Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 22
22 23. mars 2018fréttir Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is S igríður Andersen dóms- málaráðherra hitti á dögun- um Þorstein Vilhelmsson, föður Hildar Þorsteins- dóttur. Hildur sagði í samtali við DV að hún hefði mátt þola skelfi- legt, andlegt, líkamlegt og kyn- ferðislegt ofbeldi af hálfu Magnús- ar Jónssonar, sem oft er kenndur við Atorku. Í viðtalinu kom fram að þrátt fyrir að hafa slitið sam- bandinu fyrir þremur árum er ekki enn búið að skipta eignum og sagði hún Magnús hafa tafið mál- ið í þrjú með aðstoð lögfræðinga. Kerfið hefur brotið á Hildi og fleiri konur hafa verið í svipuðum spor- um. Hildur kveðst hafa stigið fram til að segja sögu sína til að vekja athygli á þessu óréttlæti. Hildur segir: „Ég er algjörlega orðlaus yfir öllum viðbrögðunum sem ég hef fengið síðan greinin um mig birt- ist í DV. Ég vona innilega að saga mín hafi gefið einhverjum konum styrk. Styrk til að stíga út úr ofbeld- issambandi, styrk til að segja frá og fá þá hjálp sem þær eiga skilið. Ég vona að kerfið ranki við sér og það strax. Hjálpi þolendum svo að þeir þurfi ekki að hefja nýja baráttu þegar þeir loksins öðlast styrkinn og hugrekkið til að fara.“ Þorsteinn kveðst treysta því að Sigríður Andersen láti nú til sín taka og að breyting verði á kerf- inu með hagsmuni kvenna í huga enda um lífsspursmál að ræða. Hildur kveðst þakkláti Sigríði að taka á móti föður hennar. „Ég veit að hún er öll af vilja gerð til að breyta kerfinu. Það mun taka tíma. Ég vona samt að í framtíðinni muni þolendur heimilisofbeldis fá alla þá aðstoð sem þeim ber og að kerfið muni ekki bregðast fleiri einstaklingum. Ég trúi því að rétt- lætið muni sigra að lokum.“ Heimildir nýttar betur Sigríður Andersen dómsmálaráð- herra vildi ekki tjá sig við DV um einstaka mál en vildi minna á að það taki tíma að breyta kerfinu. Laga- og verklagsbreytingar gerist ekki á einni nóttu en þróunin virð- ist vera í réttum farvegi að henn- ar mati. „Það eru samt mjög miklar breytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum misserum. Um ára- mótin 2014/2015 breyttist verk- lagið hjá lögreglunni í heimilisof- beldismálum mikið, heimildir eru nýttar miklu betur og mér skilst að áhættumat sé gert í hverju máli og skoðað hvort nálgunarbann sé úr- ræði sem þurfi að beita eða hvort neyðarhnappur sé hentugri. Þannig að þetta er mikið að breytast. Það virðist vera svo að dóm- stólar séu oftar að fallast á kröfur um nálgunarbann og mér skilst það frá ákærusviði lögreglunnar að það hafi orðið töluverð breyting frá því sem áður var,“ segir dóms- málaráðherra. Það skal þó tek- ið fram að lögregla útvegaði Hildi neyðarhnapp en dómstólar neit- uðu henni um nálgunarbann. Verður það að teljast nokkuð óvenjulegt, þá einnig í ljósi þess að önnur kona sem Magnús hóf sam- band við eftir að Hildur sleit sam- bandinu fékk nálgunarbann. „Það er þannig, að það er orðið mun algengara að fallist er á kröfu um nálgunarbann. Það er dæmi um breytingar sem hafa átt sér stað á síðustu árum, eða í raun bara síð- ustu misserum. Svo er vert að minnast á Bjark- arhlíð sem við opnuðum á síðasta ári sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Það er til- raunaverkefni sem virðist hafa reynst mjög vel. En þessi mála- flokkur er í miklum forgangi, bæði hjá mér sem ráðherra í ráðu- neytinu og hjá lögreglunni,“ bætir Sigríður Andersen við að lokum. n Dómsmálaráðherra hitti föður Hildar. n Tekur tíma að breyta kerfinu n „Ég trúi því að réttlætið muni sigra að lokum“ Hildur orðlaus yfir viðbrögðunum Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Um Bjarkarhlíð Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Hjá Bjarkarhlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum og er öll þjónustan undir sama þaki til að auðvelda þeim að leita aðstoðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.