Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 54

Víkurfréttir - 13.12.2017, Blaðsíða 54
54 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. „Við værum alveg til í að vera hérna í eldlínunni tuttugu árum yngri. Reksturinn hefur aldrei gengið betur en við erum komnir á aldur og erum til í að hleypa öðrum að,“ segir þeir Þórður Ingimarsson og Björn Marteinsson en þeir stofnuðu Smurstöð Björns og Þórðar fyrir 35 árum síðan. Þeir breyttu nafninu nokkrum árum síðar í Smur- og hjólbarðaþjónustuna þegar ehf. kom til sögunnar og hafa rekið smurstöð við Vatnsnesveg 16 og dekkjaverkstæði nokkur skref frá eða við Framnesveg 23 í Keflavík við góðan orðstír í öll þessi ár. Leiðir þeirra félaga lágu saman þegar þeir voru ungir menn en sem ungl- ingar unnu þeir eftir skólagöngu við dekkja- og smurþjónustu í Keflavík. Björn vann hjá Sigurjóni nokkrum á smurstöðinni á Aðalstöðinni og í samliggjandi húsnæði var dekkja- verkstæðið og þar var Þórður undir leiðsögn „Dekkja“-Leifa. Þessir vinnustaðir voru á lóðinni þar sem Domino’s er núna en margir Suður- nesjamenn muna eftir Aðalstöð- varplaninu frá yngri árum sem var viðkomustaður unga fólksins á rúntinum. Þannig fengu þeir félagar smjörþefinn af því sem þeir hafa gert síðustu 35 árin. Þeir voru líka saman á sjó á bátnum Hamravíkinni sem var í eigu Hraðfrystihússins í Keflavík, sem var kölluð Stóra milljón. Frá Sigöldu í atvinnurekstur Bjössi og Doddi, eins og þeir eru kall- aðir, fóru einnig til starfa hjá sama verktakanum, Ellerti Skúlasyni úr Njarðvík, unnu þar langa vinnudaga á stórvirkum vinnuvélum við virkjana- gerð úti á landi, t.d. við Sigölduvirkjun og í Hrauneyjum. Eftir nokkur ár þar dró til tíðinda. Árið er 1982 og staðan í atvinnulífinu ekkert sérstök, rifjar Þórður upp. Hann kemur þá einu sinni sem oftar í heimsókn til Bjössa vinar síns og sýnir honum blaðaaug- lýsingu þar sem smurstöðin hjá Olís í Keflavík er auglýst til sölu. „Það var ekkert um að vera á þessum tíma. Við vorum búnir að vera í verulegum upp- gripum hjá Ella Skúla en sú vinna var að minnka mikið svo við ákváðum að kýla á þetta og tókum við rekstrinum.“ Á þessum tíma var hjólbarðaþjónusta og smurstöð í sama húsnæðinu og þannig byrjuðu þeir á verkalýðsdag- inn 1. maí 1982. Þórður var trúnaðar- maður starfsmanna hjá Ellerti Skúla- syni en nú var hann kominn hinum megin við borðið, orðinn atvinnu- rekandi. „Það var nú frekar skondið en svona er þetta stundum. Maður veit ekki alltaf hvað er handan við hornið,“ segir Þórður þegar hann rifjar þetta upp. „Við vorum bara tveir til að byrja með en fengum stráka til að aðstoða okkur þegar það var mikið að gera.“ Nokkrum árum síðar keyptu þeir fiskvinnsluhúsnæði hinum megin við götuna, við Framnesveg 23, og færðu hjólbarðaþjónustuna þangað en á þessum tímapunkti var starfsemin búin að sprengja húsnæðið utan af sér. „Þetta hentaði mjög vel og aðeins nokkur skref eru á milli staðanna. Það er oft fjör og mjög mikið að gera þegar bíleigendur þurfa að skipta yfir á vetrardekkin og þá tölta þeir smurstöðvarmenn yfir í dekkin. Þetta er góð samvinna,“ segja þeir báðir. Betri bílar Fréttamaður VF heimsótti þá félaga þegar fyrsti snjórinn hafði fallið á Suðurnesjum í nóvember. Það var erfitt að panta tíma hjá þeim félögum fyrir viðtal því þegar vetrardekkja- tíminn skellur á eru þeir og starfs- menn þeirra á fullu allan daginn. Það var því ekki um annað að ræða en að mæta bara í fjörið. Þórður var önnum kafinn í afgreiðslu en Björn var að ná sér í kaffibolla þegar við spyrjum hann út í breytingarnar á bílvélinni á undanförnum árum. Björn stýrir smurstöð þeirra félaga og hefur skipt um ófáar síurnar og gert ýmislegt við þúsundir bíla á smurstöðinni. Hann er fljótur að svara þegar hann er spurður út í þróunina í bílageiranum og segir að bílar í dag séu orðnir miklu betri og eyði minna eldsneyti. „Svo er þetta rafmagnsdæmi að koma vel út. Það er magnað hvað litlar vélar, jafnvel 3 sílindra, eru að skila miklu afli. Svo er eyðslan orðin miklu minni. Jeppar sem eyddu yfir 30 lítrum áður eyða núna 12 lítrum,“ segir Björn og út- skýrir fyrir fréttamanni að túrbínur spili stórt hlutverk í nýju bílvélunum. „Þetta snýst um stýringuna á elds- neytinu og að hafa mengunina sem minnsta.“ En hvað gerist á smurstöðinni þegar rafmagnsvélin fer að taka meira við í framtíðinni? Ekki liggur á svarinu hjá Birni. „Bilar þetta ekki allt, sama hvernig þetta er? Við verðum að aðlaga okkur að þeim breytingum, er það ekki? En það er engin spurning að þetta „hybrid“ „Værum til í að vera tuttugu árum yngri“ - segja þeir Þórður Ingimarsson og Björn Marteinsson sem hafa rekið smur- og hjólbarða- þjónustu í rúm 35 ár og reksturinn aldrei gengið betur Það var ekkert um að vera á þessum tíma. Við vorum búnir að vera í verulegum uppgripum hjá Ella Skúla en sú vinna var að minnka mikið svo við ákváðum að kýla á þetta og tókum við rekstrinum. Páll Ketilsson pket@vf.is VIÐTAL Þórður og Björn fyrir framan dekkjaverkstæðið við Framnesveg. VF-myndir/pket.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.