Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 36
Íslensk hönnun 23. mars 2018KYNNINGARBLAÐ
Okkar viðskiptavinir geta valið húsgögn alveg eftir sínu höfði, til dæmis lit, viðartegundir
og áklæði, því við sérsmíðum allt
og öll húsgögn til heimilisnota eru
hönnuð og smíðuð hér á landi,“ segir
Reynir Syrusson, eigandi Syrusson
hönnunarhúss. Fyrirtækið hefur í 11
ár hannað og smíðað húsgögn fyrir
íslensk heimili og vinnustaði.
„Við leggjum áherslu á
fagmennsku, fágun og góðan efnivið
við alla framleiðslu,“ segir Reynir en
þrátt fyrir að um vandaða sérsmíði
sé að ræða er verðið á húsgögnunum
mjög hagstætt. Við bjóðum íslenska
hönnuði velkomna með vörur sínar í
sýningarrými okkar þar sem við viljum
hafa Syrusson hönnunarhús sem
hönnunarmiðstöð íslenskra gæða-
húsgagna.
Syrusson býður upp á gífurlegt
úrval af húsgögnum fyrir heimili en
mikil áhersla er lögð á persónuleg
samskipti, góða þjónustu og sveigjan-
leika í hönnun og efnisvali. Markmiðið
er ávallt að uppfylla óskir viðskipta-
vinarins.
Bólstrun hefur alltaf verið stór hluti
af hönnunar- og framleiðslustarfi
Syrusson. Fyrirtækið býður bæði upp
á bólstrun og endurbólstrun. „Smekk-
ur manna er misjafn og þess vegna
bjóðum við viðskiptavinum okkar að
aðlaga vöru sína að þeirra stíl með
breiðu efnisúrvali. Viðskiptavinurinn
fær möguleika á að velja úr úrvali
áklæða, leðurs eða leðurlíkis, hann
fær einnig að velja stífleika í svampi
og lit á þræði sem saumaður er í
húsgagnið. Með þessum sveigjanleika
hefur viðskiptavinurinn möguleika á
að aðlaga vöru sína og upplifa þá
fjölbreyttu möguleika sem við bjóðum
upp á. Með áratuga reynslu í faginu
bjóðum við upp á gæðabólstrun og
endurbólstrun.“
Auk heimilishúsgagna selur Syrus-
son mikið af húsgögnum til fyrirtækja
og stofnana. Í þeirri sölu koma vönduð
innflutt húsgögn oft við sögu og má
segja að hæfileg blanda af innflutt-
um og íslenskum húsgögnum þjóni
viðskiptavinum best. Syrusson veitir
fyrirtækjum oft heildarlausnir á þessu
sviði og sérsmíðar húsgögn inn í rými.
Syrusson er með verslun að
Síðumúla 33, Reykjavík. Þar er opið
mánudaga til föstudaga frá 9 til 18
og laugardaga frá 12 til 16. Þangað er
gaman að koma og skoða allt úrvalið
en umfram allt veita starfsmenn fag-
lega ráðgjöf. Þeir koma líka gjarnan
í heimsókn til viðskiptavina þegar
þörf er á heildarlausn og þá er sest
niður, málin rædd og bestu lausnirnar
fundnar í sameiningu. Til að óska eftir
fundi er gott að hringja í 588-4555
eða senda fyrirspurn á syrusson@
syrusson.is.
Nánari upplýsingar eru
á vefsíðunni syrusson.is.
Hágæða sérsmíðuð íslensk
hönnunarhúsgögn
SyRuSSon: