Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Síða 14
14 23. febrúar 2018fréttir O fhleðsla skipa er landlægt vandamál á Íslandi og til stendur að gera hana refsi- verða í kjölfar banaslyss. Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er formaður verkefnisstjórnar á veg- um samgönguráðuneytisins um öryggi sjófarenda sem styður þá tillögu. Skip í eigu Nesvers, fyrir- tækis Ásbjarnar, er hins vegar sjálft að koma ítrekað með umfram- hleðslu í land. Einn lést þegar Jóni Hákoni hvolfdi Um hádegið þann 6. júlí árið 2015 fór báturinn Jón Hákon BA 60 úr höfn í Patreksfirði og stefndi á dragnótaveiðar við norðanverða Vestfirði. Fyrsta halið sem báturinn tók inn var 3,5 tonn af ýsu og gekk veiðin vel. Skipverjar veiddu alla nóttina og var síðasta halið tekið inn klukkan sjö um morguninn. Þá var tíu metra vindur og smá velting- ur með stjórnborðsslagsíðu. Tals- verður sjór var kominn inn á þilfar og í einni veltunni flæddi sjór yfir borðstokkinn stjórnborðsmegin. Enn meira flæddi í næstu veltu og lagðist báturinn þá á hliðina. Þá áttuðu skipverjar sig á því að bátn- um myndi hvolfa. Þröstur Leó Gunnarsson leikari var um borð í bátnum og náði að komast nærri þurrum fótum yfir á kjölinn þegar bátnum hvolfdi. Gat hann þá aðstoðað tvo félaga sína, sem höfðu lent í sjónum, upp á kjöl- inn sem varð þeim sennilega til lífs. Jón Hákon hvarf úr vöktunar- kerfinu og var annar bátur sendur til að athuga með hann. Þá fannst Jón Hákon á hvolfi og þrír af fjór- um skipverjum héngu á kilinum. Höfðu þeir þá hafst þar við í um það bil klukkustund. Fjórði skip- verjinn, Magnús Kristján Björns- son, fannst látinn á floti skammt frá. Tíu mínútum síðar sökk Jón Hákon til botns. Skortir refsiheimildir vegna ofhleðslu Ýmislegt fór úrskeiðis í tilfelli Jóns Hákons. Tveir björgunarbátar og sjálfvirkur sleppibúnaður virkuðu ekki, staðsetningarbúnaður var gallaður og erfiðlega gekk að koma skilaboðum til nærliggj- andi báta. Ástæðan fyrir því að báturinn sökk er hins vegar sú að hann var ofhlaðinn og með við- varandi stjórnborðshalla. Rann- sóknarnefnd samgönguslysa tók málið til skoðunar og skilaði af sér skýrslu í mars árið 2017. Þann 15. febrúar árið 2017 munaði minnstu að annar bátur, Hjördís HU 16, færist vegna of- hleðslu. Hjördís var á veiðum á Breiðafirði og fór að taka inn á sig sjó. Sent var út neyðarkall en bát- urinn rétti sig af þegar skorið var á línuna. Hjördís er 10 brúttótonna bátur og umframhleðslan reyndist 4,5 tonn. Skipstjóri taldi það þó ekki vera ofhleðslu. Jón Bernódusson hjá Sam- göngustofu segir að brúttótonn- in gefi nokkuð góða mynd af því hversu hlaðinn báturinn má vera: „Ef þú ert með bát sem er skráður á fimmtán brúttótonn þá getur þú alltaf sett fimmtán tonn í hann en þú átt ekki að fara mikið yfir það. Þá verðum við að taka allt með í reikninginn: aflann, balana, olíuna, vistirnar, mannskapinn um borð og margt fleira.“ Vandamálið segir Jón hins vegar vera að það eru engar refsiheim- ildir til við þessu. Þann 5. sept- ember skilaði Rannsóknarnefnd samgönguslysa af sér tillögum að öryggissátt til að taka á ofhleðslu skipa. Fyrsta tillaga nefndarinnar var að það yrði gert afdráttarlaust refsivert að ofhlaða fiskiskip og eftirlit með því tryggt. Greiddi sér ólöglegan arð Tillögur rannsóknarnefndar- innar voru studdar af verkefnis- stjórn um öryggi sjófarenda með nokkrum fyrirvörum þó. Í stjórn- inni sitja fulltrúar ýmissa hags- munaaðila, svo sem Landsbjargar, Landhelgisgæslunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjó- mannasambandinu. Skipaður formaður er Ásbjörn Óttarsson, sem sat á Alþingi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á árunum 2009 til 2013. Árið 2010 var hann mikið í frétt- um vegna ólöglegra arðgreiðslna úr útgerðarfélaginu Nesveri ehf. í Snæfellsbæ. Greiddi hann sér tug- milljónir króna þrátt fyrir að eigið fé fyrirtækisins væri neikvætt. Ás- björn viðurkenndi brotið en sagð- ist ekki hafa vitað að þetta væri ólöglegt. Sagðist hann jafnframt hafa endurgreitt féð. Nesver ehf. rekur fiskiskipið Tryggva Eðvarðs SH 002 sem hefur skráða heimahöfn í Rifi á Snæfells- nesi. Skipið er 14,96 brúttótonn af gerðinni Cleopatra 38, framleitt af Trefjum ehf. í Hafnarfirði. Frá Trefjum ehf. fékk DV þau skilaboð að Tryggvi Eðvarðs ætti ekki að vera hlaðinn meira en sem nemur um 15 tonnum. Landa ítrekað yfir burðargetu Vel hefur veiðst á Tryggva Eðvarðs undanfarna mánuði en sam- kvæmt heimildarmanni DV var desemberveiðinni fagnað sérstak- lega með kökuboði. Löndunar- tölurnar benda þó til að skipið hafi komið ofhlaðið í land. Þann 9. desember kom Tryggvi Eðvarðs með 15,3 tonn af óslægðum afla í land og daginn eftir með 14,8 tonn. 29. desember var metdagur í mánuðinum. Þá landaði skipið tvisvar, 12,5 tonnum í fyrri ferð og 16,6 tonnum í seinni. Janúar veiðin var ekki síðri og fimmta dag mánað- arins var 18,6 tonnum landað. Í tvö skipti í til viðbótar var landað yfir 15 tonnum af afla. 10. febrúar kom Tryggvi með 17,2 tonn. Hafa ber í huga að línubátar eru jafnan með á bilinu 30 til 60 bala sem að sögn Jóns Bernódus- sonar geta vegið samanlagt tvö til þrjú tonn. Þá er ótalin þyngd olíu, bauja, vista, mannskapar og svo framvegis. Hefur áður misst skip Ekki náðist í Ásbjörn Óttarsson við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, bæði með hefð- bundnum leiðum og í gegnum ráðuneytið. Augljóst er að skip- ið hefur verið að koma í land með meiri hleðslu en burðargetan segir til um. Að öllum líkindum yfir 20 tonn í einu tilfellinu. Ofhleðsla skipa er töluvert vandamál á Íslandi og hefur valdið banaslysi. Samkvæmt áætlun eiga viðurlög við ofhleðslu að vera inn- leidd næsta sumar eða haust. Jón Bernódusson segir: „Í gamla daga voru allir bátar með þetta vanda- mál. Þegar þeir lentu í vandræðum gáfu þeir bara í. Þetta hefur samt lagast mjög mikið með nýjum skip- um og það er metnaður þeirra sem eiga bátana að vera með fína báta og hafa þá örugga. Að vera töffar- inn úti á sjó … það er búið.“ Ásbjörn Óttarsson og fyrirtæki hans Nesver hafa áður misst skip, en reyndar ekki vegna ofhleðslu. 5,8 tonna færabáturinn Herdís SH var á veiðum úti fyrir Bjargtöng- um árið 2009 þegar eldur kom upp í lúkarnum. Tveir menn voru um borð, þar á meðal sonur Ásbjarnar. Var þeim bjargað upp í annað skip en Herdís sökk þegar reynt var að draga hana í land. n Skip Ásbjarnar landar ítrekað umfram burðargetu n Stýrir verkefnisstjórn um öryggi n Banaslys vegna ofhleðslu n Landlægt vandamál Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Að vera töffarinn úti á sjó … það er búið. Ásbjörn Óttarsson Sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2009–2013. Tryggvi Eðvarðs SH 2 Landaði 18,6 tonnum 5. janúar. Þröstur Leó Gunnarsson Bjargaðist þegar Jón Hákon fórst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.