Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 32
Íslensk hönnun 23. mars 2018KYNNINGARBLAÐ Erling og Helga Ósk eru gull-smiðir sem reka verslun og vinnustofu að Hverfisgötu 39 í Reykjavík. Þau eiga bæði að baki langan feril sem framsæknir hönnuðir og mörg verka þeirra eru á mörkum þess að vera skartgripir eða lista- verk. Vinnustofa og verslun Erlings og Helgu við Hverfisgötu mynda heillandi og aðlaðandi umhverfi þar sem hönnun þeirra nýtur sín vel, og gaman er að koma þangað og skoða skartgripi. Erling Jóhannesson útskrifaðist sem gullsmiður frá Tækniskólanum í Reykjavík 1983. Eftir framhaldsnám í gullsmíði í Flórens á Ítalíu starfaði hann á ýmsum verkstæðum í Reykja- vík. Árið 1990 útskrifaðist hann sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands og hefur hann unnið jöfnum höndum við skartgripagerð og leiklist, bæði hér heima og erlendis. Skartgripir Erlings eru af ýmsum toga og á löngum ferli hafa verkefnin verið fjölbreytt, en rauður þráður í vinnu hans er skýr formhugsun þar sem formin eru upp- diktuð og óræð en með einhverjum undarlegum hætti vísa í ekki alveg augljósan veruleika. Helga Ósk lauk námi í gullsmíði frá Tækniskólanum árið 1995 og fram- haldsnámi frá Institute for Ædelmetal í Kaupmannahöfn 2010. Hún hefur unnið bæði hér heima og erlendis við skartgripasmíði og hönnun. Verk Helgu spanna fjölbreytt svið skart- gripagerðar en það sem einkennir verk hennar flest er hvernig hún hefur tvinnað saman hefðbundið víravirki og samtímaskartgripagerð. Víra- virkið sem á langa sögðu í íslenskri skartgripagerð er ákaflega fínlegt handverk sem Helga hefur öðrum gullsmiðum fremur náð að færa til samtímans með frumlegri og fágaðri útfærslu. Auk þess hefur Helga smíð- að og hannað skartgripi sem margir hverjir ramba á mörkum skartgripa og sjálfstæðra listaverka. Allt frá framúrstefnu til hefðbundinna skartgripa „Við förum bæði oft út fyrir þessa hefðbundnu ramma, sprengjum hugmyndalandamærin, þá erum við oft að vinna með eitthvað sem er á mörkum þess að vera skartgripir. Vinnum til dæmis með óhefðbundin efni og hefðbundna notkun og form skartgripa. Við erum á því róli að leika okkur með svona óhefðbundna skart- gripi yfir í eitthvað alveg hefðbundið og aðgengilegt, svo þrátt fyrir þessa frjálslegu nálgun geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Aðspurð hvert þau sæki innblástur í verk sín segir Erling að þau séu ekki sérstaklega upptekin af innblæstri og Helga tekur undir það: „Ég held að við vinnum á svipaðan hátt þó að útkoman geti verið ólík. Við leggjum lítið upp úr innblæstri, það er ekkert vandamál að fá hugmyndir ef maður kann sitt fag, þær einfaldlega koma. Ef þú kannt þitt fag þá þarftu ekki að leita að innblæstri, það sem við gerum hangir saman við það sem við kunnum og ef þú kannt eitthvað vel þá kemur þetta allt til þín,“ segir Erling. Hann segir jafnframt að þau leiti mikið hvort til annars með hugmyndir og úrvinnslu: „Við spyrjum kannski hvort annað: Hvernig myndir þú leysa þetta? Og við köstum hugmyndum á milli. Þessi faglegi félagsskapur er ómetanlegur, það er mikilvægt að geta verið í sambandi og eiga samtal við kollega sína.“ Skartgripir í þessum gæðaflokki hvergi ódýrari Verðbilið er mjög vítt á skartgripunum hjá Erling og Helgu Ósk. Allt frá mjög viðráðanlegu verði upp í eitthvað mjög dýrt fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. „Útlendingar sem koma hingað segjast ekki fá sérsmíðaða skartgripi í þessum gæðaflokki nokkurs staðar á jafn lágu verði eins og á Íslandi,“ segir Erling. Aðspurður segir hann að erlendir ferðamenn séu líklega um helmingur viðskiptavinanna. Helga Ósk og Erling hafa skapað mjög skemmtilegt umhverfi að Hverfisgötu 39. „Við viljum hafa þetta lifandi stað þar sem gaman er fyrir áhugafólk um skartgripi og frumlega hönnun að kíkja inn á í göngutúr um miðbæinn,“ segir Erling. Staðsetningin er líka heppileg við Hverfisgötuna sem er að taka miklum og skemmti- legum breytingum. Verslunin að Hverfisgötu 39 er opin virka daga frá kl. 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16. Vefverslun og nánari upplýsingar eru á vefsíðunni erlingoghelgaosk.is. Heillandi skartgripa- heimur að Hverfisgötu 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.