Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 37
 13. apríl 2018 KYNNINGARBLAÐ Vorverkin TÍMARITIÐ SUMARHÚSIÐ OG GARÐURINN: Ástríða fyrir sumrinu og garðrækt Vorið er annatími hjá Auði I. Ottesen, framkvæmda- og rit-stjóra tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn. Hún er í önnum við að forsá í gróðurhúsinu þessa dagana auk þess að halda námskeið í rækt- un og sýningarhaldi. Í gróðurhúsinu hennar eru vorlaukar og smáplöntur af ýmsu kryddi og maturtum auk fjölda sumarblóma sem teygja sig upp úr moldinni og það er augljóst að garðyrkja er hennar hjartans mál og ástríða. Bæði í útgáfunni og garðin- um að Fossheiði 1 á Selfossi. Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn er glæsilegt 100 síðna blað sem kem- ur út fimm sinnum á ári og er sneisa- fullt af fróðleik og hagnýtum ráðum, öllu sem viðkemur sumarhúsalífinu og garðrækt. „Við höfum alltaf verið lánsöm með samstarfsmenn, ég er afar þakklát stórum hópi fagmanna sem hafa unnið blaðið með okkur. Með góðum pennum hefur blaðið alltaf verið fjölbreytt og höfðar til afar stórs hóps, langt út fyrir þá sem eiga bústað eða garð,“ segir Auður og bætir við að hún sé einnig afar þakklát tryggum áskrifendum og kaupendum blaðsins. Hundraðasta tölublað væntanlegt í haust Auður hefur ritstýrt tímaritinu Sum- arhúsið og garðurinn í 18 ár en saga blaðsins nær aftur til ársins 1993. Í haust verður útgáfu tölublaðs núm- er 100 fagnað með viðeigandi hætti. „Við erum búin að vera í þessu lengi, Sumarhúsið og garðurinn byrjaði sem dreifirit undir nafninu Sumarhúsið og varð að áskriftariti þegar ég tók við ritstjórn þess. Síðan þá hefur starf- semin í kringum útgáfuna aukist og auk blaðsins höfum við gefið út alls níu bækur um garðyrkju og garða- hönnun.“ Samhliða útgáfu hefur Sumarhúsið og garðurinn staðið að sýningum og útgáfu bóka sem eru skyldueign fyrir hvern þann sem vill sinna garðinum af metnaði, vandlega myndskreyttar og kafað djúpt ofan í viðfangsefnið. Hafa kennt um 1.800 manns að rækta Árið 2009 bættist svo við metnaðar- fullt námskeiðahald hjá Sumarhús- inu og garðinum og hafa um 1.800 manns sótt námskeiðin þeirra í mat- og kryddjurtarækt, ræktun ávaxta- trjáa og berjarunna, moltugerð og garðaskipulagi svo eitthvað sé nefnt. „Við byrjuðum með námskeiðin strax eftir kreppu og urðum fljótlega vör við að áhugi á garðrækt, og sérstaklega matjurtarækt, hafði aukist töluvert. Við erum í dag með góða aðstöðu til námskeiðahalds á Selfossi, kennum verklega þáttinn í gróðurhúsunum. En ég hef farið um allt land og kennt og haldið erindi á fundum og veitt ráðgjöf.“ Upplýsingar um námskeiðin er hægt að nálgast á heimasíðu Sumar hússins og garðsins, rit.is, og Fésbókarsíðunni Sumarhúsið og garðurinn. „Næstu námskeiðin okkar eru kryddjurtanámskeið, annað haldið í samvinnu við Kaffi Laugalæk í Reykjavík, 16. apríl, og hitt á Selfossi, 22. apríl. Í maí erum við með matjurtanám- skeið og námskeið í ræktun ætra plantna og hrauk- haugagerð.“ Auður flutti á Selfoss fyrir sex árum ásamt manni sínum, Páli Jökli Péturs- syni, og þaðan ritstýrir hún blaðinu. „Undanfarin ár höfum við verið að útbúa aðstöðu til námskeiða og sýningarhalds á Selfossi. Er við keyptum húsið í Fossheiðinni 2011 var garðurinn í órækt, grasflötur framan við húsið en illgresisfláki fyrir aftan. Nú erum við komin með flottan garð sem ég nota á námskeiðunum og þar er aðstaða til að gera tilraunir með mismunandi tegundir og ræktunar- aðferðir. Ég er með tvö gróðurhús í bakgarðinum, annað er upphitað, þar sem ég forrækta og er með tómat- plöntur á sumrin. Í hinu eru berja- runnar og ávaxtatré sem eru í blóma núna og góð aðstaða fyrir nemendur til að athafna sig,“ segir hún. Fyrir fjórum árum hafði Auður frumkvæði að stofnun grenndar- garðs á Selfossi þar sem bæjar- búar rækta saman grænmeti. „Ég held utan um grenndargarðinn en bæjarfélagið sér um skráningu og rukkar. Við erum nokkur sem ræktum saman og er fé- lagsskapurinn og sköpunin þar mér mikils virði. Þar er ég að gera ýmsar tilraunir í vistrækt (permaculture) og alltaf að prófa nýjar tegundir.“ Boðið í garðinn og upp á ástarpunga Apríl er einn anna- mesti mánuðurinn hjá Auði. Sumar- húsið og garðurinn tekur þátt í fyrirtækjasýningu sum- ardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum og er með í Vorgleði í Garðheimum helgina 21.–22. apríl. Svo býður Auð- ur áskrifendum og velunnurum heim í Fossheiðargarðinn sunnudaginn 22. apríl . „Ég tek á móti gestum fyrsta sunnudaginn á komandi sumri. Verð með plöntusýningu, fræ til sölu og býð upp á spjall um ræktun yfir kaffibolla. Vinkona mín bakar fyrir mig ástarpunga sem ég býð með kaffinu. Á þessum tíma eru ávaxta- trén í stærra gróðurhúsinu í blóma og gróskulegt í því upphitaða þar sem hundruð smáplantna af matjurtum og blómplöntum eru að vaxa. Ég vil hlúa að áskrifendum blaðsins og velunnurum okkar með því að bjóða þeim í garðinn og um leið koma hug- myndum og þekkingu á framfæri.“ Sjá nánar á rit.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.