Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 37
Íslensk hönnun 23. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ
Úrin frá 24Iceland hafa slegið í gegn og eru vinsæl í gjafir, hvort sem er fermingar-,
útskriftar- eða jólagjafir. Eigandi
24Iceland er Valþór Örn Sverrisson,
sem elskar úr og er að eigin sögn
úraperri, enda fékk hann snemma
áhuga á úrum þegar hann aðstoðaði
úrsmiðinn afa sinn í verslun hans.
Valli, eins og hann er jafnan kallaður,
lítur á úr frekar sem skart. Valli er líka
snappari með stóran fylgjendahóp
og einstæður faðir þriggja ára dóttur,
sem hann segir sína bestu klappstýru
og hafa komið sér á þann stað sem
hann er í dag.
Valli sótti hugmyndina að stofnun
24Iceland ekki langt, afi hans var
úrsmiður auk móðurbræðra hans og
sjálfur elskar hann úr. „Ég er svona
úraperri. Ég elska úr, en í dag eru þau
þannig að maður kíkir eiginlega bara
á símann sinn til að vita hvað klukkan
er, úr eru eiginlega frekar skart, eða
það finnst mér allavega,“ segir Valli.
„Afi minn sálugi, sem var líka góður
vinur minn, var úrsmiður, Hermann
Jónsson, og hann var með verslun í
Veltusundi sem hann rak í 45 ár. Ég
hjálpaði honum oft, og síðan þegar
hann lést þá hjálpaði ég ömmu minni
að loka búðinni. Það eru næstum
allir í kringum mig úrsmiðir eins og
til dæmis bræður mömmu minnar.
Ég er samt ekki úrsmiður sjálfur, en
hanna öll úrin mín og svo erum við
að sjálfsögðu með úrsmið í vinnu hjá
okkur.“
24Iceland komið í útrás
Úrin hans Valla hafa slegið í gegn hér
heima og því lá beinast við að koma
þeim inn á önnur markaðssvæði og
Valli er byrjaður á því. „Ég er búinn
að stofna fyrirtæki sem heitir 24USA
og við erum komin með þau úr í
Bandaríkjunum, ég vissi að markaðs-
hópurinn væri stór þar en hann er sko
viðbjóðslega stór. En það er fyrirtæki
þar úti sem ætlar að vinna með okkur
og annað hér heima sem
ætlar að hjálpa okkur aðeins,
en þetta er svo stórt að mað-
ur ræður varla við það,“ segir
Valli.
„Úrin eru alveg eins og
24Iceland, nema bara með
24USA og við erum að tala
við fjölda bloggara og snapp-
ara og annaðhvort gerist
eitthvað eða ekki. Þetta er í
hægri vinnslu og ég hef alltaf
verið þannig í lífinu að ég læt
reyna á allar hugmyndir sem
ég fæ, stundum virka þær,
stundum ekki. Ég hef stofnað
fyrirtæki og unnið vinnu sem
ég hef dauðséð eftir.“
Í fyrra keypti Valli síð-
an nýtt fyrirtæki, MaGa,
sem hann rekur samhliða
24Iceland. „MaGa-úrin
keypti ég af manni í Bret-
landi, en þau eru framleidd
í sömu verksmiðju og Daniel Well-
ington-úrin. Þetta er allt mjög stórt
og umfangsmikið og núna í desem-
ber, þá kom ný lína af MaGa. Ég elska
hauskúpudæmi og eins skartið frá
þeim og get bara ekki beðið eftir að
vinna meira með þetta merki,“ segir
Valli ánægður.
Í þessari viku færði Valli síðan enn
út kvíarnar því nú er fatnaður merkt-
ur 24Iceland kominn í sölu, um er að
ræða hettupeysur merktar 24Iceland
og með mynd af Íslandi. Peysurnar
koma í fjórum litum: svörtum, gráum,
hvítum og bleikum.
Þann 5. apríl næstkomandi flytur
24Iceland á Laugaveg 51, og einnig
opnar Massan, ný spennandi verslun
með innanhúss- og heimilisvörum,
þar á sama stað.
Það er ljóst að framtíðin er
björt hjá Valla sem segir móður
sína, sem hefur verið kaupmað-
ur í 40 ár, og dóttur sína helstu
áhrifavalda í lífi sínu. „Allt sem
ég geri hefur gengið betur eftir
að Sigurrós Nadía fæddist.“
Fylgjast má með 24Iceland á
heimasíðunni 24iceland.is, Face-
book: 24-Iceland, Snapchat:
Iceland24 og Instagram:
24Iceland. Fylgjast má með Valla
sjálfum á Snapchat: vallisverris.
Verslun 24Iceland er að
Krókhálsi 6 og er opin alla virka frá
kl. 11–15, en 5. apríl næstkomandi
lokar verslunin að Krókhálsi og ný
verslun opnar að Laugavegi 51.
Ný spennandi verslun með
innanhúss- og heimilisvörum
24IcELAND oG MASSAN:
Valli ásamt
dótturinni
Sigurósu
Nadíu.
M
yn
d
: Ó
li
M
a
gg