Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Page 8
8 23. febrúar 2018fréttir Þ órlaug Ágústsdóttir lenti á hrakhólum eftir að hafa sigrast á erfiðu krabba­ meini. Hún lá í marga mánuði dauðvona inni á líknar­ deild, mánuði sem hún segir hafa breytt lífi sínu til hins betra. Í dag eru henni allar dyr opnar. Þórlaug tekur á móti blaða­ manni DV á heimili sínu í blokk í Sólheimum, veðrið er ekki upp á marga fiska þann daginn og útsýn­ ið lítið sem ekkert. „Ég er venju­ lega með Esjuna og Keili nánast inni í stofunni minni, fjöllin verða að bíða betri tíma,“ segir Þórlaug og brosir. Það er erfitt að hugsa til þess að þarna sé kona sem lækn­ ar hafi spáð dauða fyrir meira en fimm árum.  Kölluð gangandi kraftaverk „Ég var kölluð gangandi krafta­ verk. Ég var greind með leg­ hálskrabbamein árið 2010, ég vissi að það fór ekki og fékk loksins að fara í myndatöku haustið 2011, þá kom í ljós að ég var komin á graf­ arbakkann. Ég fór í gengum hrika­ lega meðferð, uppskurði, innri og ytri geislameðferðir,“ segir Þórlaug. Hún var laus við krabbameinið vorið 2012 en skömmu síðar var hún greind með krabbamein í eitl­ um. „Ég fékk hlé þarna um sumar­ ið og svo um haustið var sagt við mig að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig. Ég mátti búast við því að lifa í hálft ár, í mesta lagi eitt og hálft ár með lyfja meðferð. Ég vandaði mig að vera hinn fullkomni krabbameinssjúk­ lingur, taka öll vítamín, drekka allt. Svo fékk ég lyf frá Bandaríkj­ unum, flókna fjölsykru sem virkar með lyfjameðferðinni, og öllum að óvörum þá lærði líkami minn að drepa krabbameinið. Ég var loks­ ins laus árið 2013.“ Aldrei möguleiki að deyja frá börnunum Á þessum tíma bjó hún úti í Dan­ mörku og lá inni á líknardeild í Kaupmannahöfn í nokkra mánuði. Þegar hún lá þar skildi hún við eig­ inmann sinn. „Við höndluðum þetta ekki. Við vorum bara ein þarna úti með tvo stráka. Það var aldrei möguleiki að deyja frá börnun­ um. Ég gerði allt sem ég mögulega gat, ég hefði borðað sand ef einhver hefði sagt að það myndi virka.“  Það er sjaldgæft að einhver lifi af margra mánaða dvöl á líknardeild. Þórlaug horfir niður og dregur djúpt andann. „Það er mjög sjald­ gæft. Það dó einhver á deildinni þriðja hvern dag. Ég gekk af og til fram á lík frammi á gangi þar sem starfsmenn voru að fá sér kaffi og spjalla. Það var ekki auðvelt að hugsa til þess að næsta dag gæti þetta verið ég. Ég horfði alltaf fram á veginn, ég fór af deildinni reglu­ lega til að mæta í tíma í háskólan­ um, ég man að fagfólkinu fannst það mjög óvenjulegt.“ Meðferð sem drepur fólk Hún var laus við krabbameinið rétt fyrir fertugsafmælið sitt þann 7. september 2013. Þá ræddi hún við DV um fögnuðinn sem hún hélt þá undir yfirskrift­ inni 7.9.13.  „Ég sagði við þá í meðferðinni að ég myndi bjóða í rosalegt 7­9­ 13 partí­endurkomu kokkteil, ef ég losnaði við krabbameinið og nú stendur til að fagna ærlega með góðum vinum. Dagsetn­ ingin er auðvitað skemmtileg í ljósi veikindanna og batans. Ég get með sanni sagt: 7­9­13!,“ sagði Þórlaug við DV á sínum tíma. Síðan eru liðin nærri fimm ár og þrátt fyrir að vera laus við krabbameinið þá situr hún eft­ ir með afleiðingarnar af með­ ferðinni. „Ég fór í gengum meðferð sem drepur fólk. Ég er öryrki með stanslausa verki en ég get unnið útafliggjandi. Ég er með sérstakan stól sem ég get legið í, á fundum þá ligg ég bara flöt á meðan hinir sitja. Þannig næ ég að verða að einhverju gagni, það er svo hættulegt að finnast mað­ ur einskis nýtur. Ríkið gerir sitt besta við að láta öryrkja finnast þeir vera einskis nýtir. Ég fékk enga skipulagða endurhæfingu nema undir þeim formerkjum að komast út á vinnumarkað­ inn, það er spurning um heppni á hverjum þú lendir inni í kerf­ inu. Það er ekki verið að hugsa um að auka lífsgæði fólks.“  Allar dyr standa opnar Þórlaug er stjórnmálafræðing­ ur og starfaði sem yfirmaður vef­ mála hjá Össuri og 365 miðlum fyrir hrun. Hún, líkt og svo margir aðrir, missti allt sitt í hruninu og lá þá leiðin til Danmerkur þar sem hún veiktist. Þegar hún flutti heim til Íslands árið 2013 lenti hún á hrakhólum. „Ég þekki það að hafa misst allt, átti ekkert nema haus­ inn á mér, börnin og skuldir. Ég var tvo mánuði frá því að vera á götunni og þegar þú ert sjúkling­ ur þá er það bara mjög erfið staða. Ég hef búið á ellefu stöðum síð­ an ég flutti heim, þú getur beðið vini þína um að hjálpa þér að flytja einu sinni en í fimmta sinn eða tí­ unda sinn, nei.“ Fyrir ári eignaðist hún svo loks­ ins eigin húsnæði. „Núna standa allar dyr opnar. Það er svo mikill munur á andlegri líðan og öryggis­ tilfinningu að vera komin í eigin húsnæði. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þægilegt það er að vita að ég sé ekki að missa húsnæðið á morgun.“ Ástríðan liggur í stjórnmálunum Þórlaug hefur unnið fyrir Pírata frá því hún flutti heim og var í þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosning­ um. Halldór Auðar Svansson, odd­ viti flokksins, gefur ekki kost á sér og Þórgnýr  Thoroddsen, sem var í öðru sæti, hefur gefið það út að hann sækist ekki eftir forystusæti. Þórlaug gefur kost á sér fyrsta sæti í komandi prófkjöri flokksins.  „Þetta er ekki svona einfalt, all­ ir í prófkjöri Pírata bjóða sig fram í fyrsta sæti vegna þess að þannig virkar kosningakerfið. Þessi slag­ ur lítur mjög asnalega út því fólk sem langar ekkert að vera oddviti listans er að bjóða sig fram í fyrsta sæti. Kerfið leyfir þér að forgangs­ raða fulltrúum, það er ekki eins og í prófkjörum þar sem fólk fær aðeins að njóta sinna vinsælda,“ segir Þórlaug.  Sem dæmi, ef frambjóðandi myndi hljóta helming atkvæða í fyrsta sæti og helming atkvæða í tuttugasta sæti þá lendir fram­ bjóðandinn í tíunda sæti. „Það hefur gerst að fólk hefur verið tekið niður, fólk sem naut mikils stuðnings en var umdeilt.“ Þórlaug hefur eytt miklum tíma í að hugsa um stjórnmál síðustu ár og það heyrist á henni að þar ligg­ ur hennar ástríða. Hún hefur mikl­ ar áhyggjur af reynsluleysi þeirra sem eru að sækjast eftir forystu hjá Pírötum. „Ég hef ekkert áhuga á því að verða borgarfulltrúi, mér finnst ekki aðlaðandi starf að vera í pólitík. Það togast á í mér að Ari Brynjólfsson ari@pressan.is „Ég var köll-uð gang- andi kraftaverk. Horfði alltaf fram á veginn Þórlaugu var sagt að hún mætti búast við að lifa í mesta lagi hálft ár. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að stunda nám. n Þórlaug gekk út af líknardeild og lenti á hrakhólum n Missti aldrei móðinn „Það var ekki möguleiki að deyja frá börnunum“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.