Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Side 58
58 FÓLK 13. apríl 2018 U ndanfarnar vikur hafa ská- káhugamenn fylgst hug- fangnir með framgangi Bandaríkjamannsins Fabi- ano Caruana, sem loksins virð- ist vera að stinga aðra bestu skákmenn veraldar af og verða raunveruleg ógn fyrir heimsmeist- arann, Norðmanninn ógurlega Magnus Carlsen. Caruana er 25 ára gamall, fæddur árið 1992, og er því tveimur árum yngri en Carl- sen. Hann var undrabarn í skák, líkt og Norðmaðurinn, og vann sig hratt og örugglega upp í hóp bestu skákmanna heims. Ólíkt Carlsen þá hefur Caruana átt erfitt með hrista aðra keppinauta af sér. Inni á milli hefur hann þó sýnt snilli sína svo um munar. Skemmst er að minnast sigur hans á Sinquefield- mótinu í Bandaríkjunum þar sem hann vann sjö fyrstu skákir sínar í mótinu, þar á meðal gegn Carlsen, og stakk aðra keppendur af. Sigur Caruana í því móti er talinn vera eitt mesta mótaafrek sögunnar. Það eru þó afrek síðasta mánað- ar sem hafa skotið Caruana aftur fram í sviðsljósið svo um munar. Hér verða þau rakin. Átta bestu bárust á banaspjót Dagana 10.–28. mars fór Áskor- endamótið fram í Berlín. Þar komu saman átta sterkustu skákmenn heims, að heimsmeistaranum undanskildum, til þess að berjast um réttinn til þess að skora á Magnus í einvígi um æðsta titilinn síðar á árinu. Auk Caruana voru keppendur fyrrverandi áskor- andinn Sergey Karjakin frá Rúss- landi, fyrrverandi heimsmeistar- inn Vladimir Kramnik, Armeninn Levon Aronian, Shakriary Mamedyarov frá Aserbaídsjan, Al- exander Grishcuk frá Rússlandi, Kínverjinn Ding Liren og Banda- ríkjamaðurinn Wesley So. Caruana var vissulega einn af þeim sigurstranglegri í mótinu. Veðbankar töldu hann og Aron- ian líklegasta en rétt á eftir þeim Mamedyarov, sem hefur undan- farið verið annar stigahæsti skák- maður heims, og Kramnik, sem er sá eini sem hefur unnið goðsögn- ina Garry Kasparov í einvígi og býr yfir ótrúlegri reynslu. Þrátt fyrir það voru aðdáend- ur Caruana mjög efins fyrir mótið enda hafði Bandaríkjamanninum, eins og áður segir, gengið bölvan- lega að slíta sig frá öðrum hælbít- um Carlsen. Þegar á reyndi í bar- áttunni um heimsmeistaratitilinn þá hafði hann klikkað og því var erfitt að vera kokhraustur Caru- ana-aðdáandi fyrir mótið. Sögulegur sigur gegn Kramnik Áskorendamótið fór vel af stað fyrir Caruana en hann sigraði landa sinn Wesley So, sem oft hef- ur reynst honum erfiður, í fyrstu umferð. Þrátt fyrir það var hann kirfilega í skugga Kramniks fyrstu umferðirnar. Rússinn reyndi tefldi einhverja glæsilegustu skák seinni tíma gegn Armenanum Aronian í þriðju umferð og tók þar með for- ystu í mótinu. Kramnik og Caruana mætt- ust síðan í 4. umferð mótsins í skák sem er óhemju mikilvæg í skáksögulegu samhengi. Skákin var óhemju flókin en að lokum, eftir sex klukkutíma setu, gerði reynsluboltinn mistök og Caruana hafði betur. Þar með náði Banda- ríkjamaðurinn forystu í mótinu og hana lét hann aldrei af hendi eftir það. Caruana sigraði í mótinu með 9 vinningum af 14 en næstir urðu Mamedyarov og Karjakin með 8 vinninga. Þar með var Fabiano Caruana orðinn fyrsti Bandaríkja- maðurinn síðan Bobby Fischer var og hét til þess að vinna sér inn rétt til þess að tefla um heimsmeist- aratitilinn í skák. Skáksamfélagið þar vestra fór á hliðina. Örþreyttur á ofurmóti Auðsýnt var að öllum heimsins áhyggjum var létt af Caruana við sigurinn. Hann hafði þó lítinn tíma til þess að fagna því næst á dagskrá var GRENKE-ofurmótið sem fram fór í Karlsruhe í Þýska- landi. Um var að ræða 10 manna mót þar sem allir keppendur tefldu við alla og meðal kepp- enda var heimsmeistarinn sjálfur, Magnus Carlsen, sem hafði haft það náðugt í marsmánuði við að fylgjast með keppinautum sín- um berast á banaspjótum. Caruana sagði fyrir mótið að hann ætlaði bara að reyna að skemmta sér og njóta þess að tefla. Flestir bjuggust því við öruggum sigri Carlsen. Örlögin höguðu því þannig að kapparnir mættust í fyrstu umferð og var skákarinnar beðið með mikilli eftirvæntingu. Lengi vel leit út fyrir að Carlsen myndi hafa Caruana undir en sá bandaríski náði að halda jafntefli með herkjum. Eftir það héldu Bandaríkja- manninum engin bönd og hann endaði með því að bera sigur úr býtum í mótinu með 6,5 vinninga af 9 mögulegum, heilum vinningi á undan Magnusi Carlsen. Úrslitin komu skáksamfélaginu gríðarlega á óvart enda nánast ómannlegt að vinna tvö gríðarlega sterk skákmót með svona skömmu millibili. Það var auðheyrt á Caruana að hann trúði því varla sjálfur hvað hefði gerst. „Ég leiddi ekki einu sinni hugann að því að vinna þetta mót. Þrátt fyrir kæru- leysislega taflmennsku á köfl- um þá fékk ég tækifæri í skák- unum sem ég náði að nýta mér,“ sagði Caruana alsæll í viðtali eft- ir mótið. Hann sagðist hafa ver- ið gjörsamlega orkulaus meðan á mótinu stóð. „Ég hafði ekki þrek til þess að undirbúa mig fyrir skákir heldur treysti á undirbúninginn fyrir Áskorendamótið og reyndi að hvílast vel fyrir skákirnar. Ég tefldi ekki sérstaklega vel en ég var full- ur sjálfstrausts og það skipti máli,“ sagði Caruana og taldi sig hafa verið heppinn. Úrslitin gefa góð fyrirheit fyrir heimsmeistaraeinvígið í nóvem- ber þar sem margt bendir til að Caruana geti orðið raunveru- leg ógn fyrir Magnus Carlsen. Reynsluleysi Caruana í einvígjum gæti þó vegið þungt en það er ljóst að Bandaríkjamaðurinn mun undirbúa sig gríðarlega vel og selja sig dýrt, þetta er hans stærsta tækifæri. n F abiano Luigi Caruana fæddist í júlí 1992 og er því tæpum tveim- ur árum yngri en M gnus Carlsen se er fæddur í nóvember 1990. Fabiano er fæddur í Miami-borg í Bandaríkjunum en foreldrar hans eru af ítölsku bergi brotnir. Fabiano  ólst upp í Brooklyn-hverfi New Y rk-borgar. Hann náði fljótlega efti tektarverð- um árangri og s o fór að foreldr r hans ákváðu að flytjast með hann til meginlands Evrópu þar sem mun meira af st rkum skákmótum eru haldi . Þá ákváðu þau að Fabiano myndi tefla ndir ítölsku flaggi því þar var meiri stuðning að fá. Þessi fórn for ldra Fabiano er ambæri- leg ákvörðun foreldra Mag usar Carlse um svipað ley i. Þau ákváðu að taka M g us úr skóla e tt ár og ferðast um heiminn til þess að etja kappi við atvinnume n í skák. Fabiano v rð stórmeistari í skák 14 ára og 11 mánaða gamall. Han tefldi fyrir Ítalíu til ársins 2015 þegar hann ákvað að tefla aftur fyrir Bandaríkin. Vonir stand t l að væntan- legt einvíg hans við Magnus Carlsen muni skapa sannkallað skákæði í Bandaríkjunum. Það mun tíminn einn leiða í ljós. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Veltir Caruana Carlsen úr sessi? Svipað ferðalag undrabarnanna Áskorandi er fæddur Fabiano Caruana tekur við hamingjuóskum frá heimsmeistaranum Magnusi Carlsen. Kapparnir munu mætast í einvígi um titilinn í nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.