Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 2
2 23. febrúar 2018fréttir Á þessum degi … 532 – Justinianus I, keisari Aust­ rómverska keisaradæmisins, fyrirskipar smíði nýrrar basilíku í Konstantínóbel, nú Istambúl, fyrir ortódox kirkjuna. Basilíkan er nú þekkt undir heitinu Hagia Sofia (Kirkja heilagrar visku) og gjarna nefnd Ægisif á íslensku. 1836 – Orrustan um Alamo, í San Antonio í Texas­fylki, hefst í kjölfar þrettán daga umsáturs. Orrustan stóð til 6. mars og þar bárust á banaspjót Texas­ búar, sem vildu sjálfstæði frá Mexíkó, og Mexíkóar og höfðu þeir síðarnefndu betur. Texasbúar og ævintýragjarnir Bandaríkja­ menn létu til skarar skríða í apríl sama ár og þá þurftu Mexíkóar að játa sig sigraða. 1887 – Öflugur jarðskjálfti ríður yfir frönsku Rivíeruna og kostar um 2.000 manns lífið. 1898 – Franski rithöfundurinn Émile Zola er sakfelldur fyrir opið bréf sem birst hafði einum og hálfum mánuði fyrr í dagblaðinu L'Aurore. Bréfið bar yfirskriftina J'accuse (Ég ákæri) og í því sakaði Zola ríkisstjórn landsins um antisemitisma og að hafa fangelsað Richard Dreyfus höfuðsmann saklausan. Zola flúði til Englands og sat aldrei í prís­ und vegna málsins. 1942 – Japanskir kafbátar láta stór­ skótahríð dynja á strandlengju nærri Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum. 1974 – Byltingarsamtökin SLA (Symbionese Liberation Army) krefst fjögurra milljóna Bandaríkjadala í lausnarfé fyrir Patty Hearst. Fyrir höfðu samtökun krafist matargjafa til allra þurfandi í Kaliforníu. Hearst hallaðist síðar á sveif með mannræningjum sínum og tók þátt í ýmsum óhæfuverkum. Hún var handtekin 18. september 1975 og fékk 35 ára dóm. Þáverandi forseti Bandaríkj­ anna, Jimmy Carter, sá aumur á henni og henni var sleppt úr fangelsi árið 1979. Ekki hrifinn af holu-hjálmari S amgöngu- og skipulagsmál verða í brennidepli í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar og formaður um- hverfis- og skipulagsráðs Reykja- víkur. Blaðamaður DV fékk hann til að fara með sér í strætó upp í Grafarvog. „Ég tek reyndar ekki oft strætó, ég hjóla mjög mikið og svo á ég einkabíl. Það er mikill misskiln- ingur að ég eða meirihlutinn í borginni sé alfarið á móti því að fólk keyri, það sem við viljum er að gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti þannig að fólk sé ekki nauðbeygt til að eiga bíl ef það býr í Reykjavík. Í dag eru það 72% sem nota einkabíl til að kom- ast á milli staða, við viljum færa það niður í 58% og létta þannig á umferðinni,“ segir Hjálmar á strætóstoppistöðinni fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur. Við tökum leið 6 upp í Spöngina í Grafarvogi og þaðan til baka niður í bæ. Fargjaldið er 460 krónur, blaða- maður verður sér úti um smá- forrit Strætó en Hjálmar borgar með klinki. Hjálmar er umdeild- ur meðal borgarbúa, hefur hann meðal annars verið kallaður Holu- Hjálmar, viðurnefni sem hann not- aði sjálfur í prófkjörsslag Samfylk- ingarinnar fyrr á þessu ári. Honum er ekki skemmt þegar hann er spurður um viðurnefnið. „Mér finnst viðurnefni ekkert skemmti- leg yfirleitt, en ég nýtti mér það til að benda á að núna eru mestu malbikunarframkvæmdir í sögu borgarinnar og nú er verið að fylla í allar holurnar.“ Leið 6 keyrir austur á Miklubraut í átt frá miðbænum. „Það er ekki háanna- tími núna, ég var að keyra þessa leið á föstu- daginn milli klukkan 16 og 17 í seigfljótandi umferð. Þá var fullum strætis- vagni ekið á for- gangsrein fram úr allri bílaröðinni, það er einföld og ódýr ráðstöfun.“ Er það borgarlína, að strætó sé þá alltaf á eigin akrein? „Það má segja það, þá verða þeir alltaf á eigin akrein, svona lest á gúmmídekkjum. Stoppistöðv- arnar á borgarlínu munu svo líta út eins og lestarpallar, gott skjól og þú gengur beint inn í vagninn, búinn að borga með appi. Þá mun allt ganga hratt fyrir sig. Þetta er mikið notað í borgum í Evrópu og Bandaríkjunum.“ Hvað gerist ef hætt verður við borgarlínu? „Þá verður algjört kaos.“ „Borgin er vel rekin“ Hjálmar vísar því alfarið á bug að það sé óráðsía í fjármálum borg- arinnar. „Borgin er vel rekin. Stór hluti af skuldum borgarinn- ar er framreiknaðar lífeyrisskuld- bindingar, ef það væri gert hjá rík- inu þá teldust skuldir ríkisins vera um þúsund milljarðar. Eiginlegar skuldir borgarinnar eru um 35 milljarðar á sama tíma og veltan er um 100 milljarðar á ári. Það teldist gott hjá mörgum fyrirtækjum.“ Hvað með mann- réttindaráð, lántökur og gæluver- kefni? „Ég myndi ekki kalla mann- réttindi gæluverkefni, en þetta eru bara smáaurar miðað við stóru tölurnar. Það myndi engu breyta um fjárhagsstöðu borgarinn- ar hvort þetta yrði lagt niður eða ekki. Langstærsti útgjaldaliður- inn fer til skóla- og velferðarmála eða tæplega 70%. Restin fer í fjár- festingu í innviðum, íþróttaað- stöðu og menningarmál. Það má alltaf gagnrýna lántökur, en þetta eru lán á hagstæðum kjörum sem við þurfum til fjárfestinga í þágu borgarbúa. Eitt dæmi um það uppbygging Dalskóla í Úlfarsár- hverfi, þar kemur líka menningar- miðstöð, sundlaug, bókasafn og auðvitað íþróttaaðstaða á svæðið. Þetta eru nauðsynlegar fram- kvæmdir sem kosta allt að 15 millj- örðum.“ Leið 6 er á leiðinni yfir Gullin- brú og inn í Grafarvog. Hér er ekki blönduð byggð. „Nei, þetta er tiltölulega hrein íbúðabyggð og örugglega frábært að búa hérna, en stefnan í dag er að hafa hverfin blönduð. Það er til þess að þjónusta haldist í hverfun- um, fólk getur þá jafnvel sótt vinnu í eigin hverfi og það eykur líkurn- ar á að kaupmaðurinn á horninu dafni. Það er langt síðan menn komu auga á gallana við að skipta borginni í hreina íbúðabyggð og atvinnusvæði. Það er betra að hafa þetta eins og í gömlu borgunum; að hafa byggðina blandaða.“ n Ari Brynjólfsson ari@pressan.is n hjálmar Sveinsson í strætó með DV n kaos ef hætt verður við Borgarlínu„Ég myndi ekki kalla mannréttindi gæluverkefni. hlutir sem alþingismenn ættu að fá frítt Þingmenn fá greiddan aksturskostnað, húsnæðiskostnað, síma, tölvu, blóm og flug. Í dag er greint frá því að þingmenn fái hótelgistingu og fæði og jafnvel vínglas þegar vel liggur á þeim frá skattgreiðendum. DV ákvað að taka saman fimm hluti sem þingmenn ættu að fá frítt. Vikuleg pítsuveisla Þingmenn ættu að fá vikulega pítsuveislu frá Gömlu smiðjunni í Lækjargötu og ársbirgðir af Ís cola til að skola pítsunum niður. fótanuddtæki Allir þingmenn ættu að fá danska fótanuddtækið Clairol Foot Spa sem er til sölu í Radíóbúðinni í Reykjavík á aðeins 2.600 krónur. Gjafakort í miklagarð Allir þingmenn ættu að fá gjafakort með inneign að allt að fimm hundruð þúsundum í Miklagarði, stærstu versl­ un landsins. Þar er Lögurinn á kostakjörum og fiskborðið er alltaf vinsælt. Við bend­ um þingmönnum á að gleyma ekki að kippa með sér Frískamín. Skór frá Sævari karli Fyrst þingmenn fá borgað fyrir að keyra þá hljóta þeir að fá borgað fyrir að ganga, það segir sig sjálft. Þingmenn sem ganga meira en 15 þúsund kílómetra á ári yrðu svo skyldaðir til að taka skó á leigu. frítt flug í fríinu Þingmenn fá að vísu frítt flug innanlands og líka erlendis ef þeir eru að ferðast vegna þingstarfa. Það er samt sem áður nauðsynlegt að fá einnig frítt flug til að ferðast í frístundum. Það væri því við hæfi að þingmenn fengju gjafabréf aðra leið út í heim með Arnarflugi. Lof & Last - Jón Þór Ólafsson Ég lofa Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þegar kemur að nálgun hennar á heilbrigðis­ málin og að ráða fyrrverandi landlækni til að aðstoða sig í þeirri vegferð að endur­ reisa heilbrigðiskerfið. Ég ber mikið traust til hennar. Lastið fær Agnes M. Sigurðar­ dóttir, biskup Íslands, fyrir skort á auðmýkt við að viðurkenna mistök þegar hún lætur eitthvað frá sér sem hefði betur verið sagt öðruvísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.