Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Blaðsíða 45
lífsstíll - heilsa 4523. mars 2018 ERU RafsígaREttUR hættUlEgaR? Á nokkrum árum hafa hinar svokölluðu rafrettur orðið gríðarlega áberandi í sam­ félaginu. Saga gufureyk­ inga er aldagömul en rafrettur komu fyrst á markaðinn árið 2003 og voru þróaðar af kínverska lyfja­ fræðingnum Hon Lik. Þetta gerði hann til að hjálpa sjálfum sér að hætta að reykja. Með rafrettum losnar maður við krabbameinsvaldandi tjöru og eiturefni úr sígarettureyknum. En rafrettur hafa einnig náð út­ breiðslu út fyrir raðir reykinga­ fólks, sérstaklega til ungs fólks og unglinga enda fást þær með alls kyns girnilegum bragðefnum og í flottum umbúðum. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessari sprengingu í notkun rafrettna? Margar rannsóknir benda til þess að rafrettunotkun sé ekki nær eins skaðleg heilsu manna eins og sígarettureykingar. Enn vantar þó langtímarannsóknir til að sýna fram á langtímaáhrif þeirra. Valda rafsígarettur krabbameini? Nikótín  sem slíkt er ekki beint krabbameinsvaldandi en það get­ ur örvað vöxt krabbameinsfruma sem eru til staðar auk þess sem það hefur áhrif á hjarta, heila, taugakerfið og öndunarfæri. Nikótín er einnig mjög ávana­ bindandi og það efni   sem ger­ ir reykingafólki svo erfitt að hætta reykingum. Þó nikótíninnihald rafrettna sé mun lægra en í sígar­ ettum þá geta rafrettureykingar leitt ungt fólk út í sígarettureyk­ ingar með áunninni nikótínþörf. Nikótínvökvi getur verið ban­ vænn, sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um, og er því hættulegur, sérstaklega börn­ um ef þau komast í hann. Rafrettur, hvort sem þær inni­ halda nikótín eða ekki, innihalda allar gufureyk og nú liggja fyrir vís­ bendingar um að í þeim séu efni sem séu slæm fyrir heilsu okkar. Rafrettugufur  innihalda ýmis efni, bæði málmefni og nikótín, þó að sá styrkleiki sé umtalsvert lægri en í sígarettureyk. Þessi efni geta haft áhrif á heilsu og líðan þeirra sem eru í kringum rafrettureyk og geta verið krabbameinsvaldandi. Díasetýl er efni sem finnst bæði í rafrettuvökva og sígarettureyk og er talið geta valdið óaftur­ kræfum bráðum lungnasjúkdómi, bronchiolitis obliterans.  Gufan er einnig ertandi fyrir lungun sem er vont fyrir fólk með viðkvæm lungu og ungt fólk sem er enn að taka út sinn líkamsþroska. Rafrettur virðast vera góður kostur fyrir þá sem vilja hætta að reykja en ef þú reykir ekki fyrir er ekki skynsamlegt að byrja rafrett­ ureykingar þar sem rannsókn­ ir benda til skaðsemi þeirra fyrir heilsu okkar og auknar líkur eru á því að þau sem nota rafrettur fari síðar að reykja sígarettur. n Grein þessi birtist upprunalega á vefnum Doktor.is og er höfundur hennar Guðrún Ólafsdóttir hjúkr- unarfræðingur. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.