Fréttablaðið - 26.05.2018, Page 38

Fréttablaðið - 26.05.2018, Page 38
Ég get nú ekki sÉð hvernig hvatning til karlmanna um að hysja upp um sig brækurnar og axla ábyrgð á sjálfum sÉr, fjölskyldum sínum og samfÉlagi geti verið hvatning til of- beldis gegn konum. Kosningavaka Stöðvar 2 í kvöld kl. 22:00 Í opinni dagskrá ↣meðtekið fagnaðarerindið elska hann og hinir elska að hata hann. Áköfustu fylgjendurnir láta eins og hann hafi höndlað stóra sann- leikann, leyst jafnvel lífsgátuna, með því að greina samfélagið og lífið allt út frá meðfæddum eðlis- mun kynjanna og síðan eru þeir sem bókstaflega þola manninn ekki, sjá skrattann í hverju kenningahorni hans. Telja hann í versta falli bein- línis stórhættulegan og í besta falli kjána. Allt er orðið umdeilt nú til dags Sjálfur furðar Peterson sig á þessari reiði sem hann telur að einhverju leyti byggða á misskilningi og jafn- vel markvissum mislestri á því sem hann hefur fram að færa. Þá segir hann það síst til þess fall- ið að lægja öldurnar þegar orð hans eru slitin úr samhengi, afbökuð eða hreinlega haft rangt eftir honum. Nýjasta dæmið um það síðast- nefnda er viðtal sem birtist við hann í The New York Times í síðustu viku. Þá ætlaði allt um koll að keyra þegar haft var eftir honum að hann teldi öruggustu leiðina til þess að sporna við fjöldamorðæði sem rennur sorglega oft á unga karlmenn að þeim verði séð fyrir maka. Útveg- uð kona, svo það sé sagt hreint út. Þessa hugmynd var hann sagður rökstyðja með því að einmana og kynsveltir karlar væru hættulegir umhverfi sínu og gerðust ofbeldis- hneigðir í gremju sinni. Ungur maður sem á konu er ólíklegri til þess að valta yfir vegfarendur á bíl eða skjóta skólafélaga sína í stórum hópum. „Hluti af þessu var slitinn skelfi- lega úr samhengi í The New York Times,“ segir Peterson og er bersýni- lega nokkuð niðri fyrir. „Það sem ég var að benda á er að samfélög úti um allan heim hafa haft tilhneigingu til að gera einkvæni að reglu. Þetta er sammannlegt en þá á ég ekki við að þetta sé þvingað fram með valdi. Þetta er einfaldlega félagslegt norm og samfélög sem byggja á einkvæni eru friðsamlegri en önnur. Þetta er bara vel skrásett mann- fræðileg staðreynd sem teygir sig langt aftur í aldir. Þetta er óumdeilt, fyrir utan þá staðreynd að í dag er einfaldlega allt orðið umdeilt.“ Óðir í athugasemdum „Og þetta er umdeilt eins og sést best á hörðum viðbrögðum við þessu viðtali í The New York Times. Reiði- aldan sem skall á netinu er í raun býsna gott dæmi um hversu fólk skiptist skýrt í annars vegar aðdá- endur þína og þá sem beinlínis þola þig ekki. Allt sem er haft eftir þér í fjölmiðlum hérna á Íslandi virðist í það minnsta gera allt brjálað. Á Facebook og í athugasemdakerfum vefmiðlanna.“ „Já, og ég er orðinn vanur þessu,“ segir Peterson. „En þetta er í raun stórundarlegt og ég veit ekki hvern- ig á að túlka þetta. Þessi reiði er að hluta tilkomin vegna þess að ég hef gagnrýnt róttækt vinstra fólk harka- lega. Þessi gagnrýni gerir mig samt ekki sjálfkrafa að öfgahægrimanni. Það er bara kjánalegt að halda því fram en hentar róttæka vinstrinu vel til þess að geta sannfært sig um að ég sé á einhvern hátt ósanngjarn sem aftur auðveldar þeim að hafna því sem ég er að segja.“ „En stangast þessi kenning þín um einkvæni sem einhvers konar ofbeldisdempara ekki á við það sem mér sýnist vera eitt lykilatriðið í bókinni þinni þar sem þú segir að hver og einn verði að axla ábyrgð á sjálfum sér og lífi sínu? Og hvað? Ef þessir gaurar geta ekki fengið að ríða, eða náð sér í maka eða ból- félaga, fara þeir þá þess vegna af stað og drepa fólk? Væri þeim ekki, sam- kvæmt hugmyndum þínum, nær að gyrða sig bara í brók? Taka sig á og sjálfa sig í gegn?“ Aðeins ISIS-terroristi gæti haldið þessu fram „Auðvitað og augljóslega. Það er þess vegna sem þetta síðasta upp- hlaup út af The New York Times er svo fáránlegt! Ég hef í fyrirlestrum mínum margítrekað að ef þér er hafnað af hverri einustu konu sem þú hittir þá liggur vandinn senni- lega ekki hjá þeim, heldur þér.“ Peterson segir þessa túlkun á h u g m y n d u m hans um ein- k v æ n i s s a m - f é l ö g i n sv o galna að hann skilj i varla hvers vegna fólk var jafn g i n n k e y p t fyrir þessu og raun ber vitni. „ Þ e t t a e r þ a ð sem er svo ein- k e n n i - legt við þ e t t a v e g n a þess að h l u t i þ e s s hve r su fyrirlestrar mínir eru vinsælir er að ég hef verið að leggja til að fólk, ungir karlmenn þar með taldir, ætti að taka sig á. Axla ábyrgð og koma reglu á líf sitt. Þetta er alger andstæða túlkunar fólks á greininni í The New York Times. Að ég haldi því fram að það eigi bara að skaffa hvaða ónytjungi sem er konu! Það er algerlega fárán- legt. Enginn með réttu ráði lætur sér detta þetta til hugar. Þú getur ekki einu sinni skáldað upp manneskju sem trúir þessu.“ „Maður hefði haldið ekki en svona virðast mjög margir skilja þig.“ „Það er ótrúlegt! Þú gætir fundið stöku ISIS-terrorista sem finnst góð hugmynd að úthluta körlum konu með vopnavaldi. En ég er ekki að leggja neitt slíkt til. Þvert á móti.“ Litlir, hræddir karlar „Einhverra hluta vegna virðist boð- skapur þinn helst höfða til, hvað skal segja? Lítilla, hræddra karl- manna og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að menn sem líður sæmilega í sjálfum sér og eru í þokkalegri sátt við umhverfi sitt tengi lítið við þetta?“ „Ég held alls ekki að ég sé að höfða sérstaklega til hræddra karla. Sjáðu til. Í fyrsta lagi er þessi hugmynd um að ég beini boðskap mínum að einangruðum ungum körlum staðl- aður mislestur. Meirihluti þeirra sem hafa verið að hlusta á fyrirlestra mína gera það á YouTube og 80 prósent þeirra sem skoða efni á YouTube eru karlmenn. Ég stend ekki á bak við það.“ „Nei, og þú getur auðvitað ekki stjórnað umferðinni á YouTube en má ekki samt vera að það veiki málefnastöðu þína að þetta eru greinilega fyrst og fremst karlar sem hlusta á þig og meðtaka það sem þú hefur að segja?“ „Það liggur ekkert fyrir um það að meirihluti þeirra sem kaupa bókina mína séu karlar. Það má vel vera að það sem ég er að segja um að fólk eigi að taka ábyrgð á sjálfu sér höfði sérstaklega til ungra karlmanna akkúrat núna. En það er ekki vegna þess að ég sé aðeins að tala við unga karla, heldur frekar vegna þess að flestir á YouTube eru ungir karlar og þetta er ef til vill eitthvað sem þeir þurfa sérstaklega að heyra,“ segir Peterson og bendir á að konur eru um 30 pró- sent þeirra sem sækja fyrirlestra hans. Beita fyrir andstæðingana og minnipokamenn? „Ég hef heyrt því fleygt að margt í boðskap þínum sé hið besta mál en að þú gerir þér það að leik að blanda einhverju saman við þetta markvisst til þess að trylla róttækt vinstri fólk og femínista. Að þú kryddir kenningar þínar bæði til þess að fá athyglina sem uppþotin á vinstri kantinum beina óhjákvæmilega að þér og síðan ekki síður til þess að höfða til minnipoka- manna sem sjá einhverja vonar glætu í karllægri heimssýn þinni.“ „Ég er ekki að leika neinn leik. Ég er að reyna að nota þekkingu mína og langa reynslu til þess að hjálpa fólki. Hjálpa því að þroskast og vald efla það með hvatningu. Tæknilega er ég aðeins að hjálpa fólki að öðlast kjark með því að axla ábyrgð á eigin lífi og finna þannig döngun í sér til þess að mæta ógæfu og kúgun af hugrekki.“ „Gott og vel. Tökum aðeins rót- tækan vinstrifemínistavinkilinn á þig. Femínistar halda því margir fram að þú sért beinlínis að ýta undir ofbeldi gegn konum með boð- skap þínum.“ „Ég get nú ekki séð hvernig hvatn- ing til karlmanna um að hysja upp um sig brækurnar og axla ábyrgð á sjálfum sér, fjölskyldum sínum og samfélagi geti verið hvatning til ofbeldis gegn konum.“ Fullur heimur af glötuðum körlum „Ég hef stúderað ofbeldi mjög lengi og það eru veikgeðja menn sem beita konur ofbeldi, ekki sterkir karlar. Og með því að styrkja þessa veiku karla dregurðu úr ofbeldis- hneigð þeirra. Það liggur til dæmis ljóst fyrir að nauðgarar eru undirmálsmenn, taparar, lélegir gaurar. Það mætti jafnvel segja þá aumkunarverða og það ætti nú varla að skaða nokkra manneskju að reyna að hvetja sem flesta til þess að reyna að vera ekki ömurlegur. Ekki nema að þú viljir hafa túrtappinn og pillan hafa gert miklu meira fyrir kvenfrelsi en femínisminn. ↣ 2 6 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R38 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -0 1 4 C 1 F E A -0 0 1 0 1 F E 9 -F E D 4 1 F E 9 -F D 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.