Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Blaðsíða 50
50 LÍFSSTÍLL - BLEIKT 13. apríl 2018 H ilmar Egill Jónsson flutti til Noregs árið 2011 þar sem hann hafði ákveðið að búa ásamt fjölskyldu sinni í eitt ár. Þar lét Hilmar langþráðan draum sinn rætast og keypti sér  English  Bull  Terri- er hvolp sem fékk nafnið Rjómi. Fjölskyldan gerði sig síðan klára til að flytja heim til Íslands ári síðar. Héldu þau að það yrði auðsótt mál að fá leyfi til þess að flytja Rjóma með til lands- ins þar sem tegund hans er ekki á svokölluðum lista yfir bannað- ar hundategundir. Málið reyndist hins vegar erfiðara en svo og hófst í kjölfarið fimm ára barátta Hilm- ars fyrir því að fá hundinn heim. „Eftir að hafa farið með málið í gegnum MAST, ráðuneytið, hér- aðsdóm og Hæstarétt virtust öll sund lokuð en á undraverðan hátt fékk Hilmar loksins leyfi til þess að flytja með alla fjölskylduna heim seint á síðasta ári. Það má því segja að sagan hafi endað vel.“ Segir Freyja Kristinsdóttir í viðtali við DV. Freyja er lærður dýralæknir og hundaþjálfari sem hefur undan- farið starfað við kvikmyndagerð. „Ég lærði heimildamyndagerð í Danmörku árið 2015 og á svipuð- um tíma og ég kláraði námið, þá var mál Hilmars og Rjóma tölu- vert í fjölmiðlum. Mér fannst þetta áhugavert og hafði samband við Hilmar sem sendi mér öll máls- gögnin. Eftir að hafa lesið yfir þau var ég sannfærð um að þetta væri efni í heimildamynd.“ Freyja hitti Hilmar og Rjóma í fyrsta skiptið vorið 2016 og hóf þá tök- ur á heimildamynd um mál þeirra. „Nú hef ég loksins lokið öllum tökum og er að leggja lokahönd á klippivinnuna. Hilmar er ekki sá fyrsti sem hefur fengið neitun frá MAST, en það sem er svo magn- að við þessa sögu er að hann gafst aldrei upp, sama hversu miklu mótlæti hann mætti. Hann var allan tímann sannfærður um að hann hefði rétt á að flytja hundinn inn. Það er margt í þessari sögu sem er áhugavert að skoða nánar og er það markmiðið með heim- ildamyndinni.“ Freyja stendur nú í ýmiss kon- ar eftirvinnslu á myndinni og hef- ur hún brugðið á það ráð að safna fyrir vinnunni á  Karolina  Fund. Þeirri söfnun lýkur á sunnudaginn næstkomandi, þann 15. apríl, og verður frumsýning myndarinnar þann 24. maí í Bíó Paradís og al- mennar sýningar eftir það. Fyrir áhugasama er hægt að styrkja verkefnið með því að fara inn á slóðina hér fyrir neð- an. Hægt er að styrkja verkefnið með misháum upphæðum og í leiðinni næla sér í miða á forsýn- ingu myndarinnar eða á almenn- ar sýningar. n www.karolinafund.com/ project/view/2025 FIMM ÁRA BARÁTTA HILMARS OG RJÓMA UM FLUTNING TIL ÍSLANDS n Þrautin þyngri að fá hundinn heim n Heimildamynd gerð um málið Freyja og Rjómi Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og kvikmyndagerðakona. „Það er margt í þessari sögu sem er áhugavert að skoða nánar og er það mark- miðið með heimilda- myndinni. Afmæli Rjómi á fimm ára afmælisdegi sínum. Hundurinn Rjómi Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.