Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Síða 31
13. apríl 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Vorverkin Björk garðaþjónusta er í eigu Jóhannesar S. Guðbjörnsson-ar, skrúðgarðyrkjumeistara. Hann hefur starfað við garðyrkju frá árinu 1968. Fyrirtækið sér um alla almenna garðaumhirðu. Jóhannes segir mikilvægt að huga vel að vali á plöntum sem henta aðstæðum og því hvernig hellur, grjót, skjólveggir eða sólpallur passi garðinum. Hann segir jafn- framt: „Fólk áttar sig stundum ekki hversu lítið þarf að gera til að gera góðan garð betri. Verk eru marg- þætt og nauðsynlegt að útskýra fyrir garðeigendum þætti sem liggja ekki í augum uppi. Samskiptin okkar á milli eru skemmtilegt og ögrandi lærdómsferli.“ Öll verk eru unnin fagmannlega eftir óskum viðskiptavina og megin- áhersla er lögð á góðan frágang á hverju verki, hvort sem um er að ræða verk fyrir einstaklinga, húsfé- lög, fyrirtæki eða sendiráð. „Gott verk er þegar garðeigandinn er ánægður og garðyrkjumaðurinn er stoltur af verkinu,“ segir Jóhannes. Verkþættir Viðhald og umhirða: Runnaklipp- ing, trjásnyrting, trjáfelling, sláttur, mosatæting, beðagerð, áburður og eitrun. Nýframkvæmdir: Garðahönnun, landmótun, jarðvegsskipti, hellulögn, hleðsla, kantsteinn, þrep, náttúru- grjóthleðsla, túnþökulögn, beðagerð, gróðursetning, sólpallar, girðingar og heitir pottar. Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Bjarkar garðaþjónustu, gardyrkjumeistari.is, og í síma 846- 8643/856-9600. Fyrirtækið hefur 40 ára reynslu og getur prýtt sig af fjölda vel unninna verka. Þegar garðeigandinn er ánægður er verkið gott BJÖRk GARðAþJóNuStA:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.