Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 13
23. mars 2018 fréttir 13 bendir á hús Orkuveitu Reykja- víkur og hlær, upp veginn sjást hitaveitutankarnir í Grafarholti. „Keldur henta vel fyrir spítala, við í Miðflokknum í Reykjavík viljum hafa spítalann í sveitarfé- laginu. Það gengur ekki að hafa spítala þjóðarinnar í miðbænum í allri menguninni.“ Vigdís leggur bílnum, klifrar yfir girðingu og fer með skófluna út á grasblett. „Nýr spítali á Keldum! Ríkið seldi Vífilstaðalandið á undir- verði til Garðabæjar þannig að við krefjumst þess að ríkið selji Keldnalandið til Reykjavíkur á undirverði, fordæmið er komið, annað yrði brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar!“ Vigdís tekur skóflustungu. „Til hamingju með nýjan spítala!“ Hún gengur svo frá grasinu sem hún var að ljúka við að grafa upp, Vigdís hefur á orði að reynslan úr garðyrkjunni komi að góðum notum við þessar aðstæður. Partíspillir Eitt helsta markmið Vigdísar sem nýr borgarstjóri verður að taka til í kerfinu. „Borgin er með einn starfsmann á hverja fjórtán íbúa, það sjá það allir að þetta er of mikið. Ég ætla ekki að skera nið- ur fólkið á gólfinu, hagræðingin mun beinast að stjórnendunum. Þegar ráðhúsið var byggt var markmiðið að þar yrðu allar skrifstofur borgarinnar. Árið 2018 eru skrifstofurnar í tæplega hálfs kílómetra löngu húsi á sex hæð- um í Borgartúni. Ég ætla að fara inn á hverja einustu skrifstofu og sjá hvernig er hægt að hagræða. Þetta er allt í lagi, ég fæ hvort eð er engin atkvæði frá embættis- mönnum,“ segir Vigdís og hlær. „Fyrsta málið er að koma rekstrinum í lag, svo þegar við erum búin að taka til þá getum við farið að tala um að lækka út- svar. Það ætti að vera hægt á síð- ari hluta kjörtímabilsins. Útsvar- ið er núna að fara í einhverja ósýnilega hít, tekjurnar í botni en samt er borgin röngum megin við núllið. Þetta heitir á góðri ís- lensku eyðslufyllerí.“ Þannig að þú ætlar að binda endi á fylleríið? „Já, ég er partíspillirinn! Partíið er búið.“ Búin að finna 10–15 milljarða Við keyrum framhjá verslun Bauhaus og stöðvum fyrir utan byggðina í Úlfarsárdal. Hér ætlar Vigdís að reisa ódýrar íbúð- ir fyrir ungt fólk. „Af hverju má ekki þétta byggðina hér? Nú ligg- ur öll umferðin niður í bæ, það sem við þurfum að gera er að snúa umferðinni við.“ Hún fer út úr bílnum og tekur aðra skóflu- stungu. „Hér mun rísa ódýrt hús- næði! Hættum þessum töfum, innviðirnir eru klárir, byrjum að byggja í haust!“ Stefnuskrá Miðflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar er enn í vinnslu en Vigdís var tilbú- in að upplýsa að þar verði farið í róttæka hagræðingu. „Ég boða það að hið lögbundna hlutverk Reykjavíkur verði endurskoðað strax eftir kosningar, farið verði ofan í hvern krók og kima til að sjá hvar er hægt að hagræða. Eft- ir páska kynni ég svo fjáröflunar- leiðir, hvar ég er búin að finna 10 til 15 milljarða án þess að segja upp einum starfsmanni. Bíðið spennt.“ Vigdís keyrir eftir Sæbraut- inni, í vegkantinum er eldri mað- ur að tína rusl. „Nei, sjáðu hvað þessi er flottur að tína rusl í skítugu borginni hans Dags.“ „Ég hélt að þú værir túristi!“ Við erum komin út á Laugarnes, þar ætlar Vigdís að leggja Sunda- braut og tengja þar með Sæ- brautina við Kjalarnes. „Við erum með svakalega flott land upp á Kjalar nesi, hugsaðu þér, það eru 20 ár síðan Kjalnesingar sameinuðust Reykjavík, þá var þeim lofað Sundabraut eftir tvö ár. Það er ekkert búið gera.“ Vigdís tekur skóflustungu að Sundabraut, í sömu andrá kall- ar kona sem á leið hjá í áttina að Vigdísi. „Af hverju ertu að raska jörðinni!?“ Vigdís svarar: „Held- ur þú að ég kunni ekki að ganga frá þessu?“ Konan sér hver þetta er: „Nei, er þetta þú! Ég fyrir- gef þér strax. Ég hélt að þú vær- ir túristi!“ Á leiðinni til baka berst talið að hugsanlegum samstarfsflokk- um í meirihluta borgarstjórnar. Vigdís vill stíga varlega til jarðar þegar kemur að slíkum vanga- veltum þar sem ekki er hægt að kjósa aftur fyrr en eftir fjögur ár þó að meirihlutinn springi. „Samfylkingin og Vinstri græn eru sístu kostirnir til samstarfs.“ Hvernig líst þér á að vera borgar stjóri með Eyþór Arna- lds og Sjálfstæðisflokkinn þér við hlið? „Mér myndi hugnast það vel án þess að ganga bund- in til kosninga. Mér finnst Mið- flokkurinn eiga margt sameig- inlegt með Sjálfstæðisflokknum. Ég er hins vegar ekki hrifin af þeirra hugmyndum um byggð í Örfirisey, það gengur gegn okk- ar hugmyndum um að snúa um- ferðinni við. Annars hlakka ég til að sjá hvernig kosningarnar fara, ég stefni á stórsigur.“ n „Nei, er þetta þú!“ Kona á gangi í Laugarnesinu kallaði að Vigdísi, hún faðm- aði hana svo að sér þegar hún uppgötvaði hver var þarna á ferð. MyNd/Ari BryNjólfssoN „Til hamingju með nýjan spítala! „Nei, sjáðu hvað þessi er flottur að tína rusl í skítugu borginni hans Dags. Byrjað í Húsasmiðjunni Fyrsta verkefnið var að útvega stunguskóflu. MyNd/Ari BryNjólfssoN Vigdís Hauksdóttir MyNd Ari BryNjólfssoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.