryggisnet hérna, sérstaklega þegar maður fer aleinn út. Síðan bý ég á hæð sem ég deili eldhúsi með fimmtán öðrum. Það búa krakkar frá Belgíu, Ítalíu, Spáni og Hollandi á hæðinni þannig þetta er eiginlega frekar mikið fjölmenningarhús.“ Er mikill munur á Belgíu og Íslandi? „Já, ég myndi segja að það væri mun meiri munur en ég hefði nokkurn tímann gert mér í hugarlund. Belgía er mun „hefðbundnari” en Ísland. Belgarnir flytja ungir að heiman í skóla og fara allar helgar heim til foreldra sinna þar sem þeir fá mat fyrir vikuna og þvotturinn þeirra er þveginn. Það kom mér líka á óvart hvað kynjahlutverkin eru öðruvísi hér en á Íslandi. Konan hugsar um börnin og maðurinn er fyrirvinnan, eða það er svona tilfinningin sem ég hef fengið af því að tala við Belga. Þeir snýta sér líka rosa mikið og á almannafæri, hér telst það ósiður að sjúga upp í nefið en mér er að reynast erfitt að fylgja þessum siðum. Maður sér líka hermenn með byssur á röltinu um miðborgina. Mér fannst það fyrst sjúklega óþægilegt en er eiginlega farið að finnast það smá þægilegt núna.“ Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í úti? „Það skrýtnasta sem ég hef upplifað er sennilega að fá 58 evru sekt fyrir að vera ekki með ljós á hjólinu mínu, Íslendingurinn í mér ranghvolfdi augunum langt upp í hnakka þegar löggan stoppaði mig fyrir það. En á sama tíma er engin krafa um að vera með hjálm á hjólinu. En þetta er samt alveg skiljanleg regla svona þegar maður spáir í því. Svo finnst mér líka ótrúlega skrýtið og sorglegt þegar fólk er að betla með börn í fanginu, hefði aldrei getað ímyndað mér að slíkt viðgengist í vestrænu landi.“ En það skemmtilegasta? „Mér finnst sennilega skemmtilegasta menningin að fara og hitta vini mína á virkum dögum niðri í bæ. Belgar eru þekktir fyrir bjór og standa alveg undir nafni þar. Hittumst oft í viku í einn, tvo bjóra og það er alltaf eitt- hvað við að vera. Það er ódýrara að kaupa sér bjór en vatn hérna. Svo er líka geggjað að vera svona nálægt öðrum löndum. Mamma vinnur í Hollandi eina viku í mánuði og ég hef farið tvisvar að hitta hana þar. Svo skelltum við okkur krakkarnir til Parísar sem er bara fjóra tíma í burtu.“ Mælirðu með því fyrir ungt fólk að flytja út? „Ég myndi klárlega mæla með því að allir flyttu út á einhverjum tíma- punkti. Það er svo þroskandi að fara út fyrir þægindarammann sinn og sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Þó maður hafi ferðast mikið er það allt annað að flytja út og kynnast annarri menningu.“ Hvers saknarðu við Ísland? „Ég sakna helst fjölskyldunnar og barnanna í lífi mínu. Það er svo skrýtið að umgangast engin börn í daglegu lífi. Geta ekki kíkt í heimsókn til afa og í raun að hafa ekki stuðningsnetið sitt nálægt.“ Hvernig er að búa ein í öðru landi? „Mér finnst það ótrúlega gaman, þetta er klárlega besta skyndiákvörðun sem ég hef tekið.“ Laufey Ebba og Sólrún, íslensk stelpa sem býr í Leu ven. Laufey með systur sinni, Emmu Lovísu, og systursyni sínum, Tómasi. Tómas, litli frændi Laufeyjar, í heimsókn. Laufey Ebba við Notre Dame í París. Mæðgurnar í Amsterdam. Laufey Ebba sótti um nám á síðustu stundu sem hún segir bestu skyndiákvörðun lífs síns Ætlaði til Þýskalands en endaði í Belgíu Laufey Ebba Eðvarðsdóttir býr í sannkölluðu fjölmenningar- húsi í Belgíu, en á milli þess sem hún stúderar viðskipta- fræði sötrar hún bjór með nýjum vinum sínum í borginni. Hún hefur nú verið búsett í Belgíu í þrjá mánuði og segist ekki vita hvenær og hvort hún flytji aftur heim til Íslands. Að flytja í annað land og kynnast annarri menningu segir hún bestu skyndiákvörðun sem hún hefur tekið og mælir með því að allir prófi það einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég myndi klárlega mæla með því að allir flyttu út á einhverjum tímapunkti. Það er svo þroskandi að fara út fyrir þægindaram- mann sinn og sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Belgar eru þekktir fyrir bjór og standa alveg undir nafni þar. Hittumst oft í viku í einn, tvo bjóra og það er alltaf eitthvað við að vera. Það er ódýrara að kaupa sér bjór en vatn hérna. Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is VIÐTAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.