Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 28
28 umræða Sandkorn 23. mars 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Stríðið er að tapast É g hef verið svo heppinn í líf­ inu að fáir í kringum mig hafa fallið frá. Þeir nánir ætt­ ingjar og vinir sem hafa yfir­ gefið þessa jarðvist hafa flestir fallið fyrir Elli kerlingu eða sjúk­ dómum sem óhjákvæmilega fylgja því skaðræðisskassi, sem enginn okkar flýr. Það var því ný og í alla staði átakanleg reynsla að fylgja vini mínum, Stefáni Kristjánssyni, til grafar í síðastliðinni viku. Hann lést aðeins 35 ára að aldri eftir erf­ iða baráttu við eiturlyfjafíkn síð­ asta spölinn. Fráfall hans fékk mikið á mig og jarðarförin var ein sú erfiðasta stund sem ég hef upp­ lifað. Neskirkja var troðfull af fjöl­ skyldu Stefáns og vinum sem öll syrgðu þann góða dreng. Sorgin var nánast áþreifanleg og það eina sem veitti manni hugarró voru hlý orð Davíðs Þór Jónssonar prests sem fórst það frábærlega úr hendi að færa tilfinningarnar í brjósti manns í orð og sefa þær. Dauðsföll tengd fíknisjúkdóm­ um eru skelfileg hvað þetta varð­ ar. Fyrir utan baráttuna við sorgina þá þurfa vinir og fjölskylda að burðast með ásakanir í eigin garð og jafnvel reiði. „Af hverju hætti hann ekki?“ og „Gerði ég nóg til að hjálpa honum?“ voru dæmi um spurningar sem ég óhjákvæmilega spurði sjálfan mig og eflaust allir þeir sem voru samankomnir í Nes­ kirkju þennan dag. En Stefán er ekki sá eini sem fallið hefur í valinn. Undanfarin ár hefur orðið sprenging í dauðs­ föllum sem rekja má til fíknisjúk­ dóma. Á árum áður voru dauðs­ föll einstaklinga undir 40 ára aldri, sem leitað höfðu sér hjálpar hjá SÁÁ, um fimmtán talsins á ári. Undanfarin tvö ár hafa dauðsföll­ in verið á bilinu 25–27 talsins. Árið byrjar síðan skelfilega, um tugur einstaklinga er fallinn frá það sem af er ári, þar af Stefán, vinur minn, sem ég minnist á hér að framan. Þá berast fréttir af því að um 600 manns séu á biðlista eftir plássi á Vogi og þar af séu rúmlega 500 manns sem hafa ekki fengið neina tímasetningu um hvenær pláss til að fá lífsnauðsynlega aðstoð losn­ ar. Sem áhorfandi að þessum hörmungum þá upplifi ég ástandið þannig að við eigum í stríði og þetta stríð er að tapast. Lögreglan hefur ekki bolmagn til þess að hafa hendur í hári þeirra sem hagnast af sölu fíkniefna, álagið á réttar­ kerfinu vegna brota sem tengjast sölu og neyslu er mikið og að auki er allt heilbrigðiskerfið fjársvelt og getur þar af leiðandi ekki hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi. Þetta er einfölduð sviðsmynd en hún er sönn. Afglæpavæðing og jafnvel lög­ leiðing fíkniefna er eitthvað sem mér hefur fundist fráleit hug­ mynd fram til þessa. Margir segja það vera uppgjöf og að hún sé óásættan leg. En hvað er annað til ráða þegar varnirnar eru að bresta? Falla með sæmd eða semja frið? Ég vel alltaf hvíta fánann. n Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Fór til Tene og vill lækka áfengiskaupa- aldurinn Þingmenn Sjálfstæðisflokks­ ins í stjórnskipunar­ og eftir­ litsnefnd vilja fara alla leið ef lækka á kosningaaldurinn niður í 16 ár. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks­ ins, sem var á Tenerife þegar DV náði af honum tali, gaf óljós svör um hvort það ætti við um áfengiskaupaaldurinn. Svo virtist sem hann væri í það minnsta til í að lækka aldurinn niður í 18 ár, ef það væri vilji löggjafans að fólk væri orðið sjálfráða. Hvort það hafði áhrif að Brynjar væri á Tene eða ekki skal látið liggja milli hluta. Það sem Sjálfstæðis- menn ályktuðu ekki um Sjálfstæðismenn ályktuðu um flest milli himins og jarð­ ar á landsfundi sínum síðustu helgi. Það var hins vegar eitt mál sem flokkurinn minnist ekki einu orði á, það er borg­ arlínan umdeilda. Málið klýfur flokkinn á höfuðborgarsvæð­ inu. Sjálfstæðismenn í Reykja­ vík vilja taka borgarlínu af dag­ skrá á meðan Sjálfstæðismenn í Kópavogi, Mosfellsbæ, Garða­ bæ og Hafnarfirði eru á sömu línu og meirihluti Dags B. Egg- ertssonar. Það er því skiljanlegt að samgönguályktun Sjálfstæð­ ismanna beini bara spjótum sínum að leigubílstjórum. Orðið á götunni S varthöfði brá sér í heita pott­ inn í vikunni þar sem hóp­ ur fólks ræddi umdeilt við­ tal Sindra Sindrasonar, sjónvarpsmanns á Stöð 2, þegar hann grillaði í beinni Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík. Þórdís mætti í jákvæð og glaðhlakkaleg í settið hjá Sindra en fljótlega runnu á hana tvær grímur. Sindri þjarmaði vel að Þórdísi og var ekki hrifinn af svörum hennar. „Þórdís, þú segir ekki neitt. Þetta er rosalega lítið,“ sagði Sindri og hló hátt og snjallt við einu svari Þórdísar. Egill Helgason hefur komið Þórdísi til varnar og kveðst ekki viss um að fólk sem sé á sínum fyrsta degi í framboði og nýtt í stjórnmálum eigi skilið slík­ ar „trakteringar“. Þór Saari, fyrrver­ andi formaður þingflokks Hreyf­ ingarinnar, sagði aðfarir Sindra eiga fyllilega rétt á sér og Viðreisn ætti ekkert erindi í borgarmálin með „þessari konu.“ Viðtalið minnti nokkuð á það þegar Tara Margrét Vilhjálms­ dóttir, formaður Samtaka um lík­ amsvirðingu, mætti Sindra í sjón­ varpssal til að ræða fitufordóma. Þar lenti Töru og Sindra saman eft­ ir að hún sagði Sindra vera í for­ réttindastöðu. Sindri brást við því með því að spyrja hvort Tara vissi hvað hann væri í mörgum minni­ hlutahópum. „Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi – eða hálfum útlendingi – þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri og Tara svar­ aði á móti: „Það er miklu meira samfélagslegt samþykki fyrir for­ dómum gegn feitu fólki.“ Þórdís fékk svo á baukinn hjá Sindra í vikunni og þegar hún kvaðst vera ákveðin í að láta til sín taka sagði Sindri: „Þetta seg­ ir okkur samt ofboðslega lítið. Er ekkert svona eitt sem þú vilt segja áhorfendum; þetta hefur ekki ver­ ið nógu vel gert, við viljum ráð­ ast í þetta? Komdu með eitt.“ Þór­ dís svaraði: „Besta borg í Evrópu, er það ekki flottur mælikvarði?“ Sindri svaraði: „Þórdís, þú segir ekki neitt. Þetta er rosalega lítið.“ Um þetta var rætt í heita pottin­ um og voru pottverjar á því að Þórdís og Tara væru báðar klárar og glæsilegar konur sem ættu það líka sameiginlegt að vera í yfir­ þyngd. Feitar er orðið sem Tara vill að sé notað. Þá er nokkur svipur með Töru og Þórdísi. Enginn hef­ ur fengið jafn mikið fyrir ferðina hjá Sindra og þær Tara og Þórdís. Það er því engin furða að fólkið í heita pottinum spyrji: Er Sindra í nöp við feitar konur? Svarthöfði Er Sindra í nöp við feitar konur? Orðið á götunni er að nokkur skjálfti sé meðal ýmissa starfsmanna borgarinnar, enda borgarstjórnarkosningar framundan og hætt við að með nýrri forystu komi nýtt og breytt verklag. Gjarnan er minnst á kústa eða vendi í þessu sambandi. Bera slíkar breytingar gjarnan hið hlutlausa og saklausa nafn „skipulagsbreytingar“ eða „hagræðing“ þótt það feli ávallt í sér uppsagnir, mannabreytingar eða jafnvel upprætingu heilu embættanna. Embætti Umboðsmanns borgarbúa var stofnað árið 2013 til þess að vera eins konar hjálparhella og milliliður borgarbúa gagnvart skrifræð- iskerfinu. Eða líkt og segir á heimasíðunni: „… styrkja tengslin milli borgarbúa og borgarkerfis og stuðla að auknu réttaröryggi borgarbúa.“ Orðið á götunni er að Umboðsmaður borgarbúa telji nú starfsöryggi sínu verulega ógnað. Embættismaðurinn ku vera sveittur við lyklaborðið að uppfæra ferilskrá sína og líta í kringum sig eftir nýju starfi. (Embætti Umboðsmanns Íslands er víst laust, þar sem Einar Bárðarson er kominn í vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ.) Ástæðan er sú að Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, virðist ekki sérstaklega upp með sér yfir tilgangi eða afköstum embættisins. Segir Eyþór að þangað geti borgarbúar leitað og á meðan trufli þeir ekki borgarfulltrúa eða borgarstjóra með kvabbi sínu, þannig komi borgarstjóri sér undan að veita borgarbúum áheyrn. Hann tekur fram að umboðsmaðurinn hafi engin völd og skili því aðeins áliti eða frávísun til fólks sem þangað leiti. Hann nefnir að það geti tekið allt upp undir 80 daga fyrir umboðsmanninn að fá svör frá skipulagssviði og að kerfið finni þar á eigin skinni það sem borgarbúar þurfa að búa við, þar sem algengasta niðurlag fundargerða þar á bæ sé orðið: „frestað“. Þessu segist Eyþór ætla að breyta. Orðið á götunni er að setjist Eyþór í borgarstjórastólinn verði embætti Um- boðsmanns borgarbúa lagt niður í sinni núverandi mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.