Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 10
10 23. mars 2018fréttir S amtök um líkamsvirðingu hafa sett varnagla við fram- boð Valgerðar Árnadóttur sem gefur kost á sér á lista Pírata í borgarstjórnarkosningun- um í vor. Ástæðan er pistill sem Valgerður skrifaði á vefinn Pjatt- rófur í ágústmánuði árið 2012 og bar titilinn „Pepsi Max fitu- hlunkar“. Tara Margrét Vilhjálms- dóttir, formaður samtakanna, seg- ir pistilinn „ljótan og rætinn“ en Valgerður segist alfarið hafa skipt um skoðun síðan þá. Skömmu eftir að pistillinn birt- ist var titlinum breytt í „Pepsi Max stereótýpurnar, ó þú feita Ísland“. Síðan var pistlinum eytt af síð- unni vegna sterkra neikvæðra við- bragða lesenda. Í pistlinum kom fram að Íslendingar væru önnur feitasta þjóð veraldar og helsta heilsufarsvandamálið væri offita. „Mjög algeng sjón er að sjá fólk með greinilega offitu með ham- borgara í annarri og Pepsi Max í hinni!“ Enn fremur: „Það verður allt brjálað ef maður minnist á að fólk sé feitt og það sé óeðlilegt. Með- virknin með feitu fólki er slík að þegar minnst er á að þetta byrj- ar alltaf einhver furðuleg um- ræða um að það geti ekki allar konur litið út eins og fyrirsætur og karlmenn eins og Brad Pitt og að staðalímyndir okkar séu „fokkt opp“ vegna þess að við lékum okk- ur að Barbie og He-man í æsku … blebleble.“ Eins og að vera kýld í magann Tara segir það mikilvægt að fram- bjóðandinn hreinsi loftið vegna pistilsins, það sé bæði mikilvægt fyrir hana sjálfa og kjósendur. „Okkur finnst þetta í ósamræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkur- borgar sem er ein sú framúrstefnu- legasta í vestrænum löndum.“ Í sjötta kafla mannréttindastefn- unnar eru ítarlegar greinar um að óheimilt sé að mismuna fólki vegna holdafars, útlits og líkams- gerðar. Í slíkum fordómum og mis- munun felist félagslegt óréttlæti sem beri að vinna gegn. Sérstak- lega verði að taka á þessu í skólum, frístundaheimilum og tómstunda- og menningarstarfi borgarinnar. Samtök um líkamsvirðingu voru stofnuð nokkrum mánuðum áður en pistillinn birtist. Tara seg- ir það hafa verið áfall að sjá hann. „Þetta var eins og ég hafi verið kýld í magann. Á þessum tíma var þessi pistill sá fitufordómafyllsti sem við höfðum séð. Við höfum séð verri hluti síðan en af því að þetta var svo alvarlegt nefndi ég masters- ritgerðina mína eftir pistlinum.“ Ritgerð Töru heitir einmitt: Pepsi Max fituhlunkar: Samfélagsleg greining á fitufælni og afleiðing- um hennar. „Þetta er svo afgerandi tilfelli. Hún var að nota þarna röksemdafær- sluna um að fordómar og smánun leiði til bætts heilsufars. En þetta hef- ur algjörlega öfug áhrif. Þetta leiðir til skammar og minnkar líkurnar á að fólk hreyfir sig,“ segir Tara. Höfuðlausar fitubollur Ein myndin sem birtist í greininni var af tveimur konum í yfirvigt að borða ís en höfuðin sjást ekki. Tara segir þetta aðferð sem nefndist „Headless fatties“ (höfuð lausar fitubollur) og sé tilraun til af- mennskunar feitra. „Þegar fjölmiðlar birta fréttir af offitufaraldri eða einhverju í þeim dúr þá er greinilegt að myndir eru valdar þar sem búið er að klippa höfuðin af og fókusinn er á mag- ann. Oft eru myndirnar af fólk- inu að borða. Þessu myndefni er ætlað að valda viðbjóði hjá lesendum. Rannsóknir sýna að þegar lesandinn les frétt með slíku myndefni verða áhrifin nei- kvæðari en þegar sams konar frétt er með hlutlausari mynd.“ Tara telur að rótin að fitufor- dómum sé tvíþætt. Annars vegar að offita sé sjúkdómsvædd sem eigi ekki við jafn mikil rök að styðj- ast og flestir halda. Hins vegar að staðalmyndir séu gerðar af feitu fólki og börnum. „Þegar við sjáum feita manneskju lesum við út úr holdafarinu að hún sé löt, gráðug, skorti sjálfsaga og heimsk.“ Hún segir jafnframt að ástandið í dag sé mun betra en það var árið 2012, þegar pistillinn var skrif- aður. Ef pistillinn væri skrifaður í dag fengi hann mun neikvæðari umfjöllun en hann gerði á sínum tíma. Fólk sé orðið meðvitaðra um þessi málefni. „Mér finnst málflutning- ur Valgerðar fyrir Pírata skynsamlegur og hún er að berjast fyrir góðum málefnum þannig að ég trúi ekki öðru en að hún hafi endur- skoðað þessa afstöðu sína. En það er mikilvægt að við sem göngum til borgarstjórnarkosninga fáum það á hreint, því ef hún hefur ekki breytt skoðun sinni þá mun hún ekki fá mitt atkvæði og margra fleiri.“ Illa ígrundaður pistill og alls ekki sama sinnis í dag Valgerður, sem er fram- kvæmdastjóri Samtaka græn- metisæta, segir það ekki að ástæðulausu að pistillinn hafi verið tekinn út. „Þessi grein átti aldrei að vera um fitufordóma. Þessi grein kom mjög illa út og ég viðurkenni það alveg enda var hún tekin út. Hún var illa skrifuð og illa ígrunduð hjá mér og ég er alls ekki sama sinnis í dag.“ Hún segir að viðbrögðin við pistlinum hafi verið mjög heiftúð- leg og hún hafi fengið mikið af skilaboðum. Eftir að hafa rætt við það fólk hafi hún meðtekið skila- boðin um að pistillinn ylli for- dómum. „Ef það er eitthvað sem ég vil uppræta þá eru það fordóm- ar í samfélaginu og ég vil alls ekki verða völd að fordómum. Ég styð mannréttindastefnu Reykjavíkur- borgar og er búin að vera að vinna með fólki í mannréttindastefnu Pírata fyrir borgina og hún er mjög vel gerð. Við viljum ekki for- dæma neina jaðarhópa og viljum að allir séu velkomnir í borginni.“ Ástæðan fyrir því að hún skrif- aði pistilinn á sínum tíma var sam- tal við vinkonu hennar sem var í matarfíknarsamtökunum O.A. (Overeaters Anonymous), sem eru tólf spora samtök svipuð og A.A. „Þessar pælingar voru tilkomn- ar vegna þess sem hún sagði um matarfíkn. En auðvitað er ég ekki með fordóma gagnvart þeim sem eiga við matarfíkn að stríða eða annað. Þetta átti alls ekki að koma út eins og þetta kom út og ég bað þá sem höfðu samband við mig innilegrar afsök- unar á þessu. Ég er mjög virk í feminísk- um málefnum og þar er mikið tekið á líkamsvirðingu. Ég hef gert allt sem ég get til að snúa þessari grein við.“ n n Breytt og síðan eytt n Höfuðlausar bollur valda viðbjóði n Baðst afsökunar „Var eins og ég hafi verið kýld í magann“ Frambjóðandi Pírata skrifaði um Pepsi Max-fituhlunka: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Valgerður Árnadóttir „Ég hef gert allt sem ég get til að snúa við þessari grein við“ Tara Margrét Vilhjálms- dóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.