Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Page 35
Allt fyrir bílinn 23. febrúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Árið 2006 stofnuðu þeir Torfi Þórðarson og Jónas Örlygs­son fyrirtækið Bílastoð sem sérhæfir sig í meðferð og endurbótum tjónabíla, meðal annars réttingum og sprautun. Torfi hefur starfað í faginu frá árinu 1987 og lærði hann í Svíþjóð í skóla sem rekinn var í samvinnu við bílaframleiðendur þar í landi. Jónas er lærður bílasmiður og hefur starfað við það fag frá árinu 1996. Markmið Bílastoðar er að vera í fremstu röð á sviði tjónaviðgerða og veita þannig bíleigendum og tryggingafélögum framúrskarandi og skilvirka þjónustu, en Bílastoð er með samstarfssamninga við öll trygginga­ félögin um viðgerðir og endurbætur á tjónabílum. Fyrirtækið leitast við að ná markmiðum sínum með því að beita framúrskarandi tækjabúnaði og hafa í sínum röðum mjög hæft starfs­ fólk, en auk Torfa og Jónasar starfa aðrir lærðir bílasmiðir og bílamálarar hjá fyrirtækinu. Samtals starfa nú fimm faglærðir einstaklingar hjá fyrir­ tækinu við réttingar og sprautun en stefnt er að því að bæta við starfs­ manni á næstunni vegna aukinna umsvifa. Meðal tækjabún­ aðar Bílastoðar er CAR­O­LINER tölvu­ stýrður réttingabekkur og sprautuklefar frá POLIN. Bílastoð er viðurkennt CABAS­ fyrirtæki sem þýðir að Bílastoð uppfyllir kröfur CABAS­kerfisins sem er leiðandi viðmiðun um tjónaviðgerðir. Bílastoð útvegar viðskiptavinum bílaleigubíla frá Avis á meðan bílar þeirra eru í viðgerð, ef þess er óskað. Bílastoð er einn af stofnendum FRM, Félags réttinga­ og málningar­ verkstæða, sem vinnur að bættum vinnubrögðum í greininni. FRM heldur úti gæðakerfi fyrir réttinga­ og máln­ ingarverkstæði sem Frumherji tekur út og fylgir eftir vinnu og þjónustu verkstæða. Á síðasta ári tók Bílastoð upp þessa vottun og er nú vottað verkstæði af FRM­gæðakerfinu. FRM er aðili að alþjóðasamtökum (AIRC) réttinga­ og málningarverkstæða sem rekur Eurogarant­gæðakerfi í Evrópu og það er eina gæðakerfið sem bílaframleiðendur samþykkja. Bílastoð mun á næstu misserum uppfæra sína vottun í Eurogarant­ gæðakerfi. Bílastoð er til húsa að Smiðjuvegi 38, rauð gata, Kópavogi. Símanúmer er 564­0606 og netfang bilastod@ simnet.is. Nánari upplýsingar um starfsemina er að finna á vefsíðunni bildastod.is. BíLASTOð: Í fremstu röð á sviði tjónaviðgerða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.