Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Side 43
 13. apríl 2018 KYNNINGARBLAÐ Vorverkin Fyrir betra umhverfi Umhverfisfyrirtækið Íslenska Gámafélagið var stofnað 1999. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu en með árunum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á flokkun og endurvinnslu. Hjá Íslenska Gámafé- laginu starfa um 300 manns víða um land. Íslenska Gámafélagið leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausn á flestum sviðum umhverfisþjónustu. Það getur verið allt frá því að bjóða upp á ráðgjöf á sviði flokkunar og endurvinnslu, losun úrgangs, gámaleiga, sölu flokkunarí- láta og maíspoka, götusópun, snjó- mokstur, garðsláttur ásamt því að reka öflugustu véla- og tækjaleigu landsins. Ein tegund þeirrar umhverfisþjón- ustu sem Íslenska Gámafélagið veitir er götusópun og götuþvottur: „Við tökum að okkur hreinsun bílastæða, stíga og gangstétta, þ.e. bæði sópun og þvott. Við bendum á mikilvægi þess að þvo eftir að plan er sópað, til þess að ryk og drulla losni örugg- lega. Við erum bæði með götusópa, gangstéttarsópa og vatnsbíla sem leysa slík verk af hendi. Eins tökum við að okkur grasslátt og erum með öll tæki og tól til þess, svo sem sláttutraktora og hallavélar. Við erum líka í samstarfi við trausta verktaka sem taka að sér málun og merkingar á bílastæðum,“ segir Brynja Björg Halldórsdóttir, markaðsstjóri Íslenska Gámafélagsins. Vorverkin allt frá krókgámum yfir í moltugerð „Margir nýta vorin til þess að hreinsa út innréttingar, skipta um jarðveg og fella tré en við erum með krók- gáma af öllum stærðum, bæði opna og lokaða, sem henta fullkomlega undir slíkar framkvæmdir. Við komum með gáminn heim að dyrum, viðskiptavinurinn fyllir hann, hringir í okkur þegar hann er fullur og við komum og sækjum hann. Þetta gæti ekki verið þægilegra. Svo erum við auðvitað með allar stærðir af framhlaðningsgámum, tunnum og körum fyrir allar tegundir úrgangs,“ segir Brynja. Íslenska Gámafélagið býður síðan upp á sérstakar moltu- gerðartunnur fyrir heimili, eða eins og Brynja segir: „Fyrir þá sem vilja leggja sig alla fram í endurvinnslunni erum við með sérstakar moltugerðartunnur fyrir heimili. Í tunnuna fer allur matar- úrgangur sem fellur til á heimilinu en hann verður með tímanum að moltu sem hægt er að nota sem áburð í garðinn. Vorin henta sérlega vel til allra garðverka og moltugerð er klár- lega þar á meðal.“ Nánari upplýsingar er að finna á greinargóðri vefsíðu Íslenska Gáma- félagsins, www.igf.is og á Facebook- síðu fyrirtækisins. ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ: Brynja Björg Halldórsdóttir Gámafélagið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.