Fréttablaðið - 26.05.2018, Side 30

Fréttablaðið - 26.05.2018, Side 30
Róbert úthvíldur á fundi með oddvita Pírata í Hafnarfirði, Elínu Ýri. Sandra Hlíf Ocares við kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Mikil hlaup, margir fundir, ótal símtöl Sjálfstæðisflokkurinn – Sandra Ocares Sólarhringurinn hjá mér er frekar langur þessa dagana, mikil hlaup, margir fundir og ótal símtöl. Kjördagur er alltaf fyrir mér mikill hátíðardagur, tek það mjög hátíðlega að fara og kjósa. Hann verður reyndar með örlítið öðru sniði en hefur verið hjá mér í síðustu kosningum. Ég mun byrja daginn á því að kjósa og svo mun ég fylgja oddvitanum Eyþóri Arnalds á milli staða þar sem dagurinn er þéttbókaður í útvarpsviðtöl, sjónvarpsviðtöl og pallborðsum­ ræður. Mikil stemming myndast alltaf á kjördag uppi í Valhöll þar sem er kosningakaffi allan daginn. Um kvöldið verður kosningavaka á Grand hóteli sem hefst kl. 21.30 þar sem við munum slá upp partíi og fylgjast með úrslitum kosninganna. Það fyndnasta og jafnframt með skemmtilegri atvikum í baráttunni var þegar við rákumst á John Travolta. Hef sjaldan verið jafn stjörnuslegin. Góður kosningastjóri þarf að vera skipulagður, eiga auðvelt með mannleg samskipti, drífandi og jákvæður. Þolinmæði og húmor er líka eiginleikar sem ég held að sé gott að hafa í miklum mæli sem kosningastjóri. Líf kosningastjóra korter í kosningar Kosningastjórar flokkanna eru á harðahlaupum fyrir kosningar. Nokkrir þeirra gefa innsýn í starf sitt og segja frá því hvað þeir telja eiga að prýða góðan kosningastjóra. Datt í hlutverk leikstjórans Píratar – Robert Douglas Það er líklega bara eftirminnilegast hvað ég hef kynnst mörgu góðu fólki sem ég myndi kalla vini mína í dag, en þegar ég byrjaði þekkti ég engan í Pírötum, hafði þó kosið þá í tvennum síðustu kosningum. En eitthvert eitt eftirminnilegt atvik eða skemmtileg saga er til dæmis þegar ég ruglaði starfi mínu sem leik­ stjóra saman við kosningastjórastarfið eftir mikla og erfiða vinnutörn þar sem dagarnir voru farnir að renna aðeins saman. Þá sat ég á fundi með stjórn Pírata í Reykjavík og talaði stöðugt um hvað ég ætlaði að gera með leikurunum og að það væri mikilvægt að leikararnir væru til taks og að við værum heppin hvað við værum með góða leikara í efstu sætunum – þá stoppaði stjórnin mig og spurði mig hvort ég þyrfti ekki að taka nokkra tíma í hvíld. En jú, vissulega væri hægt að líta á stjórnmálafólk sem leikara, þau væru jú í vissu hlutverki. Ég er kosningastjóri höfuðborgar­ svæðisins og það er líklega mest krefj­ andi að gæta jafnræðis milli framboðs­ lista. Sem sagt að framboðunum okkar í Kópavogi og Hafnarfirði finnist eins og þau séu jafn mikilvæg og Reykjavík – sem þau auðvitað eru, en það er flókið að sjá um alla þrjá staðina í einu. Fallhlífarstökkið eftirminnilegast Miðflokkurinn – Gréta Björg Egilsdóttir Eftirminnilegast er náttúrulega að hafa fengið Vigdísi til að fara í fallhlífarstökk og hafa fengið að fylgja henni í gegnum það ferli allt saman. Annars var upptaka á öllum víkingamyndböndunum mjög skemmtilegur tími og það eru forréttindi að fá að hafa fengið að vinna með svona rosalega kröftugum og samstilltum hópi. Mikið hlegið og mikið gaman. Mest krefjandi er nú að vera sáttasemjari því að auðvitað koma upp mál um menn og mál­ efni en ég held að þetta hafi nú bara gengið nokkuð vel. Kosningastjóri þarf að mínu mati að vera rosalega skipu­ lagður og góður í mannlegum samskiptum og vinna vel í nánu hópstarfi. Maður þarf að geta tekið ákvarðanir hratt og staðið í fæturna þó svo að aðrir efist um ákvörðunina. Það er líka nauðsynlegt að geta gert smá grín að sjálfum sér og mikilvægt að geta viðurkennt mistök. Gréta á skrif- stofu sinni í vinnu fyrir Miðflokkinn. Umfram allt að halda uppi gleðinni Viðreisn – Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Að kynnast 46 snillingum á þremur mánuðum er nátt­ úrulega ekkert nema frábært. Að koma þeim öllum í förðun og myndatöku í nokkuð stífum tímaramma var mjög áhugavert og krefjandi verk­ efni, en baráttan hefur gengið vel og engin óyfirstíganleg vandamál komið upp. Kosningastjóri þarf að hafa góða skipulagshæfileika, eiga gott með samskipti, geta greint aðalatriðin frá því sem skiptir minna máli og svo um­ fram allt að geta haldið uppi gleðinni í gegnum góða og erfiða daga. Jóhanna Dýrunn. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ 2 6 . M a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R30 H E L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð helgin 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -4 1 7 C 1 F E A -4 0 4 0 1 F E A -3 F 0 4 1 F E A -3 D C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.