Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Side 39
Íslensk hönnun 23. mars 2018 KYNNINGARBLAÐ Ég var mikið að vinna með ilmkjarnaolíur sem nuddari en það höfðu aldrei verið búnar til íslenskar ilmkjarnaolíur og mig langaði til að gera það,“ segir Hraun- dís Guðmundsdóttir en hún rekur hið merka framleiðslufyrirtæki í ilmolíum, Hraundísi, að Rauðsgili í Borgarfirði. Hraundís gekk lengi með þann draum að framleiða íslenskar ilm- kjarnaolíur á jörðinni Rauðsgili þar sem hún býr. Hraundís lærði fyrst ilmolíufræði á Íslandi en hélt síðan til náms í Arizona í Bandaríkjunum, hjá fyrirtækinu Phebee Aromatic í Sedona. Þar lærði hún að eima og búa til ilmkjarnaolíur en olíurnar eru eimaðar úr mismunandi jurtum. Fyrstu íslensku ilmkjarnaolíurnar komu síðan á markað sumarið 2015. „Ég er mikið í barrtrjánum, íslensku skógunum, en þá eima ég barrið. Stundum eru eimuð blóm, stundum fræ. Þetta er mjög mismunandi eftir því hvernig olíur er verið að búa til. Stundum er það rótin og stundum stöngullinn. Ef við síðan tökum æti- hvönnina sem dæmi, þá eimar maður fræin, laufblöðin og rótina allt sér og fær þá þrjár tegundir af ilmkjarnaolíu, hverja með sína lykt og sína virkni,“ segir Hraundís. Ilmkjarnaolíur hafa mjög mismun- andi virkni og vísindalega þekkingu þarf til að greina hana: „Ég sendi ilmkjarnaolíurnar mínar til Frakklands til efnagreiningar og þannig fæ ég langan lista yfir hvað er í þeim og þannig get ég lesið í virkni hverrar og einnar,“ segir Hraundís. „Ilmkjarnaolíur er hægt að nota til að hjálpa til við að taka á ýmsum kvillum eins og bólgum í vöðvum, húðsveppum, þeir geta verið vörn gegn skordýrum, þunglyndi og mörgu fleiru fleira. Þær eru líka frábærar til að þrífa heimilið á náttúrulegan hátt og setja í þvottavélina og ryksuguna. Ilmkjarnaolíur eru mikið notaðar í snyrtivörur, sjampó, andlitskrem og þess háttar. Snyrtivörurnar sem ég bý til geri ég úr ilmkjarnaolíunum mín- um. Til dæmis er sjampóið úr íslensk- um skógarilmi,“ segir Hraundís enn fremur, en hún selur bæði ilmkjarna- olíur og snyrtivörur unnar úr olíunum. „Sjampóið er búið til úr náttúrulegum efnum og íslenska hreina vatninu okk- ar en sjampó er um 70% vatn. Síðan er það líka úr íslenskum skógarilmi.“ Meðal margra vörutegunda er ilmkjarnaolían Sitkagreni sem er einstaklega verkjastillandi olía. Hún er einnig bólgueyðandi og kælandi, góð gegn kvefi og flensu. Stafafuruolían er bakteríu- og sveppadrepandi. Góð gegn kvefi og öndunarsjúkdómum. Hún virkar vel á alla vöðvaverki og er góð fyrir húð. Þá er hún mjög góð til að bera á magann með burðarolíu við magapest. Þá má nefna skeggolíur, verkja- olíuna Eldhraun, baðsalt og margt fleira. Vöruúrvalið er mikið og fer sí- vaxandi. „Ég er alltaf að gera tilraunir og prófa mig áfram. Ég er ein í þessu ennþá en er samt mikið að nýta fjöl- skyldumeðlimi,“ segir Hraundís. Allt land á Rauðsgili er vottað líf- rænt og fljótlega verða allar vörurnar sem þar eru framleiddar með lífræna vottun. Þess má geta að Hraundís var valin handverksmaður ársins á Hand- verkshátíðinni í Hrafnagili í fyrra- sumar fyrir brautryðjandastarf sitt við þróun ilmkjarnaolíanna. Vörurnar eru seldar í gegnum vefverslun á hraundis.is en eru einnig til sölu hjá Frú Laugu við Laugalæk í Reykjavík, í Landnáms- setrinu og sveitamarkaðnum Ljóma- lind í Borgarfirði, í Húsi handanna á Egilsstöðum, hjá Hitt og þetta handverk á Blönduósi og hjá Sonju Vestmannaeyjum. Hraundís: Ilmkjarnaolíur úr íslenskum jurtum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.