Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 50
50 23. febrúar 2018 tilvikum endurspeglar hún samfé- lagið og listamaðurinn hefur þann tilgang að beina kastaranum að misbrestum eða því sem er í ólagi í kerfinu hjá okkur. Gagnrýna og hrista upp í hlutunum. Með Fanga … af hverju endar fólk í fangelsi? Hvar eru brestirnir í samfélaginu? Hvar byrjar þetta? Jú, auðvitað í uppeldinu og æskunni. Ef þér líður eins og þú sért ein og utangátta að burðast með einhverja sektarkennd til dæmis, en nærð svo að spegla þig í sjónvarpsþáttum, kvikmynd, tónlist eða bara ljósmyndun þá er tilgangi listarinnar náð. Þetta með að bókvitið verði ekki í askana látið og af hverju færðu þér ekki alvöru vinnu … allt þetta rugl og þessi árlega gagnrýni á listamannalaun- in, þetta lið … og eitthvað svona. Ég verð svo sorgmæddur yfir þessu. Það er eins og allt of margir átti sig ekki á því að ef við nærumst ekki andlega í gegnum okkar eigin menningu þá sækjum við bara í eitthvað annað. Það er eins og allt of margir sjái ekki ennþá tenginguna á milli lista og eigin lífs,“ segir hann og bætir við að þau sem stóðu að Föngum hafi fengið mögnuð viðbrögð frá alls konar fólki sem hefur séð þættina og upp- lifað sterkar tilfinningar við það: „Bara síðast í gær fékk ég tölvupóst frá konu sem hafði horft á þættina með ættingja sínum og eitthvað óþægilegt, sem hafði verið þaggað niður í áratugi flaut upp á yfirborðið með tilheyrandi hreinsun. Þetta er það sem skiptir listamenn máli. Að tíminn, ástin og alúðin sem maður leggur í verkin skili sér í svona áhrifum og viðbrögðum. Að það sem maður gerir hafi góð og uppbyggileg áhrif á líf annarra.“ Kom á óvart hversu auðvelt reyndist að fjármagna gerð Fanga Þegar Ragnar lítur um öxl og rifjar upp fyrstu ár sín í bransanum segir hann þau hafa verið ótta- legt basl. Frá 1992 til 1999 gerði hann aðallega tónlistarmyndbönd og auglýsingar og gaf stundum vinnuna sína enda leit hann svo á að hann þyrfti að ná sér í reynslu. Þegar skuldirnar urðu of háar skellti hann sér í einn eða tvo túra á frystitogara og hélt svo áfram að gera bíó. Árið 1999 frumsýndi hann sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd en hann skrifaði bæði handritið og leikstýrði. Myndin, sem heitir Fíaskó, fjallar um ástalíf þriggja kynslóða eina vetrarnótt í Reykjavík og Ragnar segist hafa verið í sjö ár að gera þennan draum að veruleika enda ekkert grín fyrir ungan, ómenntaðan leikstjóra að ráðast í að gera mynd í fullri lengd. Uppgangur í íslenskri kvikmynda- gerð var rétt að byrja en þrátt fyrir það var lítið um nauðsynlegan stuðning enda framkvæmdin kostnaðarsöm og þá sérstaklega fyrir tíma stafrænu tækninnar. „Einu sinni á ári var úthlutað úr Kvikmyndasjóði í eitt eða tvö verkefni en í dag er þetta allt annað líf og unga fólkið þarf ekki að basla eins mikið í þessu og fyrri kynslóð- ir. Það er mikið framleitt af inn- lendu efni og sífellt fleiri sem starfa í greininni, bæði konur og karlar, sem gerir fyrirmyndirnar fleiri og öflugri. Íslensk kvikmyndagerð er ekki lengur eitthvert sumarhobbí fyrir grunnskólakennara heldur öflug atvinnugrein sem hægt er að hafa lifibrauð sitt af.“ Ragnar segist finna mikið fyrir aukinni eftirspurn eftir sjónvarpsefni og kvikmyndum frá Norðurlöndum. Þegar þau fóru af stað með Fanga hafi þau verið svolítið efins um að dæmið myndi ganga upp enda var þetta ekki glæpasería í hinum geysivinsæla „nordic noir“ stíl heldur drama um konur í fangelsi á Íslandi. „Kynbundið ofbeldi og þess háttar. Maður reiknaði ekki með að það yrði auðvelt að fjármagna þetta en svo kom á daginn að það var gríðarlegur áhugi fyrir þessu. Í fyrsta lagi var gerð krafa um hið kvenlæga, að segja sögur kvenna, og svo hefur norrænt sjónvarps- efni átt gríðarlegum vinsældum að fagna upp á síðkastið. Það er eftir- spurn eftir þessu um allan heim. Ef maður er með gott handrit og gott lið með sér þá er allt hægt.“ Leiknir íslenskir sjónvarpsþættir eru orðnir alþjóðleg söluvara Talandi um breytingar og nýja tækni. Nú er hægt að horfa á Fanga á Netflix og sem nær til umtalsvert stærri áhorfendahóps enda flest heimili á Vesturlöndum með áskrift að þessari efnisveitu. Þetta hlýtur að opna á fleiri tækifæri enda útvíkkaðar kvíar ef svo þjóðlega mætti að orði komast? „Svo sannarlega. Leiknar íslenskar þáttaraðir voru ekki alþjóðleg söluvara þegar ég var að byrja á þessu fyrir fimmtán árum. Það kom kannski ein á tíu ára fresti og ég held að ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að Nætur- vaktin hafi verið fyrsta íslenska þáttaröðin sem var seld til BBC. Þegar við réðumst í að gera Fanga þá forseldum við þættina meðan þeir voru enn á handritastigi. Allar norrænu sjónvarpsstöðvarnar keyptu sýningarréttinn sem og pólska sjónvarpið og Netflix fyrir Norðurlönd. Nýlega lönduðum við svo dreifingarsamningi við AMC, sem framleiddi meðal annars Mad Men og fleiri góða þætti. Þau ætla að dreifa Föngum í enskumælandi löndum; Bretlandi, Bandaríkj- unum, Nýja-Sjálandi og Ástralíu og nú þegar hafa þættirnir verið sýndir á spænsku Sundance-stöðv- unum. Ófærð og Réttur fengu líka mjög góða dreifingu og allt hefur Allt í rugli hjá risAeðlunum Ragnar: „Risaeðlurnar spruttu upp úr því að fyrir allmörgum árum var mér boðið til hádegisverðar í ónefnt sendiráð og mér fannst þessi heimur alveg stórmerkilegur. Þetta var eins og að vera færður nokkra áratugi aftur í tímann og upp úr heimsókninni fóru af stað miklar vangaveltur hjá mér um öll þessi karllægu kerfi og hvernig þeim er viðhaldið.“ „ Íslensk kvik- myndagerð er ekki lengur eitthvert sumarhobbí fyrir grunnskólakennara heldur öflug atvinnu- grein sem hægt er að hafa lifibrauð sitt af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.