Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Qupperneq 18
18 13. apríl 2018FRÉTTIR S jálfstæðisflokkurinn er vinsælastur allra flokka í Reykjavík á samfélagsmiðl- um en flokkarnir þrír úr núverandi meirihluta sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningun- um í vor ná til fleiri. Allt stefn- ir í spennandi kosningabaráttu í borginni, allt bendir til að tólf eða jafnvel fleiri flokkar verði í fram- boði. Samkvæmt nýjustu könnun- um er mjög tvísýnt hvort núver- andi meirihluti haldi velli eða ekki. DV fór yfir fylgi flokkanna, Reykja- víkurfélaga flokkanna og oddvita á samfélagsmiðlum og reiknaði út í samfélagsmiðlavísitölu til að fá annars konar yfirlit yfir stöðu flokkanna í borginni. Til að fá út samfélagsmiðla- vísitöluna voru reiknaðir saman fylgjendur flokkanna á Facebook og Twitter, fjöldi þeirra sem eru í hópum flokkanna í Reykjavík og hversu margir fylgja oddvitum flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 14 þúsund fylgj- endur á Facebook en oddvitinn, Eyþór Arnalds, er einnig sterkur á bæði Facebook og Twitter. Sam- fylkingin er öllu veikari á Face- book en vísitalan tekur stórt stökk þegar tekið er mið af þeim rúm- lega 10 þúsund sem fylgja Degi B. Eggertssyni á Twitter. Píratar eru mjög sterkir á sam- félagsmiðlum, þá sérstaklega Twitter miðað við Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokk. Eru það helst tiltölulega fáir fylgjendur oddvit- ans, Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, sem draga flokkinn niður. Staðan er öfug hjá Miðflokknum þar sem oddvitinn, Vigdís Hauksdóttir, er með fleiri persónulega fylgjendur en flokkurinn sjálfur. Sósíalistar koma vel út, byggir það aðallega á þeim rúmlega 9 þúsund manns sem eru í Facebook-hópnum Sósíal istaflokkur Íslands. Þess má geta að sá hópur var upphaflega stofnaður í kringum hugmyndina um að gera Ísland að fylki í Noregi. Ef ekki væri fyrir fjöldann í hópn- um væri vísitala Sósíalistaflokks- ins talsvert lægri. Framsóknarflokkurinn, Við- reisn og Flokkur fólksins eiga mest að þakka miklum fjölda sem fylgir flokkunum á Facebook en þær síð- ur hafa verið mikið notaðar í tíð- um þingkosningum síðustu miss- eri. Höfuðborgarlistinn er með nýja Facebook-síðu og er ekki virk- ur á Twitter, það skýrir lága sam- félagsmiðlavísitölu framboðsins. Íslenska þjóðfylkingin er með rúm- lega 1.300 manns í Facebook-hópi flokksins og fáa fylgjendur á sam- félagsmiðlum, oddviti flokksins er heldur ekki virkur á samfélagsmiðl- um. Þess má geta að Facebook-síð- unni  Getur þessi slitni skór fengið fleiri læk en íslenska þjóðfylkingin? hefur tekist sitt ætlunarverk og er með tvöfalt hærri samfélagsmiðla- vísitölu en Íslenska þjóðfylk- ingin og rúmlega það. Samkvæmt samfélags- miðlavísi- tölunni er meirihlutinn í borginni fallinn ef Fram- sóknar- flokk- urinn nær inn í borg- arstjórn og þarf því að reiða sig á stuðning Viðreisnar eða Flokks fólksins til að ná yfir sam- anlagt fylgi Sjálfstæðisflokks, Mið- flokks og Framsóknarflokks. En ef Framsóknarflokkurinn nær ekki inn í borgarstjórn snýst dæmið við og meirihlutinn heldur velli, að minnsta kosti þegar kemur að samfélagsmiðlum. n Ari Brynjólfsson ari@dv.is Samfélagsmiðlavísitala flokkanna í Reykjavík MEIRIHLUTINN STÆRSTUR NEMA FRAMSÓKN NÁI INN Samfylkingin 861 fylgir Reykjavíkurfélaginu á Facebook 566 fylgja Reykjavíkurfélaginu á Twitter 6.702 fylgja flokknum á Facebook 1.757 fylgja flokknum á Twitter Dagur B. Eggertsson 4.999 vinir á Facebook 2.900 fylgjendur á Facebook 9.690 fylgjendur á Twitter Heiða Björg Hilmisdóttir, 2. sæti 2.479 fylgjendur á Facebook Sjálfstæðisflokkurinn 3.115 fylgja Reykjavíkurfélaginu á Facebook 14.522 fylgja flokknum á Facebook 2.501 fylgir flokknum á Twitter Eyþór Arnalds 4.905 vinir á Facebook 2.600 fylgjendur á Facebook 536 fylgjendur á Twitter Hildur Björnsdóttir, 2. sæti 647 fylgjend- ur á Facebook
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.