Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2018, Síða 70
18 fólk 23. mars 2018
M
aður vikunnar er að
öðrum ólöstuðum
pistlahöfundurinn
og fyrrverandi blaða-
maðurinn Bragi Páll Sigurðs-
son. Bragi Páll heimsótti lands-
fund Sjálfstæðisflokksins um
síðustu helgi og skrifaði tvo
eitraða pistla um upplifun sína.
Var honum fagnað sem hetju
hjá andstæðingum flokksins en
Sjálfstæðismenn urðu brjálaðir
og kölluðu Braga Pál öllum ill-
um nöfnum. Meðal annars kall-
aði Páll Magnússon alþingis-
maður Braga Pál og Stundina,
sem birti pistlana, „endaþarm
íslenskrar blaðamennsku“.
Svo skemmtilega vill til
að Páll deilir vinnustað með
föður Braga Páls. Það er Sig-
urður Páll Jónsson, alþingis-
maður fyrir hönd Miðflokksins í
Norðvestur kjördæmi. Sigurður
Páll var áður varaþingmað-
ur Framsóknarflokksins, síð-
an 2013. Bragi Páll er róttækur
vinstri maður og því er óhætt að
fullyrða að feðgarnir séu á önd-
verðum meiði í pólitík.
„Hún var alltaf svo happy þetta helvíti“
Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu
vilja heita annað en Edda? Þegar ég var lítil
fannst mér nafnið Elísabet svo undurfallegt.
Hverjum líkist þú mest? Ég er blanda af
föðurömmu og móðurfólkinu mínu. Ég þótti
samt mjög lík Evu, móðursystur minni, sem var
svolítið seinheppin alltaf og mikill húmoristi.
Hvað halda margir um þig sem er alls
ekki satt? Að ég lifi eingöngu á hollustu-
fæði. Ég er versti nammisukkari og draslæta
sem ég þekki (en bara seinnipart dags).
Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Ég er ekkert betri en aðrir en skora mjög
hátt í bjartsýni.
Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum
sem er ekki kennt þar núna? Styrkleika-
þjálfun (ég held á nýju íslensku styrk-
leikakortunum á myndinni) og kærleiksrík
mannleg samskipti.
Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin-
um þínum? Hér sé stuð!
Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn
sé til. Hvernig svarar þú? Ég svara sann-
leikanum samkvæmt að hann sé sannar-
lega til og elski að gefa börnum gjafir.
Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Það brennur eftir Egil Ólafsson. Fallegasta
lag í heimi.
Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Hún var alltaf svo happy þetta helvíti.
Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Miracle on 34th Street (gömlu myndina).
Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
America's Funniest Home Videos.
Hvert er versta hrós sem þú hefur feng-
ið? Þú lítur miklu betur út svona búttuð.
Heilsarðu frægum Íslendingum úti á
götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu-
lega? Já.
Hverju laugstu síðast? Að það væru fimm
mínútur í að ég sækti fjölskyldumeðlim,
þegar ég vissi að það væru að minnsta kosti
tíu mínútur, ef ekki 15 mínútur!
Um hvað geta allir í heiminum verið sam-
mála? Að án gjafa jarðar værum við ekki til.
Hreint vatn og hreint loft eru grunnur þess
að við lifum, þess vegna er óskiljanlegt að
við skulum keppast við að drepa okkur með
endalausri viðbjóðslegri mengun!
Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig
mest? Engilhegðun hins kynsins ruglar mig.
En sumt finnst mér óendanlega fyndið. Ég
ætla ekki að nefna neitt dæmi hér.
Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta
þig við að maki þinn stundaði? Að safna
veraldlegum auði, peningaást.
Á hvern öskraðirðu síðast? Ég öskraði af
gleði þegar ég sá nýju styrkleikakortin mín
nýkomin úr prentun.
Hver er fyndnasta „pick-up“-línan sem
þú hefur heyrt? Geturðu lánað mér 5.000
kall, svo ég geti boðið þér í glas.
Um hvað varstu alveg viss þangað til
þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir
þér? Að allar manneskjur væru góðar í eðli
sínu. Ég er þó sannfærð um að 90% eru með
fallegt hjarta þótt það sé stundum vel falið.
Hvað er fram undan um helgina? Fjórar
leiksýningar á söngleiknum Slá í gegn,
sem hefur gjörsamlega slegið í gegn, og
tvö námskeið þar sem unnið er með nýju
styrkleikakortin, því sú vinna gerir fólk svo
hamingjusamt og hamingjuaukning eykur
lífsgæði og gerir heiminn betri.
Lítt þekkt ættartengsl
Sigurður Páll Jónsson
Bragi Páll Sigurðsson
T
ónlistarkonan Inga María
Hjartardóttir er búsett í Los
Angeles í Bandaríkjunum.
Lag hennar Good in Good-
bye keppir í úrslitum söngkeppn-
innar International Songwriter of
the Year og þegar viðtalið var tekið
var lag hennar efst í keppninni.
Vinningslagið er valið með þátt-
töku dómnefndar, sem í eru með-
al annarra Tom Waits og Lorde.
Einnig eru sérstök verðlaun sem
almenningur kýs áfram með vef-
kosningu, sem allir geta tekið þátt í.
Inga María er 24 ára, fædd og
uppalin á Akranesi, kemur úr tón-
elskri fjölskyldu, afi hennar spilaði
á kontrabassa og píanó og margir
voru í kirkjukór. „Það var aldrei neitt
annað en tónlist sem kom til greina.“
Árið 2013 flutti hún til Banda-
ríkjanna og hóf nám í Berklee
College of Music í Boston. Nám-
ið kláraði hún á þremur og hálfu
ári og flutti síðan til Los Angeles
í janúar 2017. „Mér líkar mjög vel
hérna. Það er yfirleitt alltaf mjög
gott veður, nema núna er grenj-
andi rigning,“ segir Inga.
„Boston er lítil borg miðað við
bandaríska borg, um 600 þúsund
íbúar, það var gott að byrja þar. Los
Angeles er töluvert stærri.
Keppnin er árleg keppni sem
stefnir að því að hitta listamann
sem hefur ekki verið uppgötvað-
ur ennþá, ég skráði mig í desem-
ber í fyrra og fékk tölvupóst um að
ég væri komin í úrslit. Það er dóm-
nefnd sem velur í úrslit, en um 16
þúsund framlög bárust. Keppn-
in er tvískipt: dómnefnd, sem er
skipuð fólki sem hefur náð frama
í bransanum, og svo netkosning,
sem allir geta tekið þátt í.
Ég tel að það sé því að þakka að
ég er íslensk að ég er efst í kosn-
ingunni, fólk vill halda með „the
underdog“, en þetta er líka stað-
festing á því að maður er að gera
rétt, þetta minnir mig á af hverju
ég er að þessu.
Bara að vera í keppninni þýðir
að dómnefndin er að hlusta á lagið
mitt. Ég er ekki búin að kynna mér
hver fyrstu verðlaunin eru, þetta
gerðist allt svo hratt.“
Í dag, föstudag, verða
topp 25 lögin kynnt,
en 250 framlög voru
í keppninni þegar
viðtalið var tekið fyrr
í vikunni. „Það væri frá-
bært að vera í toppbarátt-
unni, en maður á enn tækifæri,
þar sem vefkosningin heldur
áfram. Úrslit verða síðan tilkynnt
6. apríl næstkomandi.“
Á meðal fyrri vinningshafa má
nefna Gotye, Bastille, The Band
Perry og Passenger og í dómnefnd
í ár eru meðal annarra Lorde, Tom
Waits, Bastille, Don Omar, Hard-
well og Kaskade. „Þetta er stærra
en ég átti von á.“
Keppir í flokki listamanna sem
gefa út á eigin vegum
Inga María keppir í flokki sem heit-
ir Unpublished, sem inniheldur
listamenn sem eru ekki á vegum
útgáfufyrirtækis heldur gefa tón-
list út á eigin vegum. Inga María
var búin að gefa út tvö lög áður, en
þetta er fyrsta popplagið sem hún
gefur út og er lagið í stíl við það sem
hún hyggst gera í framtíðinni.
„Framundan er að gefa út EP-
plötu, með fimm lögum og mark-
miðið er að hún komi út á þessu ári.
Það ræðst af fjármagni en ég vil ekki
gefa neitt út nema ég sé mjög ánægð
með það,“ segir Inga María sem var
að sækja um vegabréfsáritun fyrir
listamenn sem heimilar henni að
vinna í tónlistariðnaðinum í Banda-
ríkjunum næstu þrjú árin.
Inga María bjó í tvö ár í Svíþjóð og
lærði þar að spila á hljóðfæri, en hún
spilar á píanó, gítar, bassa og smá-
vegis á trommur. „Það eru líka all-
ir í tónlistarskóla þegar þeir eru litl-
ir, læra á blokkflautu og ég spilaði á
þverflautu alla mína barnæsku. Það
var planið að fara aftur til Svíþjóð-
ar, en eftir að ég komst inn í Berklee
kom aldrei neitt annað til greina.“
Inga María semur bæði lag og
texta, ég er að reyna að koma mér
í að semja meira með öðrum en ég
er svo frek að mér finnst bara best
að semja ein. Ég hef samið eitt lag á
íslensku, en allt annað er á ensku,
kannski vegna þess að ég hlustaði
svo mikið á Spice Girls sem stelpa,
enskukunnáttan kom þaðan.“
Gallharður Eurovision-aðdá-
andi og stefnir á þátttöku
Hefur þú sent inn eða velt fyrir þér
að taka þátt í Eurovision?
„Ég væri klárlega til í það í fram-
tíðinni, ég var beðin um að taka
þátt í Voice í fyrra, ég er klárlega
með augað á Eurovision í náinni
framtíð, ég er gallharður aðdá-
andi.“
Hún sér fyrir sér að verða áfram
í Bandaríkjunum, enda óljóst
hvaða tækifæri eru handan við
hornið. „Ég er búin að koma mér
vel fyrir hér, er með stórt tengslanet
úr skólanum, við fluttumst mörg
saman til Los Angeles eftir útskrift
og það eru það mörg tækifæri hér
úti að ég vil ekki sleppa tækifærinu
strax, þó að ég sé alltaf með heim-
þrá, þá safna ég bara frekar og flýg
oftar heim. Ég er líka nýbúin að
kynnast fjölda Íslendinga hérna.
Það var örlítill léttir að finna þenn-
an hóp. Þau skilja kaldhæðnina og
brandara og það er gaman að hitta
þau.
Ég er að vinna fyrir tónlistar-
myndahöfund, Mark Isham, sem
samdi meðal annars tónlistina fyrir
Crash, svo er ég að semja og spila
tónlist á kvöldin og um helgar. Ég
tók Music Business Management
sem aðalfag í skólanum, starfsheiti
mitt hjá Isham er Music Product-
ion Coordinator, ég sé um samfé-
lagsmiðlana hans, útgáfur á plöt-
um, markaðssetningu og allt þar á
milli,“ segir Inga María, en tilviljun
olli því að hún sótti um starfið.
„Ég sótti um í einhverju gríni,
þetta var á erfiðum tíma, ég var
að hætta með kærastanum og
allt frekar ömurlegt, við hætt-
um saman á laugardegi, ég fór í
starfsviðtal á sunnudagsmorgni og
fékk símtal seinni partinn um að
ég hefði fengið vinnuna. Allt í einu
fór allt frá núlli upp í hundrað, það
var mikill léttir, sumarið var erfitt
með lítinn pening og í óvissu um
framtíðina. Ég er búin að læra
heilmikið með frábæru fólki.
Það má kjósa einu sinni á dag
í netkosningunni og ég vil hvetja
fólk til að kjósa.“ n
Inga tekur þátt í söng-
keppni í Bandaríkjunum
Lorde og Tom Waits á meðal dómara
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Gleðigjafinn og gamanleikkonan Edda Björgvinsdóttir hefur glatt
huga og hláturtaugar landsmanna í áraraðir. Nýlega heillaði hún
heimsbyggðina með hlutverki sínu í kvikmyndinni Undir trénu, sem hún
uppskar Edduverðlaunin fyrir. Edda leikur í Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu og
í vikunni komu styrkleikakortin út. Edda gaf sér einnig tíma til að svara
nokkrum spurningum fyrir lesendur DV.
Alþingismaðurinn
og eiturpenninn
hin hLiðin