Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Qupperneq 58
58 lífsstíll - bleikt 23. febrúar 2018 Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, deilir átta góðum húsráðum sem allir ættu að þekkja. Allt gróft mjöl á að geyma í lokuðum ílátum því annars getur kviknað líf í því. Einnig ágætt að frysta. Það á alltaf að hafa opinn glugga einhvers staðar í íbúðinni svo ekki myndist raki inn í henni. Passa að lofta vel út eftir baðferð eða sturtu. Einnig þarf að láta lofta undir rúllugardínur svo ekki myndist raki á gleri og hafa rifu á glugga. Allar borðtuskur og diskaþurrkur þarf að sjóða. Súr lykt af tuskum myndast af því að þær eru óhreinar. Aldrei á að bera tekkolíu á lakkaðan við. Á lakkaðan við fer húsgagnaáburður sem borinn er á húsgögnin og þurrkað vel yfir á eftir. Varist að hann fari ekki á gólfið því þá myndast mikil hálka. Hrísgrjón á að sjóða á lágum hita og ekki í opnum potti. Setja á 1 hluta grjón á móti 2 hlutum af vatni ásamt örlitlu salti. Þegar suðan kemur upp á að lækka og leyfa þeim að vera í 18 mínútur, ekki hræra í þeim. Vatnið á ekki að gufa upp heldur eiga grjónin að draga það í sig. Þá brenna þau ekki við, eru laus og ekki klesst. Í tíðarfari eins og núna fara leðurskór illa. Strjúkið af þeim með rökum klút, gott er að setja dagblöð inn í blauta skó á meðan þeir þorna. Bera síðan skóáburð á þá og bursta vel yfir, að endingu á að setja vatnsvörn. Nota skal edik og vatn til þess að þrífa spegla, en klúturinn verður að vera alveg hreinn. Það má alls ekki hafa farið mýkingarefni í hann. 1 hluti edik og 8 hlutar vatn. Hafið ávallt sápuhólfið og þvottavélina opna þegar ekki er verið að nota vélina. Takið sápuhólfið út af og til og burstið og þvoið vel ásamt hurð og gúmmíhring að innan. Þvoið suðuþvott allavega einu sinni í viku til þess að vélin sé hrein og lyktarlaus að innan. Notið mýkingarefni sem sjaldnast og ekki í æfingagalla. Bómull þolir þvott á 60–90°. Heimagerður leir fyrir yngstu börnin Sunna Rós, bloggari á lady. is, deilir ótrúlega einfaldri uppskrift að heimagerðum leir sem má borða og er því einstaklega hentugur fyrir yngstu börnin. Uppskrift n 6 sykurpúðar n 3 msk. maíssterkja n 2 tsk. kókosolía n 1 tsk. matarlitur Setjið öll hráefnin saman í skál, nema matarlitinn. Hitið í örbylgju- ofni í rúmlega 15 sekúndur. Bætið matarlit við og hnoðið allt saman, gott er að vera í hönskum. Ef deigið er klístrað má bæta við örlítilli maíssterkju. Heimagerður leir Góður fyrir yngstu börnin. K atrín Rut Jóhannsdóttir er 27 ára þriggja barna móðir úr Hafnarfirði. Foreldrar hennar fóru hvort sína leiðina þegar Katrín var einungis átta ára gömul. Við tók erfiður tími, heimilisaðstæður voru ekki upp á það besta og þá glímdi faðir hennar við áfengissýki sem hafði djúpstæð áhrif á hans nánustu. „Þá breyttist líf mitt mikið, pabbi fór að drekka illa og ég upplifði margt sem ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum,“ segir Katrín í samtali við DV. „Mamma var mik- ið ein með okkur systkinin og stóð hún sig vel í móðurhlutverkinu. Ég var alltaf í sambandi við pabba þótt hann hafi farið miklar kross- götur í lífinu,“ segir Katrín. Nýlega greindist Katrín með sjálfsofnæm- issjúkdóm sem hefur gert að verk- um að hún hefur misst allt hárið. Er sjúkdómurinn rakinn til mik- illa áfalla sem Katrín hefur geng- ið í gegnum. Misnotaði áfengi Faðir Katrínar var eins og áður segir mikill drykkjumaður og veikur af alkóhólisma. Sjúk- dómurinn tók mikið á Katrínu en hún bældi niður tilfinningar sínar. Katrín misnotaði svo sjálf áfengi en telur að það hafi hún gert til að bæla niður hinar erf- iðu tilfinningar frá æsku. Þá notaði hún einnig áfengi til að komast í gegnum daginn. „Ég hef gengið í gegnum margt á þessum tuttugu og sjö árum sem ég hef lifað. Þessi lífsreynsla hefur kennt mér að vera sterk og standa með sjálfri mér,“ segir Katrín. Hélt hún myndi ekki lifa þetta af Þann 21. apríl í fyrra fékk Katrín skelfilegar fréttir. Faðir hennar var látinn. Hann hafði framið sjálfsmorð. Höggið var gríðarlegt. Sársaukinn ólýsanlegur. Myrkrið helltist yfir. „Þetta var mjög erfitt tímabil og tók svo sannarlega á. Ég hélt hreinlega að ég myndi ekki lifa þetta af. En með góðum styrk og stuðningi komst ég í gegnum þennan dimma dal og var það sérstaklega ein vinkona mín, að nafni Ágústa, sem var mín stoð og stytta í gegnum þennan erfiða tíma.“ Katrín fór að taka eftir því í haust að hár hennar byrjaði að þynnast og gerðist það hratt. Áður en hún vissi af höfðu skallablettir myndast á höfði hennar. „Mér leist ekkert á blikuna og fór ég í ýmsar blóðprufur. Rann- sóknir leiddu í ljós að ég er með sjálfsofnæmi vegna áfallsins sem ég fékk þegar pabbi minn svipti sig lífi. Þessi veikindi hafa haft mikil áhrif á mig, bæði andlega og líkam- lega. Ég veit að ég mun ná mér með tímanum. Ég er að byggja mig upp hjá starfsendurhæfingu Hafnar- fjarðar og líður ágætlega í dag.“ Ekki víst að hárið komi aftur Sjálfsofnæmissjúkdómurinn sem Katrín þjáist af lýsir sér á þann hátt að hún er mikið næmari fyrir öll- um veikindum. Þá er hún reglu- lega mjög þreytt og orkulítil. Einnig sefur hún illa og finnur fyrir miklu máttleysi í höndum og fótum. „Ég fékk líka skallabletti þegar ég var yngri, fyrst þegar foreldrar mínir skildu og svo kom þetta aftur upp á unglingsárunum. Þá voru þetta litlir blettir og hárið kom fljótt aftur. Í þessu tilfelli telur læknirinn líkur á að þetta geti lag- ast, það er þó ekki víst. Það verð- ur að koma í ljós með tímanum.“ n Katrín missti hárið eftir að pabbi hennar framdi sjálfsvíg n Erfiðar aðstæður eftir skilnað n Stendur sterk eftir erfiða lífsreynslu n Bjart framundan Með foreldrum sínum Katrín var náin báðum foreldrum sínum. Katrín Rut Jóhannsdóttir Hefur misst allt hárið. Börn Katrínar Kári Steinn, Kristófer Snær og Karítas Sól. „Ég hélt hreinlega að ég myndi ekki lifa þetta af Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is Átta ómetanleg húsráð Margrét Sigfúsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.