Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Síða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2018, Síða 66
66 FÓLK - SLÚÐUR 13. apríl 2018 Heyrst hefur... Að eitt af heitustu pörum bæjar- ins, Ellý Ármanns, frétta-, spá- og sjálfsköpuð listakona, og Hlynur Jakobsson, plötusnúður og einn af eigendum Hornsins, hafi tek- ið næsta skref í sambandi sínu. Þau keyptu forláta ruslatunnu í Costco. Systir Hlyns bað um að DV yrði látið vita, sem að sjálfsögðu deilir þessu þarfa, en oft misskilda skrefi, í hverju sambandi áfram. Munum að flokka! Að starfsmannafélag Fjármálaeftirlitsins hélt röð örfyrirlestra, sem haldnir voru af starfsmönnum, í hádeginu alla síðustu viku í tilefni árshátíðar fyrirtækisins. Hugmyndin að baki fyrirlestraröð- inni var að fræðast en jafnframt að gefa starfsmönnum tækifæri til að deila alls konar sögum um bakgrunn, reynslu og fleiri leynda hæfileika og áhugamál. Víða var komið við í fyrirlestrunum, enda fólk með ýmsan bakgrunn sem starfar hjá FME: Förðun og Smink – Skyggingar (contour), Listin að baka úr súrdeigi, Að alast upp í Mið-Austurlöndum, Reynslusaga frá Ólympíuleikunum, Ræðu- mennska og framkoma í ræðustól, Reynsla mín sem fangavörður og svo að sjálfsögðu Hver vinnur Eurovision 2018? Árshátíðin var síðan haldin síðastliðinn laugardag í sal Ferða- félagsins í Mörkinni og mættu starfsmenn glæsilegir til fara, enda búnir að læra allt um „contour“ í vikunni, og skemmtu sér konung- lega meðal annars við tóna eldri Eurovision-laga í meðförum Ingós veðurguðs og félaga. Að nýjasta bók glæpasagnahöfundarins Stefáns Mána fáist ekki keypt, né heldur verði hún aðgengileg fyrir einstaklinga eldri en 16 ára. Bókin Náttfiðrildi er gef- in út af Menntamálastofnun og um er að ræða glæpasögu/morðgátu sem Stefán Máni skrifaði sérstaklega fyrir stofnunina og er ætluð börnum og unglingum á mið- stigi grunnskóla. Foreldrar barna á grunn- skólaaldri verða því að hvetja börnin til að fara á safnið, fá bókina að láni og lesa hana eftir að þau eru sofnuð. Við hin sem eigum ekki börn á grunnskólaaldri verðum líklega að hringja í vin! Að Margrét Friðriksdóttir hafi tekið sumarhreingerninguna snemma og aug- lýsi nú hina ýmsu muni í hinum frá- bæra hóp Brask og brall á Facebook, þar sem eins og nafnið gefur til kynna má braska með alls konar. Á meðal þess sem Margrét leitast við að losa sig við er útskorið  Victorian-borð- stofuborð og 4–6 stólar í stíl en settið var flutt inn frá Ítalíu á sínum tíma og antík staup, sem eingöngu hafa verið notuð til skrauts. Kannski þau eignist nýjan eiganda sem notar settið til drykkjar. Að hjartaknúsarinn og sex barna faðirinn Brad Pitt hafi fundið ástina á ný í örmum prófessorsins Neri Oxman, sem kennir við MIT-háskólann í Massachusetts. Þau hafa verið að hittast síðan í nóvember í fyrra og hefur margoft sést til Pitt koma í íbúð hennar að kvöldlagi og yfirgefa hana að morgni eftir að Oxman er farin af stað til kennslu. Pitt er meira að segja kominn með eigin lykil, mikilvægt sambandsskref! Pitt, sem er 54 ára, hefur verið einhleypur síðan hann skildi við Angelinu Jolie í september árið 2016. Nýja kærastan eldar ekki og hefur Pitt séð um þá deild í sambandinu eða séð um að panta uppáhaldsrétti hennar frá nærliggjandi veitingastöðum. Þau hafa einnig ferðast saman og í febrúar fylgdi Pitt henni á ráðstefnu í Suður-Afríku þar sem Oxman var einn fyrirlesara. Samkvæmt heimildum heilluðu þau hvort annað upp úr skón- um strax við fyrstu kynni og Oxman sem var þá í sambandi með öðrum manni „dömpaði“ honum um án tafa fyrir Pitt. Að hjónin Sigmar Vilhjálmsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunar, og Bryndís Björg Einarsdóttir séu skilin eftir 20 ára samband, en þau búa nú hvort á sínum staðnum í Mosfellsbæ. Á sama tíma fagnar „barn“ Sigmars og félaga, Fabrikkan, átta ára af- mæli sínu. Gísli Örn Garðarsson varaði við innbrotsþjófi á Nesvegi í vik-unni en hann tjáði sig í Face- book-hópnum Vesturbærinn. „Hér neðst á Nesvegi gengu menn um með höfuðlukt og reyndu að finna sér leið inn í nærliggjandi hús klukkan 2 í nótt: Tékkuðu á gluggum og hurðum. Lögreglunni var gert viðvart án telj- anlegra viðbragða. Nágranni sem varð vitni lét okkur vita rétt í þessu.“ Fljótlega kom í ljós að blað- beri Fréttablaðsins fer snemma af stað eða rétt eftir miðnætti og leystist gátan þegar greint var frá því að blaðberinn væri ávallt með höfuðljós. Hélt að blaðberi væri innbrotsþjófur F yrirsætan Bryndís Gyða Michelsen hefur, ásamt eigin manni sínum Gísla Kr. Katrínarsyni, fest kaup á 300 fermetra einbýlishúsi að Viðju- gerði 10. Gísli starfar sem verk- efna- og vörustjóri skýjalausna hjá Advania en Bryndís Gyða er í laga- námi í Háskólanum í Reykjavík. Bryndís er afburðanemandi og hefur í þrígang verið veitt viður- kenning fyrir framúrskarandi námsárangur. Bryndís er með efnilegri nemendum sem hafa stundað nám í lagadeildinni og mun án efa láta mikið að sér kveða þegar hún útskrifast. Bryndís vakti fyrst athygli fyrir að sitja fyrir, seinna stofnaði hún, ásamt Kristrúnu Ösp Barkardóttur og Kiddu Svarfdal, kvennavefinn hun.is. Náði sá vefur strax miklu flugi en Bryndís sagði skilið við vef- inn og minna fer fyrir honum í dag. Bryndís var áberandi í íslenskum fjölmiðlum og var vinsæll pistlahöf- undur en hefur haldið sig til hlés síð- ustu ár og einbeitt sér að náminu. Húsið sem Bryndís og Gísli festu kaup á er í fallegri götu sem árið 1998 var kosin sú fallegasta í Reykjavík. Húsið stendur skammt frá Ríkisútvarpinu og er um 300 fermetrar. Á neðri hæðinni eru þrjú herbergi, stórt rými og bað- herbergi. Á efri hæðinni er eld- hús, rúmgóð stofa með kamínu, borðstofa, baðherbergi, hjónaher- bergi og tvö minni herbergi. Bíl- skúrinn er tvöfaldur. Úti er stór sólpallur, garður og garðhús. Sam- kvæmt Procura er húsið metið 113 milljónir króna. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og byggt árið 1974. Frá húsinu er fallegt útsýni. n Bryndís og Gísli kaupa 300 fermetra glæsihýsi Fjölmiðlakonan góðkunna Kol-brún Björnsdóttir mun líklega halda sig heima þann 9. apr- íl á næsta ári. Kolbrún slasaðist illa í hjólaslysi 9. apríl 2016 sem setti tilveruna á hvolf. Kolbrún var staðráðin í að njóta 9. apríl með vinkonum sínum en í stað þess að hjóla var ákveðið að skokka og fara í sjósund á eftir. Kolbrún sagði á Facebook: „Þið vitið, búa til jákvæðar og góðar minningar á þessum degi.“ Það fór ekki betur en svo að Kolbrún fékk botnlanga- kast og endaði á bráðamót- töku. Kolbrún horfir hins vegar á björtu hliðarnar eins og vana- lega og segir á léttu nótunum að eigin maður hennar hafi beðið hana að fljúga aldrei á þessum degi. Hafa vinkonur Kolbrún- ar ákveðið að pakka henni inn í bómull þegar þennan mánaðar- dag ber upp á næsta ári. „Ég get útilokað að lenda í botnlangak- asti þegar ég dvel í ríflega mánuð í Nepal í haust,“ segir Kolbrún og bætir við: „Ég er því þegar öllu er á botninn hvolft ein heppin pía.“ FÓR ÚT AÐ SKOKKA OG MISSTI BOTNLANGANN n Metið á rúmlega 110 milljónir n Skammt frá Ríkisútvarpinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.