Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 35
 13. apríl 2018 KYNNINGARBLAÐ Vorverkin Toppgæði og persónuleg þjónusta Litríkur er málningarþjón-ustufyrirtæki sem hefur starfað frá árinu 2011. Litríkur kappkostar að bjóða upp á gæðaþjónustu sem jafnast á við stór fyrirtæki í greininni en getur jafnframt veitt mun persónulegri þjón- ustu þar sem fyrirtækið er lítið: „Við erum bara sex sem störfum hér, allt ýmist mál- arameistarar eða -sveinar, og við erum allir íslenskir. Það eru nánast engin takmörk fyrir því hvað við tökum að okkur stór eða smá verkefni því í stærri verkefnum eigum við gott samstarf við aðra málara- meistara. Við getum líka veitt heildarlausnir þar sem þarf að gera fleira en að mála, aðal- lega múrverk og smíðar, því við erum í góðu samstarfi við mjög trausta múrarameistara og húsasmíðameistara. En skilyrði fyrir þessu er þó að verkefnið í heild sé að meirihluta málun,“ segir Gísli Guðmundsson, mál- arameistari og annar eigandi Litríks, en hinn eigandinn er Daði Már Ingvarsson. Fagfélögin vernda verkkaupanda Gísli segir mikilvægt að þeir sem þurfa á málningarvinnu að halda leiti til fagmanna og sem tryggi gæði og sé trygging gegn tjóni. „Við hvetjum fólk eindregið til að hafa samband við meist- arafélögin sjálf, þau eru öll með heimasíður og bjóða verkkaupendum að óska eftir tilboðum. Málarameist- arafélagið er með yfir 100 fullgilda meðlimi með meist- araréttindi sem eiga tilkall til ábyrgðarsjóðs félagsins sem í raun styður við bakið á verkkaupanda. Ef verkkaupi er ósáttur við vinnubrögð löggilds félaga getur hann leitað til meistarafélagsins og fengið úttekt á vinnunni. Eftirfylgni innan félagsins er því mjög sterk og menn verða að standa sig.“ Litríkur tekur að sér allt frá málun einbýlishúsa og sumarhúsa einstaklinga upp í þjónustu við húsfélög og lítil og stór fyrirtæki. „Við höfum meðal annars unnið stór ver- kefni fyrir björgunarsveitirnar og Símann en við vinnum einna mest fyrir húsfélög,“ segir Gísli. Það er mikið að gera hjá Litríkum allt árið en eðlilega er meira um innanhúsmálun á veturna og utanhússmálun á sumrin. Brátt rennur upp tími utanhússmálunar og nú er verið að vinna úr tilboðum. „Við áskiljum okkur rétt til að ganga úr opnum tilboðum ef við fáum ekki svar innan nokkurra vikna og bóka okkur annars staðar. Frá þess- um tímapunkti er það síðan „fyrstur kemur, fyrstur fær“,“ segir Gísli en ljóst er að anna- samt sumar er framundan hjá Litríki við að fegra húsin í bænum með fyrsta flokks málningarvinnu. Litríkur gerir ávallt föst tilboð í verkefni þannig að verkkaupandi hefur heildar- upplýsingar um kostnað áður en verk hefst. Tilboð- in eru tilboðsbeiðanda að kostnaðarlausu. Áhuga- samir hafa ýmist samband í gegnum vefsíðuna litrikur. is eða hringja í síma 554- 5544. Ef áhugi er enn fyrir hendi eftir þessi fyrstu kynni mæla Litríkur og verkaup- andi sér yfirleitt mót og ver- kefnið er tekið út og metið. Þannig hefst farsælt sam- starf sem endar á því að húseign hefur verið máluð eða henni gerð önnur skil af fagmennsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.