Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Page 47
sport 4713. apríl 2018 7. sæti Fjölnir Ólafur Páll Snorrason er nýr þjálfari í Grafarvoginum og hann skellir sér út í djúpu laugina. Ólafur var að- stoðarþjálfari FH í eitt ár en er nú mættur í Grafarvog- inn þar sem hann var áður spilandi aðstoðarþjálfari. Fjölnir hefur litið vel út í vetur og liðið gæti komið á óvart í sumar. Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson hafa snúið aftur heim eftir stutta dvöl í Kaplakrika. Þeir eiga að styrkja Fjölnis mikið og koma með hugarfar sigurvegarans í hópinn. Almarr Ormars- son á einnig að styrkja liðið mikið. Í Grafarvogi hefur vantað örlítið upp á stemminguna og hún þarf að vera í lagi svo liðið nái flugi. Lykilmaður - Bergsveinn Ólafsson X-faktor - Birnir Snær Ingason Þjálfari - Ólafur Páll Snorrason Komn ir: n Berg sveinn Ólafs son n Guðmund ur Karl Guðmunds son n Almarr Ormars son n Arn ór Breki Ásþórs son n Sig urpáll Mel berg Páls son Farn ir: n Lin us Ols son n Fredrik Michal sen n Mees Juni or Siers n Marcus Sol berg í Vend syssel n Boj an Stefán Lju bicic n Ivica Dzol an n Gunn ar Þór Guðmunds son 8. sæti Grindavík Eftir frábært tímabil í fyrra þar sem Grindavík var nýliði í Pepsi-deildinni gæti árið í ár orðið erfiðara. Hver á að skora mörkin? Það er spurningin sem Grindavík þarf að svara í sumar. Maðurinn á bak við 19 mörk á síðustu leiktíð og markakóngur Pepsi-deildarinnar, Andri Rún- ar Bjarnason, er horfinn á braut og farinn í atvinnu- mennsku. Hópur Grindavíkur var ekki breiður í fyrra og það stefnir í að hann verði jafnvel minni í ár. Óli Stef- án Flóventsson er áfram þjálfari liðsins en hann vann kraftaverk á síðustu leiktíð með liðið, hann virðist vera einn færasti þjálfari landsins. Lykilmaður - Kristijan Jajalo X-faktor - Jóhann Helgi Hannesson Þjálfari - Óli Stefán Flóventsson Komn ir: n Aron Jó hanns son n Jó hann Helgi Hann es son Farn ir: n Magnús Björg vins son n Aron Freyr Ró berts son n Gylfi Örn Öfjörð n Mi los Zera vica n Andri Rún ar Bjarna son 9. sæti Fylkir Fylkir er kominn aftur í deild þeirra bestu og ætl- ar sér að byggja á sama grunni og kom liðinu upp úr 1. deildinni. Helgi Sigurðsson hefur bætt við Jonath- an Glenn og Helga Val Daníelssyni í hóp sinn. Glenn er ólíkindatól, hann gæti raðað inn mörkum en oftar en ekki er hann ískaldur í markaskorun. Helgi Valur hef- ur ekki spilað fótbolta síðustu ár og óvíst hvernig hann kemur til leiks. Fylkir gæti sogast niður í fallbaráttu en ef létt verður yfir Lautinni er allt hægt. Lykilmaður - Ásgeir Börkur Ásgeirsson X-faktor - Jonathan Glenn Þjálfari - Helgi Sigurðsson Komn ir: n Jon ath an Glenn n Helgi Val ur Daní els son n Stefán Ari Björns son Farn ir: Ekki neinn 10. sæti íBv Kristján Guðmundsson er að hefja sitt annað tímabil í Eyjum en í fyrra gustaði örlítið í kringum liðið. Krist- jáni tókst hins vegar að halda liðinu uppi og gera það að bikarmeistara. Kristján hefur fengið að breyta leik- mannahópi ÍBV mikið, hann hefur losað sig við leik- menn sem ekki höfðu trú á hugmyndum hans og fengið inn nýja menn. Breytingarnar eru hins vegar mikl- ar og það gæti tekið talsverðan tíma að smíða nýtt og samkeppnishæft lið. Ekki eru merki um annað en að ÍBV muni berjast um að halda sæti sínu í deildinni í ár, líkt og þau síðustu. Lykilmaður - Sindri Snær Magnússon X-faktor - Shahab Zahedi Tabar Þjálfari - Kristján Guðmundsson Komn ir: n Henry Roll in son n Priest ley Griffiths n Yvan Erichot n Al freð Már Hjaltalín n Ágúst Leó Björns son n Dag ur Aust mann Hilm ars son n Ignacio Fideleff Farn ir: n Renato Punyed n Mikk el Maiga ard n Bri an Mc Le an n Jón as Tór Næs n Álvaro Montejo n Arn ór Gauti Ragn ars son n Haf steinn Briem n Pablo Punyed n Dav id Atkin son ê 11. sæti keFlavík Það er ekki víst hvernig Keflavíkurnæturnar verða í sumar en liðið er komið aftur í efstu deild undir stjórn Guðlaugs Baldurssonar. Keflavík er með lið stemmingar en það gæti skort gæði í leikmannahóp liðsins til að það héldi sæti sínu í efstu deild. Hjá Keflavík eru hins vegar margir öflugir leikmenn og ef Guðlaugur nær að bæta við einum eða tveimur gæða leikmönnum fyrir mót er allt hægt. Miðað við stöðu leikmannahópsins í dag þarf margt að ganga upp svo liðið verði ekki í kjallaranum þegar talið verður upp úr pokanum í haust. Lykilmaður - Jeppe Hansen X-faktor - Lasse Rise Þjálfari - Guðlaugur Baldursson Komn ir: n Jon ath an Mark Faer ber n Boj an Stefán Lju bicic n Aron Freyr Ró berts son Farn ir: Ekki neinn ê 12. sæti víkinGur Ef aðeins á að taka mið af vetrinum þá er ljóst að Vík- ingur mun falla úr Pepsi-deildinni, leikur liðsins hef- ur verið slakur og úrslitin sömuleiðis. Misjafnar sögur berast úr Víkinni um stemminguna í kringum liðið en Logi Ólafsson er áfram skipstjóri í brúnni. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins en Sölvi Geir Ottesen sneri heim í Víkina eftir langa dvöl í at- vinnumennsku. Hann þarf að koma inn í mótið í topp- standi til að varnarleikur Víkings verði með besta móti. Leikmannahópur Víkings er hæfileikaríkur en mikið þarf að breytast frá vetrinum svo ekki fari illa. Lykilmaður - Alex Freyr Hilmarsson X-faktor - Atli Hrafn Andra son Þjálfari - Logi Ólafsson Komn ir: n Atli Hrafn Andra son (Láni) n Sölvi Geir Ottesen n Rick ten Voor de n Jörgen Rich ardsen n Gunn laug ur Hlyn ur Birg is son n Hall dór J. S. Þórðar son n Sindri Scheving Farn ir: n Geoff rey Castilli on n Ívar Örn Jóns son n Kristó fer Páll Viðars son n Vikt or Bjarki Arn ars son n Veig ar Páll Gunn ars son

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.