Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Síða 2
2 13. apríl 2018FRÉTTIR fréttir sem DV sleppti í vikunni Lesendur hafa lengi haft á orði að fátt ef eitthvað sé DV óvið- komandi og hefur í ófá skipti verið spurt hvort „þetta sé frétt“ í athugasemdakerfinu. Svo er ekki og líkt og aðrir fjölmiðlar sleppir DV stundum því að segja frétt þegar það er metið svo að ekki sé tilefni til. Því til sönnunar hefur DV tekið saman fimm fréttir sem DV sleppti í vikunni. Guðmundur Franklín sakar RÚV um að vega að Simpson-fjöl- skyldunni Stjórnmálamaðurinn fyrrverandi Guðmund- ur Franklín Jónsson vandaði Ríkisútvarp- inu ekki kveðjurnar vegna innslags í þættinum Víðsjá þar sem talað er um að Simpsons-persónan Apu Nahasapeema- petilon sé tímaskekkja. Vinstri græn gagnrýnd vegna „R“ í póst- sendingum Vinstrihreyfingin – grænt framboð sendi tölvupóst á félags- menn þar sem nafn flokksins var „Vinstri grænir“. Flokkurinn var gagnrýndur í Femínistaspjallinu fyrir að kalla sig ekki „Vinstri græn“. Fram- bjóðandi flokksins baðst afsökunar og sagði að „R-ið“ yrði fjarlægt. Laddi á Krúsku Spéfuglinn Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sást úti að borða á veitingastaðnum Krúsku við Suður- landsbraut í vikunni. Ekki er vitað hvað hann pantaði sér. Þetta er það sem gerist þegar þú prumpar um borð í smábíl Myndin skýrir sig sjálf. Jónas kallar Sjálfstæðismenn bófa Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, fer ófögrum orðum um Sjálfstæðismenn á bloggsíðu sinni eins og svo oft áður. Kallar hann Sjálfstæðismenn bófa og oddvita flokksins í Reykjavík „billegan braskara“. LOF & LAST – Björg Kristín Oddviti Höfuð- borgarlistans Lofið fær bæjarstjórn Kópavogs fyrir að láta byggja brú til Reykja- víkur og láta aðra greiða fyrir hana. Kópavogur beitir klókindum til að ná fyrirtækjum og einstaklingum frá Reykjavík. Kópavogur fær unga fólkið, fyrirtækin og fjármagnið. Lastið fær öll borgar- stjórn Reykjavíkur, bæði þeir sem eru við völd og hinir valdalausu sem sitja aðgerðarlausir hjá. Ekkert heyrist í þessu fólki. Fram- kvæmdastjórar Reykjavíkur- borgar fela sig í turnum og bak við vatnshana og í fjörum borgarinnar. Nú þurfum við að vaða yfir lækinn og ná í snillingana sem láta greiða allt fyrir sig. Núverandi valdhöfum og þeim valdalausu dettur ekkert í hug annað en greiða allt fyrir Kópavog hvort sem það er brú eða samgöngur. Á þessum degi, 13. apríl 1204 – Konstantínópel, nú Istanbúl, er hertekin af krossförum í Fjórðu kross- ferðinni og markaði það tímabundin endalok Býsansríkis. 1870 – Metropolitan Museum of Art í New York-borg er stofnað. 1943 – Fjöldagrafirnar í Katyn-skógi finnast. Þær geymdu líkamsleifar þúsunda pólskra stríðsfanga sem myrtir voru af sovéska hernum. 1964 – Sidney Poitier vinnur Óskars- verðlaunin sem besti karlleikarinn, fyrstur bandarískra blökkumanna, fyrir hlutverk sitt í Lilies of the Field. 1997 – Tiger Woods er yngstur kylfinga til að bera sigur úr býtum á Masters- golfmótinu. Síðustu orðin „Ég var eitt sinn spurður – ég man ekki af hverjum – hvort einhver leið væri að stöðva kynferðisbrota- menn. Ég svaraði nei. Ég hafði rangt fyrir mér.“ – Barnaníðingurinn Westley Allen Dodd, 5. janúar 1993, rétt áður en hann var hengdur Vilja ekki upplýsa hvenær leigusamningur var gerður I nga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Björn Arnar Magn- ússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkja- bandalagsins, neita að upplýsa hvenær samkomulag milli Ingu og sjóðsins um tvöfalda húsaleigu hennar var handsalað. Inga svar- ar ekki fyrirspurn DV um málið og það tók blaðið tæpar tvær vik- ur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fá viðbrögð frá Birni Arnari. Þegar það tókst loks sagðist fram- kvæmdastjórinn neita að tjá sig um mál einstakra leigjenda. Að- spurður hverjar verklagsreglurn- ar væru almennt þegar breytingar yrðu á tekjum eða eignastöðu leigjenda hjá Brynju sagði Björn Arnar: „Það eru engar verklags- reglur til varðandi svona mál enda koma þau aldrei upp.“ Þá sagði hann að samningum yrði ekki þinglýst á eignina eins og gert er með alla aðra leigusamninga fé- lagsins. Sakar DV um illgirni Eins og kom fram í frétt DV á dögunum hefur Inga leigt íbúð af Brynju í sjö ár. Íbúðin er skráð fjögurra herbergja og er 148 fer- metrar að stærð, þar af 28 fer- metra bílskúr. Húsaleigan sem Inga hefur greitt hefur verið afar hagstæð. Samkvæmt þinglýstum leigusamningi var leigan um 110 þúsund krónur á mánuði og var þeim upplýsingum slegið upp í frétt blaðsins. Eins og áður svaraði Inga ekki spurningum blaðsins um málið en nokkrum dögum eftir að fréttin birtist gaf hún út þá yfirlýsingu á Face- book-síðu sinni að leigan væri í raun tvöföld. „Eftir að ég varð þingmaður varð það samkomu- lag milli mín og Brynju hússjóðs ÖBÍ að á meðan ég starfaði sem slíkur myndi ég greiða 100% hærri húsaleigu þegar ég hefði náð þeim hámarksviðmiðunar- tekjum sem þeir miða við,“ skrif- aði Inga og sagði að samkvæmt heimabanka sínum ætti hún að borga 235.418 krónur í leigu fyrir apríl mánuð. „Já, hann er misjafn skíturinn sem flæðir með allri sinni illgirni,“ bætti Inga við. Í viðtali við Stöð 2 skömmu síðar sagði Inga að samningurinn hefði verið gerður „fyrir stuttu“ og að hún væri þakklát fyrir þann velvilja sem hússjóðurinn sýndi henni og þeim breyttu aðstæð- um sem hún væri í. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúru- lega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Árslaun uppá 20 milljónir króna Brynja, hússjóður Öryrkjabanda- lagsins, á og rekur um 860 íbúð- ir sem leigðar eru út á hagstæðu verði til öryrkja. Eftirspurn eftir  húsnæði á vegum félagsins hefur aldrei verið meiri en umsækjend- ur geta vænst þess að biðtíminn eftir íbúð sé um fjögur ár. Til þess að eiga rétt á einstaklingsíbúð hjá Brynju verða árstekjur umsækj- anda að vera undir 4.749.000 króna á ári, sem eru mánaðarlaun upp á rúmlega 395 þúsund krónur á mánuði. Hámarkið fyrir hjón og sambúðarfólk er 6.649.000 krónur á ári, sem eru mánaðarlaun upp á rúmlega 554 þúsund krónur. Mánaðarlaun Ingu Sæland á Alþingi eru tæplega 1,7 milljónir króna á mánuði auk fastra mánaðarlegra kostnaðar- greiðslna upp á 70 þúsund krón- ur. Það gera árslaun upp á rúmar 20 milljón króna. Laun hennar eru því rúmlega fjórföld hámarksárs- laun einstaklinga og tæplega þre- föld hámarksárslaun hjóna eða sambúðarfólks sem hefur í hyggju að sækja um íbúð hjá Brynju. Í áðurnefndu viðtali við Stöð 2 sagði Inga að sjóðurinn hefði horft til þess að ekki væri „alveg þar með sagt að hún væri komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi.“ DV myndi gjarnan vilja spyrja Ingu, ef hún svaraði spurningum blaðsins, hvort starfsöryggi henn- ar sem þingmanns væri virkilega minna en annarra einstaklinga á vinnumarkaði. Kjörtímabil- ið er fjögur ár og ef þingi yrði slitið fyrr og boðað til kosn- inga þar sem Inga myndi missa þingsæti sitt þá má ekki gleyma því að hún fengi greidd biðlaun í þrjá til sex mánuði eftir atvik- um. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Íbúðin sem Inga Sæland leigir af Öryrkjabanda- laginu er 148 fermetrar að stærð. Íbúðin er á jarð- hæð og fylgir rúmgóður sólpallur með eigninni. n Engar verklagsreglur til n 500 á biðlista eftir húsnæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.