Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 40
 13. apríl 2018KYNNINGARBLAÐVorverkin FLÚÐASVEPPIR: Lífræn mold úr svepparæktun er frábær gróður- mold og áburður Flúðasveppir hafa lengi framleitt framúrskarandi sveppi og annað grænmeti á matarborð lands­ manna. Moldin sem þessar heilnæmu matvörur eru ræktaðar í nýtist líka sem frábær gróðurmold og áburður. „Þessi mold er sérstök vegna þess að hún er meðhöndluð eftir sveppa­ rækt. Þess vegna er moldin svona góð. Þegar við erum búin að rækta sveppina í massanum þá hitum við hana upp í 80 gráður og sjóðum hana út, eins og við köllum það. Þá sótthreinsast hún algjörlega, við látum hana moltast hérna úti á plani upp á nýtt og þá verður þetta frábær molta,“ segir Georg Ottósson, fram­ kvæmdastjóri Flúðasveppa. Í öllum betri gróðurbúðum og einnig í Bónus eru til sölu Flúðamold, Lífrænn massi og Heklu­Vikur, allt gróðurvörur í neytendaumbúðum frá Flúðasveppum. „Flúðamoldin er blönduð með hreinni mómold frá okkur sem við tökum úr jörðinni hjá okkur. Þetta er algjörlega íslensk mold sem verður til með þessari aðferð, að blanda massanum saman við mómold,“ segir Georg. „Lífræni massinn er alveg hreinn, alveg eins og hann kemur af beðinu. Hann er nokkuð sterkur og hægt að nota hann sem áburðarefni. Þá þarf engan tilbúinn áburð. Massinn er mjög góður á beð sem áburður eða blandaður við góða mold.“ Íslenskur vikur er mjög gott rækt­ unarefni og Flúðasveppir hafa sett vöruna Heklu­vikur á markað í handhægum og smekklegum neyt­ endaumbúðum. „Heklu­vikur er ræktunarefni sem við notum mikið í gróðurhúsunum okkar til að létta moldina. Við notum hann mikið við eigin ræktun á tómötum og papriku,“ segir Georg. Gífurlegt magn af mold verður til hjá Flúðasveppum og er hún endurunnin með því að setja á túnin á landareign fyrirtækisins. Endurunnin er þessi mold afbragðsefni í ræktun og áburð. „Við erum stolt af þessari vöru því við þekkjum hvað hún hefur nýst okkur frábærlega við okkar eigin ræktun,“ segir Georg að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.