Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 34
Allt fyrir bílinn 23. febrúar 2018KYNNINGARBLAÐ
Meira afl og minni eyðsla með
tölvustýrðri vélarstillingu
Það er merkileg staðreynd að hægt er að auka kraftinn í bílnum og spara eldsneyti með
því að uppfæra gögn í tölvubúnaði.
Vélar í nútímabílum nota tölvukerfi
við stjórnun vélarinnar. Fjölmargir
skynjarar nema aðstæður og mata
vélartölvu bílsins með upplýsingum
sem síðan eru notaðar til að stjórna
hegðun vélarinnar. Þessir skynjarar
mæla t.d. lofthita úti, lofthita í sog-
grein vélarinnar, vatnshita vélarinn-
ar, stöðu inngjafar, snúningshraða
vélar og fjölda annarra þátta sem
nauðsynlegir eru til að beita vélinni
sem best við viðkomandi aðstæður.
Fyrirtækið Kraftkort, sem staðsett
er að Súlunesi 10 í Garðabæ, hefur
veitt fjölmörgum bílum aukið afl og
dregið úr eldsneytisnotkun þeirra
með þessari nútímalegu vélarstill-
ingu. Guðmundur Rögnvaldsson,
sem rekur fyrirtækið, útskýrir að-
ferðina svo í stuttu máli:
„Þetta snýst um það að við lesum
bíltölvuna og erum í samstarfi við
breskt fyrirtæki sem heitir Viezu
Technologies og er einn stærsti að-
ilinn á þessu sviði. Við sendum þeim
skrána sem er á vélartölvunni í bíln-
um. Þeir senda okkur nýja skrá með
breyttum stillingum sem við keyrum
inn á tölvuna. Forritunin sjálf á sér
stað hjá þeim en ekki okkur.“
Öll forritin eru prófuð á dyno-
bekkjum hjá Viezu til að sannreyna
tölurnar sem gefnar eru upp fyrir
hvern bíl.
Eins og áður segir stuðlar endur-
forritunin bæði að auknu afli og
meiri sparneytni: „Ef við tökum
dísilbíla, þá getum við fengið bæði
svokallað Performance Map sem
lýtur meira að aflaukningu ásamt því
að minnka eldsneytisnotkun, og Eco
Map, sem veldur minni afl aukningu
en meiri eldsneytissparnaði og
dregur úr mengun frá bílnum,“ segir
Guðmundur.
Einnig er hægt að endurforrita
vélartölvur í bensínbílum en fyrir þá
er eingöngu til Performance Map.
Með auknu afli erfiðar vélin hins
vegar minna og því minnkar eyðsla
með sama aksturslagi.
Guðmundur tók við starfsemi
Kraftkorts í vor en að hans sögn
hefur verið boðið upp á þessa þjón-
ustu í nokkur ár. Sem nærri má geta
hefur þjónustan þróast í gegnum
árin:
„Bílar eru auðvitað ekki eins og
þeir voru fyrir nokkrum árum, það er
alltaf að koma eitthvað nýtt og hægt
að gera fleira.“
Hér með greininni fylgja nokkur
dæmi um bíla sem hafa öðlast
endurbætt líf, ef svo má segja, eftir
tölvustýrða vélarstillingu hjá Kraft-
korti.
Sem fyrr segir er fyrirtækið
staðsett að Súlunesi 10 í Garðabæ.
Heimasíða er kraftkort.net og
Facebook-síða www.facebook.com/
kraftkortgr.. Símanúmer er 857-
0210. Hægt er að panta þjónustu
eða fá frekari upplýsingar með því
að hringja eða senda skilaboð á
Facebook-síðunni. Jafnframt er
áhugavert að skoða heimasíðu Viezu
Technologies, viezu.com.
KRaFTKoRT:
Þessi 2015 Skoda Superb 2,0 dísel fékk aflaukningu og fór úr 190 hestöflum í
230 hestöfl ásamt því að togið fór úr 400nm í 480nm. Einnig er hann að fara
niður um allt að 10% í eyðslu.
Þessi 2017 Land Rover Discovery Sport fékk aflaukningu og fór úr 150 hestöflum í 180 hestöfl og
togið fór úr 380nm í 440nm. Einnig er eyðslan að fara niður um allt að 10%.
Þessi 2013 MaN TGX 540 fékk aflaukningu ásamt því að adBlue var tekið út. Hann fór
úr 540 hestöflum í 620 hestöfl og togið fór úr 2450nm í 2850nm. Einnig er eyðslan að
fara niður um allt að 13%.