Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Síða 50

Víkurfréttir - 13.12.2017, Síða 50
50 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. „Þetta er krefjandi en skemmtilegt og mikið að gerast,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmda- stjóri Airport Associates en á tutt- ugu ára afmæli fyrirtækisins tók það í notkun nýja 2600 fermetra glæsibyggingu á þremur hæðum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Í nýja húsnæðinu eru skrifstofur Airport Associates og UPS. Í því er einnig góð aðstaða fyrir starfsfólk og veglegt mötuneyti, auk ýmiss annars sem tengist starfsemi fyrirtækjanna. „Við hönnun byggingarinnar var lögð áhersla á að hafa góða aðstöðu fyrir starfsfólkið, meðal annars gott mötu- neyti. Við erum t.d. með sturtur inn af öllum salernum, þurrkherbergi fyrir hlaðdeildir og hvíldaraðstöðu fyrir ræstideild og hlaðdeild, kennslu- stofu og lager. Þá er betri stofa fyrir flugáhafnir og gesti og aðstaða fyrir starfsfólk í flugumsjón („load cont- rol“). Með nýja húsnæðinu er hús- næði fyrirtækisins um sjö þúsund fermetrar í þremur byggingum auk þess sem fyrirtækið leigir aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir starfs- fólk í farþegaþjónustu, starfsfólk í töskusal og í farangursþjónustu. Sigþór segir mikið vatn runnið til sjávar á tuttugu árum í starfsem- inni. Í sumar voru starfsmenn um sex hundruð, á háanna tíma, en eru nú um 500. Um helmingur starfs- manna fyrirtækisins eru af erlendu bergi brotnir. Talsvert af þeim fjölda dvelur í fjórum fjölbýlishúsum á Ásbrú sem fyrirtækið keypti, lang flestir Pólverjar. „Það hefur gengið vonum framar. Þetta er duglegt fólk og er ánægt hérna. Það fær fimm til sex sinnum hærri laun hér en í heimalandinu. Þetta verkefni, að fá starfsfólk frá útlöndum, hefur gengið vel. Við gætum þetta ekki án þeirra í þessum mikla vexti í starfseminni,“ segir Sigþór. Tölurnar í rekstri Airport Associates eru ótrúlegar. „Fyrir tíu árum síðan afgreiddum við þrettán hundruð flug- vélar á ári en á þessu ári afgreiðum við þrettán þúsund vélar og þjónustum rétt um 65 flugfélög. Mesta aukningin var eftir árið 2011 og eitt erfiðasta árið var 2016 en þá tókum við á móti miklum hluta af þessum erlendu starfsmönnum og þurftum að koma þeim fyrir á svæðinu. Í þessari miklu aukningu hefur það líka verið áskorun að kaupa ný flugafgreiðslutæki og vélar og í tengslum við það. Þá erum við með sex starfsmenn á verkstæði til að sinna viðhaldi á flugafgreiðslu- tækjum og tólum.“ Hvernig leggst framtíðin í þig í fjör- ugri ferðaþjónustu á vinsælu Íslandi? „Mjög vel. Isavia hefur gefið út farþe- gaspár og þær eru alltaf að verða betri og nákvæmari. Það er mikil áskorun að taka við 18% aukningu á næsta ári samkvæmt nýjustu spám ofan á alla þessa viðbót undanfarinna ára. Það er gríðarlega mikill vöxtur og þekk- ist ekki í nágrannalöndunum en við tökum á móti honum og stefnum að sjálfsögðu að því að standa okkur vel eins og hingað til.“ Krefjandi en skemmtilegt í miklum vexti AIRPORT ASSOCIATES Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI HEFUR VAXIÐ MIKIÐ Á TUTTUGU ÁRUM. FYRIR TÍU ÁRUM AFGREIDDI FYRIRTÆKIÐ 1300 FLUGVÉLAR Á ÁRI EN FJÖLDINN HEFUR TÍFALDAST. NÝTT 2600 FERMETRA HÚSNÆÐI TEKIÐ Í NOTKUN. Eigendur fyrirtækisins á góðri stundu: f.v.: Heidi Johannsen, Sigþór K. Skúlason, Guðbjörg Astrid Skúladóttiir, Skúli Skúlason og Sigrún Faulk Úr starfsmannaaðstöðunni. Víkurfréttamyndir: Páll Ketilsson - segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates „Þetta er krefjandi en skemmtilegt og mikið að gerast,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates en á tuttugu ára afmæli fyrirtækisins tók það í notkun nýja 2600 fermetra glæsibyggingu á þremur hæðum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.